Gervigreind hefur á örfáum árum orðið áhrifaþáttur í öllu háskólastarfi — í kennslu, rannsóknum og námsmati. Hún getur sparað tíma, auðgað námsefni og skapað nýjar leiðir til að virkja nemendur. Á sama tíma vekur hún upp siðferðileg, lagaleg og kennslufræðileg álitaefni sem krefjast gagnrýninnar hugsunar og skýrra viðmiða. 

Þessi síða byggir á Rammaviðmiðum Háskóla Íslands um notkun gervigreindar (2023) og ábendingum úr vinnu með kennurum og faghópum innan háskólans. 

👉 Byrjaðu hér: Undirbúningur kennslu með gervigreind 

Risamállíkön geta stutt við skipulag, hugmyndavinnu og þróun námsefnis.

Gervigreind er hvorki góð né slæm – hún er tæki sem endurspeglar hvernig við notum hana. 

Gegnsæi skapar traust, eykur þátttöku og ver akademískan heiðarleika.

Gervigreind hefur breytt því hvað telst „eigið verk“. Kennarar þurfa að tryggja að námsmat endurspegli hæfni nemenda, ekki getu verkfæris.

Góð endurgjöf er ekki bara lokamat – hún er samtal sem byggir upp hæfni og trú. Mannlegi þátturinn er alltaf lykilatriði.

Share