Kennslumyndbönd

Með vönduðum upptökum getur kennari gert ýmiss konar kennsluefni aðgengilegt fyrir nemendur sína. Þær geta verið hluti af fjölbreyttri kennslu, dýpkað yfirferð á námsefni eða verið hluti af vendikennslufyrirkomulagi.

Aðgengi kennara við Háskóla Íslands að hugbúnaði fyrir upptökur er gott.

Panopto og Canvas Studio eru upptökuforrit sem allir hafa aðgang að. Auðvelt er að deila upptökum til nemenda úr þeim í gegnum Canvas.

Panopto er uppsett á flestum tölvum í kennslustofum HÍ og kennarar geta sótt forritið á eigin tölvur.

Canvas Studio er hluti af Canvas og hafa allir notendur HÍ aðgang að því í gegnum kerfið.

Image
Nemendur horfa á upptöku í tölvu

Upptökur á kennslumyndböndum

Þegar taka á upp kennsluefni eða senda út fjarfund er mikilvægt að tryggja að nemendur heyri það sem sagt er. 

Ef kennari notar búnað í kennslustofu og streymir / tekur upp með Panopto, er mikilvægt að mæta tímanlega og prófa búnaðinn áður en kennsla hefst. 

Þegar kennari notar fartölvu eru oftast innbyggður hljóðnemi sem getur dugað vel, en þá þarf að gæta þess að umhverfihljóð trufli ekki. 

Hægt er að nota hljóðnema sem eru innbyggðir í heyrnartól, eða sérstaka USB tengda hljóðnema.

Hvaða hugbúnað eða hljóðnema sem þú notar þarftu að gæta þess að réttur hljóðnemi sé valinn og prófa hann áður en upptaka hefst. 

Það sem þarf að hafa í huga þegar fyrirlestrar eru teknir upp að gera stuttar upptökur. Farðu í gegnum efnið þitt (Powerpoint glærur) eða annað efni og skiptu því upp í minni einingar. Reyndu að búa til upptökur sem eru að hámarki 20 mínútna langar. Betra ef þú getur gert þær styttri, t.d. 5-10 mínútur.

Notaðu lýsandi heiti og tölur til að nemendur viti í hvaða röð þeir eiga að horfa á upptökurnar.

Athugaðu að ef þú ert með 40 mínútna fyrirlestur í staðnámi þá er eðlilegt að sá fyrirlestur taki ekki meira en 20-30 mínútur í upptöku. Rannsóknir á áhorfi nemenda á upptökum á fyrirlestrum sýna að ef upptökurnar eru styttri þá horfa þeir frekar á allan fyrirlesturinn. Þess vegna er betra að hafa upptökurnar fleiri en styttri en hefðbundnir fyrirlestrar eru. Þú ert auk þess ekki með nemendur fyrir framan þig og því eru engar spurningar sem þarf að svara. Það er því eðlilegt að fyrirlestrar í upptökum séu styttri þó þeir nái yfir sama efnisinnihaldið.

Nemendur nota líka oft upptökur oft til að fletta upp í og horfa á ákveðna hluti aftur. Það flýtir því fyrir nemendum ef að fyrirlestrar á upptökum eru um afmarkað efni og nöfnin lýsandi.

Ef taka á upp kennslustund í stofu þar sem hluti nemenda er á staðnum og hluti horfir á netinu eru nokkur atriði sem eru mikilvæg:

  • Kennari þarf að mæta tímanlega í stofu og prófa búnaðinn.
  • Kannaðu hvar hljóðnemi er staðsettur og forðastu að fara langt frá honum, því þá tapast hljóðgæði fyrir þá sem fylgjast með á netinu.
  • Ef nemendur á staðnum spyrja spurninga er mikilvægt að endurtaka þær fyrir þá nemendur sem fylgjast með á netinu og heyra ekki umræður í kennslustofunni.
  • Ef kennari notar töflu til útskýringa með texta og / eða teikningum þarf að ganga úr skugga um að nemendur sem horfa á upptökuna sjái það sem fram fer þar.

Ef kennarar lenda í vandræðum með Panopto í kennslustofum geta þeir hringt í hjálparsíma 525 5550, sem er hjá Upplýsingatæknisviði.

Hvar finn ég leiðbeiningar?

Panopto er upptökuforrit og miðlunarþjónn, https://rec.hi.is, sem hýsir videoupptökur. Upptökunum er hægt að deila til nemenda í gegnum Canvas.

Með Panopto getur kennari tekið upp fyrirlestra og smærri skjáupptökur og kynningar. Panopto er einnig hægt að nota við að streyma útsendingar. Sjá Leiðbeiningar fyrir kennara

Forritið er tiltölulega einfalt í notkun og hægt er að skoða upptökurnar í flestum vöfrum og snjalltækjum.

Panopto upptökuforritið er uppsett á flestum tölvum í kennslustofum Háskóla Íslands. Kennarar sem eru með hi-netfang geta einnig náð í forritið, sett upp á eigin tölvu og tekið upp þar sem þeim hentar.

Panopto upptökuforritið og miðlunarþjónninn Panopto eru aðgengileg frá Canvas. Hægt er að taka fyrirlestur upp með Panopto forritinu inni í Canvas. Sjá leiðbeiningar.

Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands þjónustar Panopto upptökuforritið og Panopto miðlunarþjóninn og hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð vegna forritsins og miðlunarþjónsins í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs eða síma 525 5550.

Canvas Studio er hluti af Canvas kerfinu og hentar til þess að taka upp kennslumyndbönd. Athugið að Canvas Studio getur ekki streymt kennslu, eins og hægt er að gera í Panopto.

Leiðbeiningar um Canvas Studio og deilingu í námskeiðum.

Það er hægt að klippa efni til, setja inn skýringartexta, talblöðrur, hraða og hægja á efni í gegnum klippihluta Studio.

Ítarlegari leiðbeiningar á ensku um Studio.