Kennsluþróun
Í Setbergi, húsi kennslunnar geta kennarar sótt ýmiss konar þjónustu varðandi kennslu.
- Hönnun námskeiða
- Kennsluaðferðir
- Endurgjöf
- Námsmat
- Stafrænar lausnir
- Kennsluþróun kennara og deilda
Flýtileiðir: Diplómanám í kennslufræði háskóla, Styrkir vegna kennslumála
Óskir um upplýsingar vegna kennsluþróunar skulu sendar á kennslumidstod@hi.is.

Stuðningur við kennara
Á kennslusviði starfar fjöldi sérfræðinga í ýmsum þáttum kennslu. Stuðningur við kennara byggir aðallega á þremur meginstoðum:
Fræðsla um kennslumál fer fram með ýmsum hætti, með vinnustofum, námskeiðum og kennsluspjalli sem starfseiningar á kennslusviði halda, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við fræðasvið og deildir.
Leiðbeiningar um stafrænar lausnir í kennslu og námsmati eru framleiddar á kennslusviði.
Starfsfólk kennslusviðs veitir kennurum aðstoð við flest það sem snýr að kennslu og notkun stafrænna lausna.
Óskir um aðstoð við tæknimál skulu sendar á help@hi.is
