Gervigreind er orðin hluti af daglegu starfi í háskólum og hefur áhrif á bæði kennslu og námsmat. Hún getur stutt kennara í að þróa fjölbreytt námsefni, spara tíma í undirbúningi og opna nýjar leiðir til að virkja nemendur en hún krefst líka gagnrýninnar hugsunar og skýrra viðmiða. 

Sem kennari þarft þú að taka afstöðu til þess hvernig og hvenær gervigreind er notuð í þínum námskeiðum. Á þessum vef finnur þú hagnýtar leiðbeiningar um hvernig: 

  • aðlaga má námsmat að breyttu landslagi, 
  • ræða má gervigreind við nemendur á opinn og gagnsæjan hátt, 
  • tryggja má akademískan heiðarleika og persónuvernd. 

Lögð er áhersla á hagnýta nálgun: hvernig má tryggja gagnsæi í notkun gervigreindar, notkun á kvaðningum (e. prompts) og bent á leiðir til að ræða, um notkun gervigreindar, við nemendur á opinn og gagnsæjan hátt. 

Markmiðið er að styðja við kennara í að vinna með gervigreind og nýta möguleikana sem hún býður upp á, á ábyrgan og skapandi hátt, þannig að hún verði öflugt hjálpartæki í kennslu. 

Þessi síða byggir á Rammaviðmiðum Háskóla Íslands um notkun gervigreindar (2023) og ábendingum úr vinnu með kennurum og faghópum innan háskólans. 

👉 Byrjaðu hér: Undirbúningur kennslu með gervigreind

Risamállíkön geta stutt við skipulag, hugmyndavinnu og þróun námsefnis.

Gervigreind er hvorki góð né slæm. Hún er tæki sem endurspeglar hvernig við notum hana. 

Gagnsæi skapar traust, eykur þátttöku og ver akademískan heiðarleika.

Gervigreind hefur breytt því hvað telst „eigið verk“. Kennarar þurfa að tryggja að námsmat endurspegli hæfni nemenda, ekki getu verkfæris.

Góð endurgjöf er ekki bara lokamat. Hún er samtal sem byggir upp hæfni og trú. Mannlegi þátturinn er alltaf lykilatriði.

Share