Gervigreind hefur á örfáum árum orðið áhrifaþáttur í öllu háskólastarfi — í kennslu, rannsóknum og námsmati. Hún getur sparað tíma, auðgað námsefni og skapað nýjar leiðir til að virkja nemendur. Á sama tíma vekur hún upp siðferðileg, lagaleg og kennslufræðileg álitaefni sem krefjast gagnrýninnar hugsunar og skýrra viðmiða.
Þessi síða byggir á Rammaviðmiðum Háskóla Íslands um notkun gervigreindar (2023) og ábendingum úr vinnu með kennurum og faghópum innan háskólans.
👉 Byrjaðu hér: Undirbúningur kennslu með gervigreind