Hæfniviðmið

Hæfniviðmið eiga að lýsa því sem nemendur eiga að geta gert að námi loknu.

Með hæfniviðmiðum er hefðbundinni námskrárgerð að vissu leyti snúið á hvolf.

Í stað þess að hugsa fyrst og fremst um hvað kennarinn ætlar að gera er sjónum beint að námi nemanda og því hvaða færni á að vera til staðar við námslok.

Í kennslufræðunum er talað um að farið sé frá kennaramiðuðu sjónarhorni til nemenda- eða námsmiðaðs sjónarhorns.

Að verja tíma í að skrifa góð hæfniviðmið gerir hönnun náms, kennslu, mat og endurgjöf í framhaldinu miklu auðveldari.

Image
Nemendur vinna að verkefni undir leiðsögn kennara