Algengar Spurningar

Hér fyrir neðan má finna svör við nokkrum algengum spurningum sem kunna að vakna.

Tengiliðaupplýsingar - Aðstoð

Upplýsingar varðandi tæknilega- og sérhæfða aðstoð:

 • Tæknileg aðstoð, t.d. vegna Canvas, Panopto eða edX, er veitt hjá help@hi.is 
 • Ósk um aðstoð varðandi próf má senda til profstjori@hi.is

Almennar fyrirspurnir til kennslusviðs má senda á kennslusvid@hi.is og einnig senda á netspjalli, sem aðgengilegt er í Uglu og á vefsvæði HÍ, www.hi.is (fyrir nemendur)

Skipulag og Hönnun námskeiðs - Hvernig byrja ég að hanna námskeið?

Hvort sem verið er að skipuleggja glænýtt námskeið eða endurskoða eldra námskeið, er best að byrja á að skilgreina það sem þú vonar að nemendur þínir taki með sér úr námskeiðinu. Þá er gott að spyrja sig að því hvaða hæfni, þekkingu og leikni nemendur eigi að búa yfir að loknu námskeiði.

Á þessu stigi þurfa markmiðin ekki að vera formleg og hæfnimiðin þurfa ekki að vera vel skilgreind heldur að útbúa einfaldan lista til að vinna með.

Stundum breytast markmið og hæfniviðmið námskeiðsins í hönnunarferlinu og á meðan námskeiðið er skipulagt. Það ætti að vera auðvelt í ferlinu að tengja kennslu, verkefni og námsmat við þennan lista.

Þegar búið er að skipuleggja námið er gott að fara yfir listann og forma námskeiðslýsingu og hæfniviðmið. Eins er gott að yfirfara hvort eitthvað þarfnist endurskoðunar.

Nánari upplýsingar um markmið og hæfniviðmið námskeiðs

Þegar búið er að skilgreina markmið/tilgang og hæfniviðmið námskeiðsins er næsta skref að átta sig á hvernig á að meta hvort nemendur hafi náð settum hæfniviðmiðum, hvernig á að meta hæfni nemenda. Hverskonar lokamat mun gagnast til að meta hvort nemendur hafa þá hæfni sem búið er að skilgreina? Ef nemendur eiga að þekkja staðreyndir eða tilteknar upplýsingar gæti krossapróf átt við. Ef nemendur eiga að geta búið til viðskiptaáætlun eða framkvæmt tilraun á rannsóknarstofu þá þarf matið að taka mið af því.

Þegar búið er að taka ákvörðun um lokamat er vert að huga að leiðsagnarmati sem veitir nemendum endurgjöf jafnt og þétt á það sem þeir eru að gera og byggir upp þá þekkingu og hæfni sem stefnt er á að þeir hafi þegar kemur að lokamati, t.d. prófi

Nánari upplýsingar um matsaðferðir - námsmat

Næsta skref er að skipuleggja innhald námskeiðsins. Mikilvægt er að tryggja samfellu milli miðlunar frá kennara og tækifæri nemanda til að æfa/þjálfa hæfnina. Þannig er til dæmis mikilvægt að ekki líði of langur tími á milli umfjöllunar um nýtt hugtak frá kennara og vinnu nemenda með hugtakið.

Gott er að setja niður að hvaða hæfniviðmiðum námskeiðsins er verið að vinna hverju sinni. Þannig má tryggja að tengsl séu milli þess sem gerist á námstímanum og þeirra hæfniviðmiða sem liggja til grundvallar í námskeiðinu.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að sjaldnast er hægt að komast yfir allt námsefni í kennslustundum og þá þarf að skilgreina hvaða efni á að fara yfir í kennslustundum og hvað nemendur eiga að læra sjálfstætt. Þegar hugað er kennslustundum er betra að fara yfir færri viðfangsefni og af meiri dýpt heldur en að komast yfir sem mest námsefni. Markmiðið er ekki að komast í gegnum allt námsefnið heldur að skapa þýðingarmiklar námsupplifanir fyrir nemendur sem þeir geta nýtt sér að námi loknu.

Nánari upplýsingar um innihald námskeiðs

Námsmiðaðar kennsluáætlanir og kennsluhættir setja nemendur í forgrunn. Áherslan er á nemandann og hvað hann mun læra frekar en það sem kennarinn ætlar að gera. Nemendur eiga að vera meðvitaðir um hvernig þeir ná þeim hæfniviðmiðum sem lögð eru til grundvallar í námskeiðinu og ekkert á að koma þeim á óvart.

 1. Grunnupplýsingar; heiti námskeiðs og þess háttar, upplýsingar um kennara og hvenær og hvernig nemendur geta haft samband við hann.
   
 2. Stefna og reglur eins og við á, t.d. í tengslum við sein skil (ef þau eru leyfð) og reglur um samskipti.
   
 3. Kennslusýn eða starfskenning ; til hvers kennari ætlast af nemendum og hvers þeir geta ætlast af kennara.
   
 4. Tengsl námskeiðs við aðra hluta náms nemenda; byggir námskeiðið á öðru námskeiði eða er það undirbúningur fyrir eitthvað annað.
   
 5. Hæfniviðmið; lýsa þeirri hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námskeiði loknu. Hér ber að hafa í huga tengsl hæfniviðmiða, kennslu og verkefna og námsmats. Hæfniviðmið eiga að vera skýr og metanleg.
   
 6. Lesefni; Mikilvægt er að nemendur fái tímanlega upplýsingar um lesefni, sérstaklega ef það getur tekið tíma að nálgast það og/eða ef það er kostnaðarsamt að verða sér úti um það. Einnig er gagnlegt að kennari útskýri val á lesefni, það getur sagt nemendum heilmikið um hvaða nálgun kennarinn hefur á efnið.
   
 7. Vinnuálag; það er góð regla að reikna vinnuálag í námskeiðum og miða lesefni og verkefni við þá útreikninga. Jafnframt er gott að kynna nemendum viðmið um vinnuálag í námskeiðum.
   
 8. Námsmat; Þarf að vera skýrt. Mikilvægt er að kennari og nemendur hafi sama skilning á námsmati. Að nemendur átti sig á því hvernig þeir verða metnir og hvenær. Verkefnalýsingar og skil verkefna þurfa að hafa tímaáætlun og dagsetningar skýrar. Nemandi þarf að geta skipulagt vinnu sína
 9. Námsvenjur; gott getur verið að benda á góðar námsvenjur og benda nemendum á hvar þeir geta fengið aðstoð varðandi námsvenjur og vinnubrögð í námi sínu.

Nánari upplýsingar um kennsluáætlun

Gott kennsluefni styður nemendur í að ná þeim hæfniviðmiðum sem sett hafa verið í námskeiði. Það inniheldur allt það sem kennari leggur fram og nemendur eiga að vinna með: glærur, námsbækur, verkefnalýsingar, upptökur, fyrirlestra, greinar, kvikmyndir o.s.frv. 

Hér eru nokkur atriði sem er mikilvægt að kennarar hafi í huga varðandi framsetningu á kennsluefni, hvort sem það er sett fram í kennslustofu eða á neti. 

Nánari upplýsingar um jafnrétti í kennslu

Gott kennsluefni styður nemendur í að ná þeim hæfniviðmiðum sem sett hafa verið í námskeiði. Það inniheldur allt það sem kennari leggur fram og nemendur eiga að vinna með: glærur, námsbækur, verkefnalýsingar, upptökur, fyrirlestra, greinar, kvikmyndir o.s.frv. 

Nánari upplýsingar um kennsluefni

Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar, stuttir eða langir, eru ævaforn kennsluaðferð og hluti af því sem nefna má útlistunarkennsla. Útlistunarkennsla byggir á að kennarar miðli þekkingu, útskýri eða útlisti, reifi eða ræði ólíkar leiðir, sjónarhorn eða lausnir. 

Ítarlegri upplýsingar um fyrirlestra

Vel skipulögð hópvinna nýtist nemendum ekki einungis vel til þess að efla námshæfileika sína og þekkingu, heldur einnig félagslega hæfni í samvinnu  og samskiptum sem nýtast bæði vel í skóla og starfi. 

Ítarlegri upplýsingar um hópvinnu

Vendikennsla (e. flipped classroom) er kennsluaðferð þar sem hinni klassísku kennsluaðferð þar sem kennarinn heldur fyrirlestur er snúið við þannig að nemendur skoða fyrirlesturinn heima og mæta í tíma til að vinna að verkefnum og komast dýpra í efnið.

Ítarlegri upplýsingar um vendikennslu

Sýnikennsla er algeng kennsluaðferð sem flokkast undir útlistunarkennslu og er algeng í kennslu í t.d. stærðfræði, list- og verkgreinum, íþróttum svo dæmi séu tekin. 

Ítarlegri upplýsingar um sýnikennslu

 • 1-2-allir
 • Samantekt nemenda í lok tíma
 • Innlegg nemenda í upphafi kennslu
 • Kliðfundur

Ítarlegri upplýsingar um þessar fjölbreyttu kennsluaðferðir er að finna á Setbergsvefnum.

Vinnuálag

Að baki hverri einni ECTS einingu á að liggja sem nemur 25-30 klukkustunda heildarvinna. Þar á meðal er t.d. mæting í kennslustundir, lestur, verkefnavinna o.fl. Fullt nám á hverri önn er 30 ECTS einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er því grunntala hvers námsárs. Miðað er við að eitt ár í háskóla sé á bilinu 1500-1800 vinnustundir. Engu skiptir hve margar kennsluvikur eru í námskeiði en einingarnar eiga að segja til um hve mikla vinnu meðalnámsmaður þarf að leggja á sig til að ná tilteknum áfanga.

Árið 2011 skrifaði Baldur Sigurðsson, prófessor á Menntavísindasviði, ítarlega grein um vinnuálag og upplifun nemenda af því: 

Smelltu hér til þess að lesa greinina: Mæling náms í ektum - undirstaða gæðastarfs?

Að auki er hér excelskjal sem getur nýst kennara við að reikna út vinnuálag í námskeiði miðað við ECTS einingar. Skjalið er til viðmiðunar. 

vinnuframlagstudenta_baldur.xlsx

Nánari upplýsingar um vinnuálag 

Venjulegt misseri í Háskóla Íslands, er 15 til 17 vikur að meðtöldum tveggja vikna prófatíma. Ef kennari lýkur námskeiði með verkefnaskilum áður en próf hefjast styttist námstíminn í 13 til 15 vikur.

Í sumu námi er gert ráð fyrir nokkrum vikum á vettvangi og styttist þá kennslutíminn sem því nemur.

Á tíu eininga námskeiði er gert ráð fyrir að stúdentar leggi fram 250 til 300 stunda vinnu.

Nánari upplýsingar um vinnuálag og námskeið án lokaprófa

 

Upptökur og fjarfundir

Upptökur og fjarfundir hafa rutt sér mjög til rúms í háskólakennslu og HÍ styður við þá kennara sem vilja tileinka sér þess háttar vinnu með nokkrum verkfærum og kennslufræðilegri ráðgjöf. 

Kennarar við HÍ geta valið um nokkur verkfæri til miðlunar í mynd og hljóði, allt eftir því hvort þeir vilja veita nemendum aðgang að fyrirframgerðum upptökum, vera með kennslustundina sína í streymi sem síðan verður aðgengilegt eftir kennslu, eða halda fjarfund með nemendum þar sem gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. 

Í Setbergi er veitt ráðgjöf um það hvaða verkfæri geta hentað kennurum og gefa góð ráð varðandi upptökur. 

Þar eru einnig tveir fullkomnir hljóðklefar þar sem kennarar geta tekið upp fyrirlestra sem þeir deila síðan með nemendum.

Í Setbergi starfar líka fagfólk í kvikmyndagerð sem rekur fullkomið myndver fyrir stærri myndbandsverkefni. 

Nánari upplýsingar um upptöku og fjarfundi

Með vönduðum upptökum getur kennari gert ýmiss konar kennsluefni aðgengilegt fyrir nemendur sína. Þær geta verið hluti af fjölbreyttri kennslu, dýpkað yfirferð á námsefni eða verið hluti af vendikennslufyrirkomulagi.

Nánari upplýsingar um gerð kennslumyndbanda

Kennarar hafa tæknilegar leiðir til þess að miðla kennslu sinni yfir netið í rauntíma. Eins og með alla kennslu er að ýmsu að hyggja og mikilvægt að byrja á því að ákveða hvernig þátttöku nemenda sem ekki eru á staðnum á að vera háttað. 

Möguleiki er fyrir kennara að nýta sér streymi og fjarfundi í kennslu. 

Sjá nánar um möguleika fyrir streymi og fjarfundi í kennslu 

Í Setbergi eru vel útbúinn hljóðklefi þar sem kennarar geta bókað tíma til að taka upp kennsluefni, hvort sem það eru kennslumyndböndviðtölhlaðvörp eða annað sem nýtist í kennslu. 

Nánari upplýsingar um upptökuklefann og bókanir

Í Setbergi starfar fagfólk í kvikmyndagerð, rekur þar vel búið myndver, framleiðir myndefni fyrir HÍ og sinnir streymisþjónustu frá stærri viðburðum á vegum HÍ. 

Meðal efnis sem hópurinn framleiðir eru myndbönd sem kynna kjarnastarfsemi HÍ fyrir fræðasvið, deildir og námsleiðir auk rannsóknastofnana skólans.  

Teymið sér einnig um að streyma viðburðum á vegum HÍ, svo sem doktorsvörnum og ráðstefnum.

Að auki rekur teymið fullbúið myndver þar sem til dæmis er hægt er að taka upp erindi fyrir ráðstefnur, edX námskeið og kynningar. 

Nánari upplýsingar um myndverið og bókanir

Umsjónarmenn fasteigna veita þjónustu vegna tölvubúnaðar en þjónusta UTS felst í því að hægt er tilkynna vandamál í síma 525-5550 og fá fyrstu aðstoð. Einnig er hægt að senda beiðnir á netfangið help@hi.is. Ef starfsmenn þjónustunnar ná ekki að leysa vandamálið munu þeir kalla út tæknimann eða umsjónarmann fasteigna sem tekur við afgreiðslu beiðnarinnar.

Þjónusta við tölvubúnað nær til tölvu í kennslustofu og þess hugbúnaðar sem þar er notaður. Einnig er átt við skjávarpa og upptökubúnað.

Canvas

Canvas er námsumsjónarkerfi Háskóla Íslands. Öll námskeið eiga kennsluvef í Canvas og þar eru fjölmargir möguleikar í uppsetningu á námsefni, verkefnaskilum, endurgjöf og umræðum.

Á kennsluvef námskeiðs veitir kennari nemendum aðgang að kennsluáætlun og námsefni námskeiðs, hvort sem það eru skjöl eða upptökur. 

Kennsluvefur er líka samskiptagátt fyrir nemendur og kennara, þar sem hægt er að ræða viðfangsefni námskeiðsins í umræðuþráðum. Nemendur geta skilað fjölbreyttum verkefnum í Canvas, sem heldur þá utan um verkefnaskilin og auðveldar endurgjöf með SpeedGrader verkfærinu. Fjölmörg önnur verkfæri er að finna í Canvas, svo sem matskvarða, jafningjamat, stutt próf (e. quiz), myndbandsendurgjöf og fleira.

Nánari upplýsingar um Canvas við Háskóla Íslands

Hér er að finna námskeiðið Grunnþjálfun í Canvas sem er mjög nýtsamlegt m.a. fyrir nýja kennara. 

Á vefnum kennari.hi.is færðu aðstoð við að finna stafræn kennsluverkfæri við hæfi. 

Einkunnabók Canvas getur haldið utan um einkunnir nemenda í námskeiði og reiknað lokaeinkunn út frá vegnu meðaltali. Við lok námskeiðs er hægt að flytja einkunn úr einkunnabókinni í Uglu þar sem lokaeinkunn er skráð á námsferil nemanda. 

Nánari upplýsingar um Einkunnabók Canvas er að finna hér á Setbergsvefnum og hér í Canvas leiðbeiningum fyrir kennara.

FeedbackFruits býður kennurum á spennandi og öflug verkfæri til þess að virkja nemendur og styðja við námssamfélag þar sem nemendur takast saman á við námsefni og verkefni, hvort sem er í námi sem er alfarið á netinu, kennt á staðnum eða blönduðu námi. 

Með FeedbackFruits er hægt að setja upp vandað jafningjamat, gera nemendum kleift að meta vinnuframlag samnemenda í hópastarfi, setja upp gagnvirk skjöl þar sem nemendur lesa saman, setja spurningar inn í glærukynningar og setja upp Team Based Learning þar sem nemendur sjá strax ávinning af því að læra saman.

Sjá nánar um FeedbackFruits og Canvas hér á Setbergsvefnum og hér í Canvas leiðbeiningum fyrir kennara

Kennari stjórnar aðgangi nemenda að því efni sem hann setur inn. Í fyrsta lagi þarf að birta “Einingar” til þess að það efni sem er innan einingar sé aðgengilegt nemendum. Það er gert með því að smella á hringinn hægra megin í einingunni þannig að hann verði grænn: 

Í öðru lagi þarf að birta það efni sem er sett inn í einingu og það er gert með sama hætti og eining er birt nemendum, smella á gráa hringinn og gera hann grænan

Nánari upplýsingar er að finna í Leiðbeiningum Kennara í Canvas

Athugið að til þess að nemendur sjái tilkynninguna og fái hana í tölvupósti þarf námskeiðið að vera birt. Þið sjáið á forsíðu námskeiðsins hvort það sé birt. 

Á forsíðunni finnur þú hnapp lengst til hægri sem á stendur “Ný tilkynning” og þú smellir á hann. 

Síðan skrifar þú fyrirsögn og efni tilkynningar í þar til gerða glugga og smellið að lokum á “Vista”. 

Tilkynningin birtist þá á forsíðu námskeiðsins og fer í tölvupósti til nemenda.

Nánari upplýsingar er að finna hér í Leiðbeiningum Kennara í Canvas

Til þess að tilkynning berist nemendum þarf námskeiðið að vera birt. Þú sérð á forsíðu námskeiðsins hvort það sé birt. 

Síðan þarftu að senda tilkynninguna aftur út til nemenda með því að afrita þá gömlu og búa til nýja. 

Nemendur fá tilkynningar úr Canvas sendar á @hi.is netfangið sitt og stundum leita þeir að tilkynningum á röngum stað. Í Canvas geta notendur stillt móttöku tilkynninga úr kerfinu og hér má finna leiðbeiningar um það

Það getur líka gerst að kerfið loki á netföng og þá þarf viðkomandi að senda beiðni um að opnað verði aftur fyrir það á help@hi.is

Já, það er hægt!

Leiðbeiningar um það hvernig efni er flutt á mili námskeiða má nálgast hér

Já, það er hægt að sameina kennsluvefi námskeiða í einn. Það fer þannig fram að þú sendir póst á help@hi.is með upplýsingum það hvaða námskeið eiga að hafa sameiginlegan kennslu og hvaða námskeið eigi að vera ráðandi. 

Sameiningin virkar þannig að allir nemendur í sameinuðu námskeiðunum fá aðgang að kennsluvef þess námskeiðs sem er valið ráðandi. 

Námsmat

Í öllu námsmati er mikilvægt að nemandinn fái upplýsingar um það hvernig tókst til og hvað hefði mátt gera betur. Meðal annars er hægt að notast við matskvarða, jafningjamat og umsagnir við endurgjöf.

Nánari upplýsingar um endurgjöf

Leiðsagnarmat, eða leiðsagnarnám eins og það er oft nefnt, hefur verið skilgreint sem námsmat sem er ætlað að leiða til endurgjafar sem er til þess fallin að nemendur geti bætt sig og breytt verkefnum sínum í samræmi við hana og þannig fært nemandann nær markmiði sínu í námi (Nanna Kristín Christiansen, 2021).

Nánari upplýsingar um leiðsagnarmat

Standa má að námsmati með margvíslegum hætti og próf eru hefðbundinn hluti af námsmati. Þar má helst nefna:

 • Staðbundin próf (staðpróf) sem fara fram í húsnæði HÍ eða á viðurkenndum prófstöðum, innanlands eða utan, undir eftirliti prófvarða.
 • Heimapróf eru óstaðbundin og í þeim er ekki eftirlit prófvarða.
 • Munnleg próf geta hvort heldur verið staðbundin eða óstaðbundin yfir net. Í þeim eru alltaf prófdómarar.

Nánari upplýsingar um próf

Inspera er rafrænt prófakerfi HÍ. Það býður upp á mikið öryggi í próftöku, fjölda spurningagerða og einkunnir úr Inspera prófum er hægt að birta í einkunnabók Canvas.

Kennarar geta óskað eftir aðstoð við framkvæmd prófa hjá prófaskrifstofu, hvort sem það er að óska eftir að skrifstofan sjái um að úthluta stofu fyrir staðbundin próf eða tækniaðstoð vegna Inspera. 

Eyðublað fyrir umsókn um aðstoð við framkvæmd prófs

Nánari upplýsingar um rafræn próf

Einkunnabók Canvas getur haldið utan um einkunnir nemenda í námskeiði og reiknað lokaeinkunn út frá vegnu meðaltali. Við lok námskeiðs er hægt að flytja einkunn úr einkunnabókinni í Uglu þar sem lokaeinkunn er skráð á námsferil nemanda. 

Nánari upplýsingar um einkunnabók Canvas

Um Setberg, hús kennslunnar

Starfsfólk skrifstofu kennslusviðs annast ýmis málefni sem varða kennslumál og stjórnsýslu háskólans og vinnur náið með kennslumálanefnd og skrifstofu rektors. Meðal verkefna starfsfólks er umsjón með útgáfu kennsluskrár háskólans og ábyrgð á hæfi og skipun prófdómara. Í samvinnu við rektorsskrifstofu kemur skrifstofa kennslusviðs einnig að útgáfu og endurskoðun á reglum sem háskólaráð hefur sett.

Skrifstofa kennslusviðs er á 1. hæð í Setbergi. Sviðsstjóri er Kristinn Andersen

Netfang: kennslusvid@hi.is

Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að veita starfsfólki og stjórnendum HÍ faglega ráðgjöf við þróun kennsluhátta og vera leiðandi í kennsluþróun háskóla.

Kennslumiðstöð er á 2. hæð í Setbergi. Deildarstjóri er Hólmfríður Árnadóttir

Netfang: kennslumidstod@hi.is

Kennslumiðstöð gefur út Tímarit kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands

Prófstjóri semur próftöflu og annast undirbúning og stjórn almennra prófa, í samráði við stjórnsýslu fræðasviða og deilda og með fulltingi annarra starfsmanna prófaskrifstofu. Umsýsla prófgagna og dreifing þeirra í prófstofur er í höndum prófaskrifstofu, svo og afhending skriflegra úrlausna til kennara. Prófaskrifstofa hefur einnig umsjón með fjarprófum og rafrænu prófhaldi.

Prófaskrifstofa er á 3. hæð í Setbergi. Prófstjóri er Hreinn Pálsson.

Netfang: profstjori@hi.is,  sími 525-5278.

Meginhlutverk deildarinnar er að styðja við og innleiða stafrænar lausnir í kennslu við Háskóla Íslands. Að auki starfar hópur fagfólks í kvikmyndagerð innan deildarinnar.  

Stafræn kennsla og miðlun er staðsett á 1. hæð í Setbergi. Deildarstjóri er Páll Ásgeir Torfason.

Hægt er að bóka tíma í ráðgjöf í stafrænni kennslu hér. Einnig veitir heimasíðan kennari.hi.is góða yfirsýn yfir verkfæri sem í boði eru fyrir stafræna kennslu. 

Matsskrifstofa annast samhæfingu verkefna sem tengjast umsóknum um nám við HÍ og mati á þeim, einkum erlendum umsóknum í grunnnám og framhaldsnám, auk umsókna um undanþágu frá formlegum inntökuskilyrðum í grunnnám.

Auk þess gegnir skrifstofan hlutverki ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu um mat og viðurkenningu náms, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Matsskrifstofa er á 3. hæð í Setbergi. Deildarstjóri er Gísli Fannberg. 

Nánari upplýsingar á vef matsskrifstofunnar. 

Kennsluakademían er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun og bættum kennsluháttum.  Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla, sem og að umbuna þeim kennurum sem skara fram úr í kennslu.

Nánari upplýsingar um kennsluakademíu opinberu háskólanna.

Menntasýn Aurora snýst um að útskrifa nemendur með þá hæfni og færni sem til þarf til að takast á við samfélagslegar áskoranir heimsins. Rauði þráðurinn eru heimsmarkmið SÞ, þverfagleg nálgun, starfshæfni nemenda og alþjóðavæðing náms og kennslu. Til að ná markmiðum sínum hefur Aurora skilgreint kennsluaðferðir og verkfæri fyrir kennara sem vilja tileinka sér nýsköpun í kennslu í anda Aurora.

Menntasýn Aurora og stefna HÍ-26 falla þétt hvor að annarri en í HÍ-26 eru áhersluatriðin einmitt alþjóðatengsl, þverfaglegt starf, nýsköpun og starfshæfni nemenda.

Tengiliður:

Sandra Berg Cepero, verkefnisstjóri kennslumála Aurora sandra@hi.is

Nánari upplýsingar um Aurora 

Að auki er miðstöð framhaldsnáms með aðsetur á 3. hæð í Setbergi. Nánari upplýsingar um stafsemi hennar eru á aðalvef HÍ. 

Sprettur er verkefni á kennslusviði Háskóla Íslands.

Sprettur styður og undirbýr nemendur með innflytjendabakgrunn til háskólanáms.

Markmið Spretts er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar.

Nánari upplýsingar um Sprett

Ritver Háskóla Íslands býður upp á aðstoð við fræðileg skrif fyrir nemendur og starfsfólk frá öllum deildum og sviðum háskólans á bæði íslensku og ensku.

Í Ritveri geta nemendur HÍ pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum.

Nánari upplýsingar um ritver Hí

English

Teachers looking for assistance with course design can contact the Centre for teaching and learning, located on the 2nd floor in Setberg. A good first step would be to send an email to kennslumidstod@hi.is and explain what you need assistance or guidance with. 

Depending on what you need assitance with, somone from the Centre will contact you and set up a meeting with you, if needed. 

Course design includes i.e.:

 • writing learning outcomes for a course
 • deciding the teacing methods
 • planning and organising assessment methods
 • choosing the course content
 • thinking about accessibility

A part of teaching a course is making certain content available in Canvas, the Learning Managment System that we use at the University of Iceland: 

 • course syllabus
 • reading material
 • assignments
 • grades
 • recordings 

The first step for teachers is to read carefully the Canvas instructions and start working on your course. 

When you run into an issue with with Canvas, you can send an email to help@hi.is and our staff will get back to you within 2 working days. 

Teachers have two main options when it comes to recording their teaching, Canvas Studio and Panopto. 

For assistance with recordings, send us a ticket to help@hi.is 

If you are having issues with Panopto in a classroom, you can call 525-5550

Inspera is the official examination tool of the University of Iceland. The Examination office provides assitance in setting up an exam in Inspera and other information about exams. 

For assitance with exams, contact profstjori@hi.is