Kennslumálasjóður 2023
A-leið:
Evaluating and improving the clinical teaching environment
Umsækjandi: Abigail Grover Snook
Meðumsækjandi: Ásta Bryndis Schram
Deild: Læknadeild
Útdráttur: The environment in which a health science student learns to become a professional is very important to student satisfaction and to their growth as a professional. A validated and reliable measurement tool was developed in Sweden. The purpose of this study is to evaluate and suggest improvements to the clinical learning environment of our health science students.
Teaching development in Graph theory via networks science and computers
Umsækjandi: Ádám Dávid Timár
Deild: Raunvísindadeild
Útdráttur: Develop innovative teaching methods for the course Graph theory (STÆ520M), provide students with new, timely material. Connections to the area of real networks are to be added, and the framework for computer implementation of graph theoretic algorithms is to be developed. This will improve the involvement of a group of students who often were left behind in the past.
Teacher support program proposal for teaching staff in the school of humanities at Háskóli Íslands
Umsækjandi: Ásrún Jóhannsdóttir
Meðumsækjandi: Bethany Louise Rogers
Deild: Mála- og menningardeild
Útdráttur: The goals set out by the Strategy of the University of Iceland, HÍ26, have increased teacher training and mentorship amongst the contracted teaching staff at the university. This application is for a support program for all teaching staff in the School of Humanities. Using evidence from a previous needs-assessment survey, this program mentors, educates, and encourages staff at every level.
Upplifun nemenda á umhverfi náms og kennslu við Lyfjafræðideild HÍ
Umsækjandi: Berglind Eva Benediktsdóttir
Meðumsækjandi: Elvar Örn Viktorsson
Deild: Lyfjafræðideild
Útdráttur: Rannsóknin miðar að könnun þátta sem hafa áhrif á upplifun nemenda og kennara af kennslu og námsumhverfi við Lyfjafræðideild HÍ. Eiginlegt mat verður lagt þætti sem hafa áhrif á álag nemenda og kennara, svo sem skipulag námskeiða, magn námsefnis og námsform á borð við lotukennslu. Þessir þættir hafa ekki verið markvisst rannsakaðir áður innan Lyfjafræðideildar. Vísindasiðanefnd háskólanna hefur yfirfarið rannsóknina.
Menningarheimar: Rýni og endurskoðun á kennsluháttum í samtali við nemendur.
Umsækjandi: Davíð Ólafsson
Meðumsækjendur: Alda Björk Valdimarsdóttir og Rannveig Sverrisdóttir
Deild: Íslensku- og menningardeild
Útdráttur: Verkefnið miðar að því að rýna og þróa áfram þverfaglegt skyldunámskeið fyrir nemendur í grunnnámi (BA) í Menningargreinum í Íslensku- og menningardeild sem kennt hefur verið árlega í vel á annan áratug. Stefnt er að því að taka rýnihópaviðtöl við tvo hópa nemenda, annars vegar úr hópi núverandi nemenda hins vegar meðal nemenda lokið menningarheimum fyrr á sínum námsferli.
Þróun nýrra námskeiða um farsæld og réttindi barna
Umsækjandi: Eyrún María Rúnarsdóttir
Meðumsækjandi: Ragný Þóra Guðjohnsen
Deild: Deild menntunar og margbreytileika
Útdráttur: Markmið verkefnisins sem sótt er um styrk til, er að þróa tvö ný námskeið sem lúta að farsæld og réttindum barna. Námskeiðunum er ætlað að fjalla um grunnþætti kjörsviðsins Farsæld og fjölbreytt samfélag og ramma þannig inn áherslur þess. Hvatinn að þessari þróun var annars vegar að fylgja eftir stefnumótun stjórnvalda sem snýr að farsæld barna og samhæfðri þjónustu þeim til handa, sbr. lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna 2021 nr. 86/2021 og hins vegar aukin fjölmenning hér á landi. Námskeiðin falla vel að stefnu Háskóla Íslands (2021), sérstaklega stoðina um sjálfbærni og fjölbreytileika
Listrýni, söfn og menntun
Umsækjandi: Hanna Ólafsdóttir
Meðumsækjandi: Sigurjón B. Hafsteinsson
Deild: Deild faggreinakennslu
Útdráttur: Verkefninu er framhald af verkefni sem hófst 2021 og stutt var af kennslumálasjóð þar sem skapaður hefur verið vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna á milli. Markmið verkefnisins er að styrkja tengsl HI og þá sérstaklega Mvs og safnanna og leitast við að stuðla að víðtækara samstarfi við sambærilegar stofnanir. Markmiðið er að verðandi kennarar öðlist þekkingu á listasöfnum og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir. Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju inn á safni í tengslum við sýningu þar sem bæði börn og fullorðnir eru þátttakendur í skapandi starfi. Einnig er áætlað að útbúa og/eða endurnýja eldri samstarfsamninga við helstu söfn í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Diplómunám í ritlist
Umsækjandi: Huldar Breiðfjörð
Meðumsækjandi: Rúnar Helgi Vignisson
Deild: Íslensku- og menningardeild
Útdráttur: Sótt er um styrk úr Kennslumálasjóði til þess að gera frumathugun á stofnun tveggja diplóma sem tengjast ritlist en ritlist er sem stendur kennd sem aukagrein í grunnnámi og sem framhaldsnám á vegum námsbrautar í íslensku.
Þróun kennsluhátta í mannréttindahluta stjórnskipunarréttar
Umsækjandi: Kári Hólmar Ragnarsson
Deild: Lagadeild
Útdráttur: Verkefnið felst í því að þróa kennslu í mannréttindahluta stjórnskipunarréttar þannig að hlutur hefðbundinnar fyrirlestrarkennslu verði minni en kennslan byggist í staðinn að verulegu leyti á greiningu raunhæfra álitaefna (dóma og verkefna), þ.e. case method með verulegri þátttöku nemenda og að nokkru leyti Sókratesar-aðferð. Kennsluefni verður þróað í formi verkefna og stuðningsefnis með áherslu á megindrætti og aðferðarfræði.
Kennslumyndir um samfélög manna og örvera
Umsækjandi: Valdimar Tr. Hafstein
Meðumsækjendur: Bryndís Eva Birgisdóttir, Viggó Þór Marteinsson og Helga Ögmundardóttir
Deild: Félagsfræði, mannfræði- og þjóðfræðideild
Útdráttur: Kennslumyndaröð í sex þáttum um samlífi manna og örvera sniðin fyrir nýtt námskeið sem kennt er þvert á svið, en einstakir þættir hennar verða nýttir í fleiri námskeiðum við ólíkar deildir. Verkefnið stuðlar að auknu kennslusamstarfi og kennsluþróun milli ólíkra fræðigreina og fræðisviða, aukinni samþættingu kennslu og rannsókna, og aukinni samræðu um sjálfbærni og heilsu þvert á fagsvið og deildarmúra.
B-leið:
Lifandi verklegt nám í líffræði: hagnýt færni, siðfræði og vísindaleg nálgun
Umsækjandi: Arnar Pálsson
Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild
Útdráttur: Endurskipuleggja á verklegar æfingar í líffræði námsbraut með því að efla, 1) vinnubrögð á tilraunastofu og í náttúru, 2) vísindaleg nálgun og úrvinnslu og 3) vægi siðfræðilegra gilda og gagnrýninnar hugsunar. Stuðst verður við rýni nemendahópa, LOUIS ramma um yfirfæranlega færni, og hugmyndir um virkt nám til að undirbúa næstu kynslóð líffræðinga fyrir ófyrirsjáanlegan heim.
Þróun og nútímavæðing verklegra æfinga í efnafræði
Umsækjandi: Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson
Deild: Raunvísindadeild
Útdráttur: Margar verklegu æfinganna í efnafræðinni hafa ekki verið uppfærðar í áratugi og hafa nemendur sumra verklegra námskeiða verið að kalla eftir endurbótum á námsefni og æfingum. Í þessu verkefni verður því unnið að yfirferð, þróun og prófun á nýjum verklegum æfingum og betra stuðningsefni þróað í formi kennslumyndbanda sem fara yfir handtökin fyrir verklegu æfingarnar.
Brottfall og aðstæður háskólanema í Íslensku sem öðru máli
Umsækjandi: Brynja Þorgeirsdóttir
Deild: Íslensku- og menningardeild
Útdráttur: Markmið þessa verkefnis er að kortleggja ástæður þess að nemendur hætta í BA námi í Íslensku sem öðru máli. Um helmings fækkun verður eftir hvert námsár og aðeins um fimmtungur þeirra sem skráir sig í nám á fyrsta ári útskrifast af námsleiðinni. Raunkönnun verður gerð meðal fyrrverandi og núverandi nemenda og niðurstöður nýttar við áframhaldandi þróun námsins, kennsluhátta og þjónustu við nemendur.
Kynjajöfnun og aukinn fjölbreytileiki í kennsluefni í heimspeki
Umsækjandi: Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild
Útdráttur: Um er að ræða umbótaverkefni fyrir námsbraut í heimspeki til að jafna kynjahlutföll höfunda lesefnis í BA-námi og stuðla að fjölbreyttari hópi höfunda. Verkefnisstjóri verður ráðinn til að gera úttekt á námsefni m.t.t. kynjahlutfalls og fjölbreytileika, m.a. með rýnihópaviðtölum og greiningu á kennsluáætlunum og leslistum. Verkefnisstjóri vinnur svo með kennurum námsbrautarinnar að úrbótum í samræmi við niðurstöður úttektarinnar.
Kortlagning kennslufræða í námskrám Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
Umsækjandi: Guðrún Geirsdóttir
Deild: Deild kennslu- og menntunarfræði
Útdráttur: Kennslufræði eru lykilhugtak og kjarnagrein í námskrá menntunar- og kennarafræða við MVS þó ekki sé til heildstæð sýn yfir skilgreiningar, inntak og útfærslur í einstökum námskeiðum. Í þessu verkefni verða öll námskeið sem snúa að kennslufræði kortlögð með tilliti til inntaks og aðferða í þeim tilgangi að efla sameininglega umræðu og skilning og leita leiða til að samræma námskeið og forðast endurtekningar.
Námsrými og tengslamyndun nýnema
Umsækjandi: Sigurður Örn Stefánsson
Deild: Raunvísindadeild
Útdráttur: Verkefnið gengur út á að skipuleggja opið námsrými fyrir nýnema í Raunvísindadeild undir handleiðslu eldri nemenda. Með því móti er ætlunin að stuðla að tengslamyndun milli nýnema og aðstoða þau við að taka ábyrgð á eigin námi, en hvort tveggja hefur áhrif á það hvort nemendur haldast í námi.
Hermikennsla í sjúkraþjálfun
Umsækjandi: Steinunn A. Ólafsdóttir
Deild: Læknadeild
Útdráttur: Sótt er um styrk fyrir tveimur verkefnum sem fela í sér hermikennslu og þróun kennsluhátta innan Námsbrautar í sjúkraþjálfun. Fyrra verkefnin felur í sér að ráða inn fólk (leikara) til að taka þátt í hermikennslu í ýmsum námskeiðum innan námsbrautarinnar og hið síðara að kaupa aðgang að PHYSIO-U fyrir 2.-4. árs nemendur í sjúkraþjálfun til notkunar í eitt ár.
Tilraun um munnlegt lokapróf í námskeiði í BA námi í lögfræði
Umsækjandi: Trausti Fannar Valsson
Deild: Lagadeild
Útdráttur: Haldið verður munnlegt lokapróf í námskeiðinu Samningaréttur í BA námi í lögfræði í stað skriflegra lokaprófa. Fram fer tölfræðileg úttekt á frammistöðu nemenda og hún borin saman við fyrri ár í sömu námsgrein, annað námsmat í sama námskeiði og önnur námskeið innan deildar. Markmið er fjölbreyttara námsmat, gæði og hæfniviðmið námsleiðar og þróun aðferða til að mæta áhrifum gervigreindar á nám og námsmat.