ABC vinnustofur

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður upp á vinnustofur í grunnhönnun námskeiða hvort sem um er að ræða ný námskeið eða endurhönnun námskeiða.

Á ABC vinnustofu fer fram hagnýt endurskoðun námskeiða.  Vinnustofurnar byggja á ABC fræðsluhönnun (https://abc-ld.org/) frá University College í London og hefur aðferðin verið notuð í Háskólum víða um heim.

ABC vinnustofa byggir á sex námstegundum Dianne Laurillard. Þær eru byggðar á nemendamiðaðri kennslusýn, eða ferðalagi nemandans í gegnum námskeiðið. Þessar námstegundir eru svo notaðar sem tæki til að ræða um uppbyggingu námskeiðs, mat og endurgjöf. Þar er haft að leiðarljósi:

  • Að margar leiðir eru að sama marki.
  • Að vinnustofan byggir á rannsóknum, því sem við erum að gera nú þegar, og er hagnýt fyrir kennarann.
  • Að verið er að hvetja til námsmiðaðrar sýnar og fjölbreytni í kennsluháttum.
  • Mikilvægi samtalsins – hversu oft gefst okkur tækifæri til að ræða saman um kennsluna og læra hvert af öðru.

Á vinnustofunum koma kennarar saman og hanna sjónrænt söguborð (e. storybord) yfir námskeiðin sín og þá kennsluhætti sem þeir telja vænlegasta til að ná þeim hæfniviðmiðum sem sett hafa verið.  ABC aðferðin er sérlega gagnleg þegar verið er færa staðbundna kennslu í fjarnámsform eða þegar verið er að innleiða rafræna kennsluhætti. Aðferðina má jafnframt nýta almennt í námskeiðshönnun, kennsluþróun og endurskoðun námskeiða.

 

Image
ABC

Í þessu myndbandi er fjallað um það hvernig ABC aðferðin er notuð til þess að endurskipuleggja námskeið eða til þess að hanna nýtt.

Smellið á "Sýna efni frá Youtube" ef myndbandið sést ekki strax. 

ABC vinnustofur byggja á hugmyndum Diane Laurillard um sex tegundir náms:

  • Tileinkun (e. acquisition)
  • Könnun/rannsókn (e. inquiry/investigation)
  • Umræður (e. discussion)
  • Æfing (e. practie)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Framleiðsla/afurð (e. production)

Myndband um sex námstegundirnar og stafræna kennslu

 

 

Young, C. and Perović, N. (2016) Rapid and Creative Course Design: As Easy as ABC? Procedia – Social and Behavioral Sciences, 228, 390-395

ABC vinnustofur á netinu - https://blogs.ucl.ac.uk/abc-ld/home/online-abc/

Young, C.P.L. and Perović, N. (2020). ABC LD – A new toolkit for rapid learning design. European Distance Education Network (EDEN) Conference 2020, Timisoara, Romania.