Kennsluþróun
Í Setbergi, húsi kennslunnar geta kennarar sótt ýmiss konar þjónustu varðandi kennslu:
- Hönnun námskeiða
- Kennsluaðferðir
- Endurgjöf
- Námsmat
- Stafrænar lausnir
- Kennsluþróun kennara og deilda
Flýtileiðir: Diplómanám í kennslufræði háskóla, Styrkir vegna kennslumála, Kennsluþróunarstjórar
Óskir um upplýsingar vegna kennsluþróunar skulu sendar á kennslumidstod@hi.is.

Stuðningur við kennara
Á kennslusviði starfar fjöldi sérfræðinga í mismunandi þáttum kennslu. Stuðningur við kennara byggir aðallega á þremur meginstoðum:
Fræðsla um kennslumál fer fram ýmist með ráðgjöf, vinnustofum, námskeiðum og kennsluspjalli sem starfseiningar á kennslusviði halda, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við fræðasvið og deildir.
Leiðbeiningar um stafrænar lausnir í kennslu og námsmati eru framleiddar á kennslusviði. Kennarar geta einnig fundið sína eigin leið og fengið ráðgjöf.
Starfsfólk kennslusviðs veitir kennurum aðstoð við flest það sem snýr að kennslu og notkun stafrænna lausna.
Óskir um aðstoð við tæknimál skulu sendar á help@hi.is
