Spunagreind og önnur gervigreindartól eru að umbreyta námsmati og því hvernig við lærum og kennum. Þessi tækni býður upp á áður óþekkt tækifæri í háskólasamfélaginu — en hún vekur líka upp mikilvægar spurningar.
Háskóli Íslands stendur nú frammi fyrir því að endurmeta ýmsa þætti í námi og kennslu. Hvernig tryggjum við að nemendur tileinki sér þekkingu og hæfni á heiðarlegan hátt? Hvernig getum við nýtt spunagreind til að styðja við sköpunargáfu, gagnrýna hugsun og faglega færni? Og hvaða hæfni þurfa nemendur, kennarar og rannsakendur að búa yfir til að nýta gervigreind á ábyrgan og árangursríkan hátt?
Þessi vefur er ætlaður sem leiðarvísir um notkun gervigreindar við HÍ. Hér finnur þú upplýsingar um gervigreindarlæsi, álitamál tengd siðferði og réttindum og hagnýtar leiðbeiningar um hvernig nýta megi tæknina í kennslu og rannsóknum.