Einkunnabók Canvas

Einkunnabók Canvas getur haldið utan um einkunnir nemenda í námskeiði og reiknað lokaeinkunn út frá vegnu meðaltali. Við lok námskeiðs er hægt að flytja einkunn úr einkunnabókinni í Uglu þar sem lokaeinkunn er skráð á námsferil nemanda. 

Einkunnabókin í Canvas gerir kennurum kleift að halda utan um árangur nemenda í verkefnum og reikna út lokaeinkunn. Þegar kennarar nota einkunnabókina fá nemendur gott einkunnayfirlit, geta séð hvernig þeim miðar í námskeiði og skoðað einfalda tölfræði einkunna. 

Þegar kennarar nota SpeedGrader til þess að fara yfir verkefni frá nemendum, gefa endurgjöf og skrá einkunn fer sú einkunn í einkunnabókina. Einnig er hægt að láta einkunnir úr Inspera prófakerfinu flæða yfir í einkunnabók Canvas og vera hluti af veginni lokaeinkunn námskeiðs.

Við lok námskeiðs er hægt að láta Uglu sækja lokaeinkunn úr þessari einkunnabók, að því gefnu að hún sé að fullu útfyllt og tilbúin til útflutnings. 

Kennarar eru hvattir til þess að kynna sér kosti einkunnabókarinnar og þær leiðbeiningar sem í boði eru fyrir notkun hennar. 

Image
Manneskja skoðar verkfæri náið

Vægi verkefna

Mælt er eindregið með því að kennarar setji öll verkefni námskeiðs upp áður en kennsla hefst og setji upp vægi þeirra. Það auðveldar nemendum að fá yfirlit yfir verkefnaskil og auðveldar kennara að halda utan um einkunnir fyrir verkefni.

Allar leiðbeiningar um þessa uppsetningu er að finna á leiðbeiningavef Canvas

 

Flutningur einkunna milli Canvas og Uglu

Áður en lokaeinkunn er sótt í Canvas úr Uglu þarf að ganga úr skugga um að einkunnabókinn sé rétt útfyllt og að í henni séu engin auð hólf. Einnig þarf að gæta þess að allar einkunnir séu birtar. Sé þetta ekki gert mun Ugla birta villumeldingu vegna þess að þá er hætta á ósamræmi milli þeirrar lokaeinkunnar sem nemandi sér í Canvas og þeirrar einkunnar sem verður skráð í Uglu.

Það eru þrjú atriði sem kennarar verða að hafa í huga áður en einkunnir eru fluttar á milli kerfa: 

  • Stilla verkefni sem ekki gilda til lokaeinkunnar
  • Skrá einkunnina 0 ef vanskilaverkefni eiga að draga lokaeinkunn niður
  • Skrá "Undanþegið" ef nemandi mátti sleppa verkefni

Leiðbeiningar um þetta má finna á leiðbeiningavef Canvas.

 

Hvað ef nemandi náði ekki öllum námsmatsþáttum?

Stundum eru settar forkröfur í námskeiði um að nemandi verði að ná einum eða jafnvel öllum námsmatsþáttum. Þá getur sú staða komið upp að vegið meðaltal nær lágmarkseinkunn í námskeiði, en nemandi telst ekki hafa náð námskeiðinu.

Lokaeinkunn Canvas mun ekki endurspegla það og það getur valdið vandræðum þegar einkunn er sótt í Uglu. 

Hægt er að vinna sig fram hjá þessu með nokkrum skrefum: 

  1. Raða einkunnabókinni eftir þeim verkefnum sem nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn.
  2. Skrá niður þá nemendur sem ekki náðu lágmarkseinkunn. 
  3. Breyta einkunnum þeirra nemenda sem ekki náðu, í biðtöflunni í Uglu. 

Til viðbótar er hægt að hnekkja lokaeinkunn í Canvas, þannig að nemandi sjái lokaeinkunn sem er byggð á þessum námsþætti eða þáttum sem nemandi féll í. 

Leiðbeiningar um þetta ferli eru aðgengilegar á leiðbeiningavef Canvas.