Gervigreindartól bjóða upp á ný tækifæri í kennslu – en líka áskoranir. Verkefni sem áður spegluðu þekkingu og færni nemenda geta nú verið unnin að hluta eða öllu leyti með hjálp gervigreindar. Til að námsmat endurspegli raunverulegan skilning og virkni nemenda þarf að beita aðferðum sem bæði stuðla að heiðarleika og gera markvissa notkun tækninnar mögulega.