Upptökur og fjarfundir

Upptökur og fjarfundir hafa rutt sér mjög til rúms í háskólakennslu og HÍ styður við þá kennara sem vilja tileinka sér þess háttar vinnu með nokkrum verkfærum og kennslufræðilegri ráðgjöf. 

Að velja góða miðlunarleið

Kennarar við HÍ geta valið um nokkur verkfæri til miðlunar í mynd og hljóði, allt eftir því hvort þeir vilja veita nemendum aðgang að fyrirframgerðum upptökum, vera með kennslustundina sína í streymi sem síðan verður aðgengilegt eftir kennslu, eða halda fjarfund með nemendum þar sem gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. 

Í Setbergi er veitt ráðgjöf um það hvaða verkfæri geta hentað kennurum og gefa góð ráð varðandi upptökur. 

Þar eru einnig tveir fullkomnir hljóðklefar þar sem kennarar geta tekið upp fyrirlestra sem þeir deila síðan með nemendum.

Í Setbergi starfar líka fagfólk í kvikmyndagerð sem rekur fullkomið myndver fyrir stærri myndbandsverkefni. 

Image

Mikilvæg atriði við upptökur

Þegar taka á upp kennsluefni eða senda út fjarfund er mikilvægt að tryggja að nemendur heyri það sem sagt er. 

Ef kennari notar búnað í kennslustofu og streymir / tekur upp með Panopto, er mikilvægt að mæta tímanlega og prófa búnaðinn áður en kennsla hefst. 

Þegar kennari notar fartölvu eru oftast innbyggður hljóðnemi sem getur dugað vel, en þá þarf að gæta þess að umhverfihljóð trufli ekki. 

Hægt er að nota hljóðnema sem eru innbyggðir í heyrnartól 

Hvaða hugbúnað sem þú notar þarftu að gæta eþss að réttur hljóðnemi sé valinn og að styrkurinn sé hæfilegur.  

 

Það sem þarf að hafa í huga þegar fyrirlestrar eru teknir upp að gera stuttar upptökur. Farðu í gegnum efnið þitt (Powerpoint glærur) eða annað efni og skiptu því upp í minni einingar. Reyndu að búa til upptökur sem eru að hámarki 20 mínútna langar. Betra ef þú getur gert þær styttri, t.d. 5-10 mínútur.

Notaðu lýsandi heiti og tölur til að nemendur viti í hvaða röð þeir eiga að horfa á upptökurnar.

Athugaðu að ef þú ert með 40 mínútna fyrirlestur í staðnámi þá er eðlilegt að sá fyrirlestur taki ekki meira en 20-30 mínútur í upptöku. Rannsóknir á áhorfi nemenda á upptökum á fyrirlestrum sýna að ef upptökurnar eru styttri þá horfa þeir frekar á allan fyrirlesturinn. Þessvegna er betra að hafa upptökurnar fleiri en styttri en hefðbundnir fyrirlestrar eru. Þú ert auk þess ekki með nemendur fyrir framan þig og því eru engar spurningar sem þarf að svara. Það er því eðlilegt að fyrirlestrar í upptökum séu styttri þó þeir nái yfir sama efnisinnihaldið.

Nemendur nota líka oft upptökur oft til að fletta upp í og horfa á ákveðna hluti aftur. Það flýtir því fyrir nemendum ef að fyrirlestrar á upptökum eru um afmarkað efni og nöfnin lýsandi.

Umsjónarmenn fasteigna veita þjónustu vegna tölvubúnaðar en þjónusta UTS felst í því að hægt er tilkynna vandamál í síma 525-5550 og fá fyrstu aðstoð. Einnig er hægt að senda beiðnir á netfangið help@hi.is. Ef starfsmenn þjónustunnar ná ekki að leysa vandamálið munu þeir kalla út tæknimann eða umsjónarmann fasteigna sem tekur við afgreiðslu beiðnarinnar.

Þjónusta við tölvubúnað nær til tölvu í kennslustofu og þess hugbúnaðar sem þar er notaður. Einnig er átt við skjávarpa og upptökubúnað.