Markviss notkun sparar tíma 

Risamállíkön (e. Large Language Models) eins og Copilot, Gemini, Claude, ChatGPT og Perplexity geta stutt við skipulag, hugmyndavinnu og þróun námsefnis. Þau geta hjálpað þér að skrifa lýsingu námskeiðs, búa til hæfniviðmið, útbúa drög fyrir námsefni, verkefni eða búa til prófspurningar. Það sem skiptir mestu máli er að vinna með tæknina meðvitað og faglega en láta hana ekki stýra ferlinu. 

Hagnýt skref 

Hér eru nokkur hagnýt skref til að vinna markvisst með gervigreind í öllum helstu skrefum undirbúnings fyrir kennslu: 

1. Skilgreindu afstöðu þína, til notkunar á spunagreind, í kennsluáætlun: 

  • Hvenær, hvar og hvernig mega nemendur nota gervigreind? 
  • Hvernig eiga nemendur að skrá notkun sína? 
  • Hver ber ábyrgð á efni sem spunagreind skapar? 
  • Rifjaðu reglulega upp þessi atriði þegar þú ræðir við nemendur. 

2. Notaðu spunagreind við hugmyndavinnu og þróun: 

  • Til að gera uppkast að námskeiðslýsingum, fyrirlestrum, verkferlum, tímaáætlunum, dæmum, verkefnum, prófum og námsmatskvörðum. 
  • Búðu til myndir, hljóð, hljóðvörp og stutt myndskeið  
  • Spyrðu: „Hvernig mætti útskýra þetta hugtak fyrir nýnemum?“ eða „Búðu til þrjár æfingar um gagnrýna hugsun í upplýsingafræði.“ 

3. Prófaðu efnið áður en þú kennir: 

  • Biddu spunagreindarverkfærið að svara ákveðnu verkefni „eins og nýnemi í [grein]“, „eins og meistaranemi með lesblindu“ eða „eins og nemandi með litla fyrri þekkingu á efninu“. 
  • Spyrðu: „Hvaða leiðbeiningar í verkefninu gætu verið óljósar?“ „Hvaða hugtök þarf að skýra fyrst?“ 
  • Láttu verkfærið telja upp algengar rangtúlkanir og búa til próf (til dæmis fimm villandi fjölvalsspurningar) til að fanga misskilning. 
A visual of the Reflection Loop

4. Kennsluþróun og aðlögun námsmats 

Nýttu gervigreind sem stuðning en ekki í staðinn fyrir faglegt mat. 

Dæmi um notkun 

  • Endurskrifaðu matsviðmið þannig að þau geri skýra aðgreiningu milli ferlis (t.d. skrá gervigreindarnotkun) og útkomu (hæfni). 
  • Búðu til útgáfu A/B af sama verkefni: eitt með meiri áherslu á ferli og rökstuðning, annað á beitingu hugtaka á nýjum gögnum. 
  • Notaðu gervigreind til að búa til próf- eða verkefnasafn með stigvaxandi erfiðleika og mörgum réttum svörum. 
Student doing science

5. Oryggi, siðferði og gegnsæi 

  • Minntu á persónuvernd og höfundarrétt; forðastu að setja viðkvæm gögn inn í kerfi sem nota þau mögulega til þjálfunar á risamállíkaninu. 
  • Gerðu kröfu um að nemendur skrái notkun sína á gervigreind (verkfæri, fyrirspurnir, rýni og ígrundun). Minntu jafnframt á að nemandinn ber ávallt ábyrgð á öllu efni sem hann nýtir frá gervigreind. 
  • Gerðu kröfu um gagnsæi þegar texti, mynd eða hugmynd er mótuð með aðstoð gervigreindar (t.d. lýsing í aðferðafræðikafla, sérkafla með yfirlýsing um notkun gervigreindar eða í viðauka; sjá kafla 1 um Ramma og afstöðu hér ofar á síðunni) 

– Ekki setja inn gögn sem innihalda nöfn eða viðkvæmar upplýsingar. 
– Notaðu aðeins tól sem eru í samræmi við GDPR og stefnu HÍ

A teacher and student talking in the classroom.
Share