Sem meistara- eða doktorsnemi við Háskóla Íslands vinnur þú að sjálfstræðri rannsókn undir leiðsögn kennara,. Þú berð ábyrgð á eigin rannsókn og framvindu verkefnisins. Þá getur verið óljóst hvenær og hvernig – eða hvort – nýta megi gervigreindartól í slíkum verkefnum.

Til að skýra væntingar og forðast óvissu er mikilvægt að ræða við leiðbeinandann áður en gervigreindartól eru nýtt í ritgerðar- eða greinaskrifum. Mögulegar suprningar til umræðu við leiðbeinanda geta verið:

  • Í hvaða hluta verkefnisins er heimilt að nýta gervigreind?
  • Hvenær og hvernig þarf ég að greina frá aðstoð gervigreindar? (Til dæmis: þarf ég að nefna Grammarly? Hvað ef ég nota ChatGPT til að endurbæta eigin texta?)
  • Hvernig á slíkt að koma fram í heimildaskrá eða tilvísun? (Á að vísa í gervigreindina eins og aðra heimild? Eiga að fylgja viðaukar með spurningum og svörum (e. kvaðningum)?)
  • Ef um rannsóknarritgerð er að ræða: Hvernig er tekið mið af mismunandi reglum fræðitímarita um notkun gervigreindar?
  • Er Turnitin notað til að skima ritgerðir í þessum fræðigreinum eða deild?

Þú getur einnig bókað ráðgjöf hjá Ritverinu til að fá ráðgjöf eða aðstoð varðandi skráningu eða notkun gervigreindar í ritun!

Birtingar og gervigreind

Annað algengt álitaefni meðal rannsakenda varðar hvernig greina eigi frá notkun gervigreindar við birtingu fræðigreina. Þetta á sérstaklega við í tengslum við lokaverkefni á meistara- eða doktorsstigi, þar sem mikilvægt er að kynna sér stefnu viðkomandi fræðitímarits:

  • Kynntu þér heimasíðu og höfundaleiðbeiningar tímaritsins.
  • Leitaðu eftir upplýsingum um viðmið eða stefnu varðandi notkun gervigreindar.
  • Ef engin viðmið eða stefna eru tilgreind, er ráðlegt að hafa samband við ritstjórn og óska eftir skriflegri afstöðu.
Placeholder Image Indicating More Information is Coming Soon
Share