Upptökuklefar

Í Setbergi eru vel útbúinn hljóðklefi þar sem kennarar geta bókað tíma til að taka upp kennsluefni, hvort sem það eru kennslumyndbönd, viðtöl, hlaðvörp eða annað sem nýtist í kennslu. 

Í Setbergi er upptökuklefi sem kallast Hljóðver sem hægt er að nota til að taka upp fyrirlestra fyrir kennslu ásamt fleiru.

Hljóðver 1 býður upp á: 

  • Hljóðvarp (Podcast)
  • Canvas Studio upptökur
  • Panopto upptökur

Að auki er podcast studio í Setbergi þar sem hægt er að taka upp hlaðvarp með hljóði og mynd sem er hægt að bóka. 

Ekki er mælt með hljóðverunum fyrir upptökur eins og fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Fagfólk í kvikmyndagerð og streymi sér um slíkar upptökur eins og lesa má um á vefsíðu kvikmyndagerðar og streymis.

Image

Hljóðklefar

Ef kennari vill taka upp fyrirlestur í hljóðklefa er mikilvægt hafa undirbúið upptökuna vel. 

  • Glærur og myndefni sem á að nota sé tilbúið og aðgengilegt í skýinu eða á minnislykli.
  • Búið að huga vel að uppbyggingu fyrirlesturs svo hægt sé að brjóta hann niður í styttri upptökur, eða setja efnisyfirlit í upptökuna. 
  • Æfa framsögn til að forðast hikorð og slíkt.

Í Hljóðklefa 1 er fullkomin aðstaða til þess að taka upp hlaðvarpsþætti. Fjórir hljóðnemar eru tilbúnir og þarf lítið að gera nema setja upptökuna af stað.  

Það sem einkennir gott hlaðvarp er að stjórnandi sé með skýra sýn á viðfangsefnið, spyrji opinna spurninga og gefi viðmælendum góðan tíma til að svara og haldi samtalinu gangandi með framhaldsspurningum

Hlaðvarp getur verið hluti af óformlegri fræðslu og umræðu um viðfangsefni vísinda og fræða, hleypa að fleiri sjónarmiðum og tengja námsefnið við samtímann. 

Dæmi um hlaðvarp sem tekið var upp í Setbergi er t.d. Völundarhús utanríkismála þar sem Baldur Þórhallsson ræddi við fjölda fólks um rannsóknir fræðimanna með það að markmiði að koma þeim á framfæri utan akademíunnar. 

 

Aðstoð við gerð hlaðvarpa

Þeir kennarar sem hafa áhuga á að framleiða hlaðvarpsþætti geta óskað eftir aðstoð frá Kennslumiðstöð með því að fylla út eyðublað sem má nálgast hér

 

Hægt er að bóka Hljóðver 1 með því að velja þau eins og fundarherbergi í Outlook. Ef aðstoðar er óskað við upptöku þarf að senda tölvupóst á netfangið help@hi.is