Námsmat

Almennt er mikilvægt að gleyma því ekki að það er ómögulegt að meta alla hæfni nemenda námskeiðs með skriflegum prófum eingöngu.

Það er hægt að beita ýmsum námsmatsaðferðum í einu og sama námskeiðinu. En ávallt þarf að hafa í huga að námsmat og kennsluhættir eiga að byggja á hæfniviðmiðum námskeiðs hverju sinni.

 

Fjölbreytt og áreiðanlegt

Fjölbreytt mat á námi nemenda getur birst í blöndu af verkefnaskilum, hópverkefnum, jafningjamati og prófum.

Kennarar sem vilja endurskipuleggja námsmat í námskeiðum sínum geta fundið hér upplýsingar um aðferðir og tengla á fræðilegt efni um skipulag og framkvæmd á fjölbreyttu námsmati.

Prófaskrifstofa heldur utan um framkvæmd lokaprófa. Próf utan hefðbundinna próftímabila eru alla jafna á vegum kennara/deilda. Prófaskrifstofa býður líka uppá á aðstoð við framkvæmd slíkra prófa sé óskað eftir því.

Inspera er rafrænt prófkerfi Háskóla Íslands og þjónustað af Prófaskrifstofu. Það er eindregið mælt með því að kennarar noti Inspera þegar ætlunin er að halda rafræn próf.

Image
Glaðir nemendur vinna að verkefnum í kennslustofu