Inspera er rafrænt prófakerfi HÍ. Það býður upp á mikið öryggi í próftöku, fjölda spurningagerða og einkunnir úr Inspera prófum er hægt að birta í einkunnabók Canvas.
- Heimapróf - gagnapróf (e. open book)í opnu umhverfi.
- Staðpróf - gagna- eða gagnalaus próf (e. closed-book) með prófgæslu.
- Munnleg próf - gegnum fjarfundabúnað eða í stofu.
- Svo eitthvað sé nefnt.
- Í prófstofu skrá nemendur sig inn í Inspera sem notar hugbúnaðinn Safe Exam Browser til að læsa tölvu nemenda. Þannig geta nemendur aðeins nálgast og unnið í prófinu sjálfu á meðan próftöku stendur.
- Frávik eru próf sem haldin eru í tölvuverum skólans en tölvuverin eru notuð ef nemendur þurfa aðgang að utanaðkomandi forritum (t.d. excel) við úrlausn prófsins.
- Ef svo óheppilega vill til að netsamband rofni á meðan á próftöku stendur er ekki hætta á að vinna nemenda týnist.
- Inspera vistar alla vinnu nemenda sjálfkrafa á 15-20 sekúndna fresti bæði gegnum netið í skýjalausn og staðbundið á tölvu nemenda í tví-dulkóðuðu formi.
Í Canvas er prófakerfi líka og eðlilegt að kennarar spyrji sig hvort kerfið þeir eigi að nota.
Við fyrirlögn allra loka- og misserisprófa sem hafa stífan tímaramma og hafa mikið vægi í lokaeinkunn nemenda er eindregið mælt með því að kennarar noti Inspera.
Helstu ástæðurnar eru þessar:
- Prófaskrifstofa hefur yfirsýn í allar prófatökur sem eru í gangi í Inspera á hverjum tíma.
- Upplýsingar um lengri próftíma flyst sjálfkrafa úr Uglu í Inspera
- Engin hætta er á að úrlausnir tapist þó svo að netsamband rofni á meðan á prófi stendur
- Prófaskrifstofa er með gátlista fyrir öll Inspera próf sem ætti að tryggja örugga fyrirlögn prófa
Canvas Quiz er hins vegar heppilegt fyrir óformlegri próf þar sem markmiðið er frekar að veita kennara og nemanda yfirsýn yfir þekkingaratriði, til þess að æfa nemendur í hugtakaskilningi o.s.frv.
Ítarlegar leiðbeiningar fyrir kennara eru aðgengilegar í Uglunni - smelltu hér til að skoða leiðbeiningar.
Upptökur af námskeiðum í Inspera má finna á Youtube rás prófaskrifstofu.
Kennarar geta óskað eftir aðstoð við framkvæmd prófa hjá prófaskrifstofu, hvort sem það er að óska eftir að skrifstofan sjái um að úthluta stofu fyrir staðbundin próf eða tækniaðstoð vegna Inspera.
Athugið að hér er eingöngu fjallað um framkvæmd rafrænna prófa en kennarar þurfa alltaf að hafa í huga að námsmat í námskeiðum þarf að vera fjölbreytt og vera í samræmi við þau hæfniviðmið sem liggja til grundvallar í námskeiðinu.