Kennslumálasjóður 2017

Kennslumyndband fyrir lengra komna nemendur með íslensku sem annað mál

Umsækjandi: Guðrún Theodórsdóttir
Meðumsækjandi: Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, stundakennari í íslensku sem öðru máli og verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins. Jón Karl Helgason prófessor í íslensku sem öðru máli, Dr Niina Susan Lilja, FI-33014 Tampereen yliopisto (háskólinn í Tampere Finnlandi)
Deild: Íslensku- og menningardeild

Lýsing: Sótt er um styrk til framleiðslu á kennslumyndbandi fyrir nýstárlegt kennsluefni í íslensku sem öðru máli fyrir lengra komna annarsmálsnemendur, í samskiptum á íslensku. Kennslumyndbandið byggir á nýjustu rannsóknum á því hvernig tungumál lærast og útskýrir kennsluaðferð og verkefni fyrir lengra komna annarsmálsnemendur og markar nýtt verklag í deildinni.

 

Miðlun loftslagsvandans

Umsækjandi: Guðni Elísson
Meðumsækjandi: Háskólasetur Vestfjarða, Veðurstofa Íslands, Raunvísindastofnun
Deild: Íslensku- og menningardeild

Lýsing: Earth101 er ætlað að einfalda miðlun loftslagsvandans með því að leiða saman fremstu vísindamenn á sviði loftslagsrannsókna, sérfræðinga í frásagnarfræðum og hugrænni sálfræði, lykilumhverfisblaðamenn á stærstu dagblöðum vestanhafs og í Evrópu, vísindabloggara á sviðinu og hóp kvikmyndagerðarfólks. Fyrirlestrarnir eru teknir upp á fjórar hágæðamyndavélar, klipptir saman með meðfylgjandi glærum og loks gerðir aðgengilegir á vefsvæði Earth101 og á YouTube.

 

Framtíðarskipulag í menntun iðngreinakennara: Rýni frá vettvangi

Umsækjandi: Elsa Eiríksdóttir
Deild: Kennaradeild

Lýsing: Markmið verkefnisins er að endurskoða námsleiðina Kennslufræði fyrir iðnmeistara með aðstoð þeirra sem starfa á vettvangi. Farið verður í heimsóknir í framhaldsskóla sem bjóða upp á iðnmenntun, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og skólastjórnendur og iðngreinakennara fengnir til að rýna námið. Rætt verður um innihald námsins, aðferðir og fyrirkomulag með það fyrir sjónum að endurskipuleggja námið til framtíðar.

Lokaskýrsla

 

Þróun nýrra kennsluhátta í námskeiði fyrir hjúkrunarnema um heilbrigðisfræðslu, öryggi og samskipti

Umsækjandi: Brynja Ingadóttir
Meðumsækjandi: Ásta Bryndís Schram
Deild: Hjúkrunarfræðideild

Lýsing: Í nýju námskeiði Hjúkrunarfræðideildar verður nám um fræðslu til skjólstæðinga, samskipti, og öryggi í fyrsta sinn sameinað. Markmiðið er að efla hæfni nemenda til góðra samskipta við skjólstæðinga og samstarfsmenn, færni til að miðla fræðslu og styðja við þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. Þetta kallar á fjölbreyttar kennsluaðferðir, virka þátttöku nemenda og notkun á upplýsingatækni. Í námskeiðinu munum við safna upplýsingum um upplifun nemenda af nýjum kennsluaðferðum.

Lokaskýrsla

 

Samfella markmið, áherslur og skipulag í leiðsögn á BA-lokaverkefnum í Uppeldis- og menntunarfræðideild, Menntavísindasviðs HÍ

Umsækjandi: Brynja Halldórsdóttir
Meðumsækjandi: Þórdís Þórðardóttir, Hrund Þórarinsdóttir, Eva Harðardóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen, Sigrún Tómasdóttir
Deild: Uppeldis- og menntunarfræðideild

Lýsing: Til þess að styrkja deildina vilja umsækjendur þróa matskvarða og bjóða nýjum kennurum og doktorsnemum að taka að sér það verkefni að lesa „blint“ lokaritgerðir til BA prófs í Uppeldis- og menntunarfræðideild. Þetta fólk fengi fjóra til fimm fræðslufundi og handleiðslu um leiðsagnar- og matsferlið.

 

„Kvikstreymi – stafræn þekkingarveita á sviði kennslu og rannsókna í kvikmyndafræði“

Umsækjandi: Björn Þór Vilhjálmsson
Meðumsækjandi: Kjartan Már Ómarsson, Gunnar Tómas Kristófersson, doktorsnemar.
Deild: Íslensku– og menningardeild

Lýsing: Kvikmyndafræðin hefur hafist handa við þróun kennslu– og veffræðaumhverfis sem nefnist „Kvikstreymi – stafræn þekkingarveita á sviði kennslu og rannsókna í kvikmyndafræði“ með það að markmiði að nýta gagnvirkni, hýsingarmöguleika, grafískt umhverfi og aðgengileika sértækra vefsvæða til að styrkja kennsluhætti, umfjöllun um íslenska kvikmyndamenningu og sögu, sem og nemendavirkni í námsgreininni í heild.

Lokaskýrsla 1

Lokaskýrsla 2

 

Vendikennsla og hópamiðað nám í félagsmálfræði

Umsækjandi: Anton Karl Ingason
Deild: Íslensku- og menningardeild

Lýsing: Í verkefninu verður þróuð kennsluaðferð sem stuðlar að farsælli vendikennslu í félagsmálfræði þar sem fundir með nemendum taka mið af hópamiðuðu námi. Þróað verður stuðningsefni sem nýtir Moodle, Socrative og Anki til að veita nemendum sem best námsumhverfi og viðbrögð nemenda verða notuð kerfisbundið til að endurbæta aðferðirnar. Niðurstöður verða kynntar innan deildar og háskólasamfélags.

 

SESI Sustainability education and student initiative

Umsækjandi: Allyson Macdonald
Meðumsækjandi: Hópur kennara og doktornema sem hefur unnið að skipulagi og kennt sjálfbærnimenntun oft tveir saman
Deild: Uppeldis- og menntunarfræðideild

Lýsing: Í SESI verkefni eru tvo meginmarkmið, annars vegar að safna og dreifa námsefni sem hefur verið þróuð nú þegar um sjálfbærnimenntun og standa fyrir stutt SESI-fundur í hádegi hjá litlum hópum þar sem gestir og SESI fullltruar ræða atriði að eigin vali og hins vegar, að nýta enn betur tengsl okkar við sérfræðinga erlendis.

 

Preventing drop-out through online and in-class group cohesion

Umsækjandi: Thamar Melanie Heijstra, lektor.
Meðumsækjandi: Inga Guðrún Kristjánsdóttir, stundakennari.
Deild Stjórnmálafræðideild/ Félags og mannvísindadeild.

Lýsing: The objective of the project, based on Hirschi’s social control theory (1969), is to minimize drop-out during the academic semester by increasing students’ feelings.

 

Radarjarðsjá – stutt námskeið fyrir kennara

Umsækjandi: Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor.
Meðumsækjandi: Ármann Höskuldsson vísindamaður Jarðvísindastofnun.
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild.

Lýsing: Verkefnið miðar að því að bjóða sérfræðingi á sviði jarðsjármælinga hingað til lands í þeim tilgangi að halda stutt námskeið fyrir þá kennara sem hyggjast nýtaradarjarðsjá, sem þegar er í eigu HÍ, við kennslu og rannsóknir.

Lokaskýrsla

 

Netið okkar: Námskeið II um stafræna borgaravitund

Umsækjandi: Sólveig Jakobsdóttir, dósent.
Meðumsækjandi: Menntamiðja (Tryggvi B. Thayer), Ólafur Páll Jónsson prófessor og Ragný Þóra Guðjohnsen Uppeldis- og menntunarfræðideild, Heimili og Skóli/SAFT verkefni (Guðberg K. Jónsson).
Deild: Kennaradeild.

Lýsing: Styrkur fékkst úr Kennslumálasjóði 2016 til að hanna opið netnámskeið (MOOC) um stafræna borgaravitund (digital citizenship). Sótt var um 2 milljónir en 500.000 kr. veittar. Því var ákveðið að hafa skipta námskeiðinu upp í tvennt: Netið mitt á vormisseri 2017 (4 námsþættir) og Netið okkar (4 námsþættir) á haustmisseri 2017. Sótt er um um styrk til að þróa seinna námskeiðið.

 

Reynsla nemenda sem eiga við námsvanda að stríða af námi í Háskóla Íslands

Umsækjandi: Sigrún Harðardóttir, lektor.
Meðumsækjandi dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, stundakennari.
Deild: Félagsráðgjafardeild.

Lýsing: Með auknum fjölbreytileika í hópi nemenda sem sækja nám við HÍ er brýnt að huga að þróun kennsluhátta. Markmið rannsóknarinnar er að fá fram upplifun og reynslunemenda sem eiga í erfiðleikum með nám, s.s. vegna sértækra námserfiðleika eða persónulegra vandamála. Þess er vænst að niðurstöður geti nýst kennurum við að þróa kennsluhætti sem mæta þörfum þessara nemenda og dregið úr brotthvarfi.

Lokaskýrsla

 

Stoðmyndbönd fyrir verklegar æfingar í efnafræði

Umsækjandi: Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður og formaður námsbrautar í efnafræði.
Meðumsækjandi: Sótt er um f.h. námsbrautar í efnafræði.
Deild: Raunvísindadeild.

Lýsing: Verklegar æfingar eru órjúfanlegur hluti af kennslu í efnafræði og mikilvægt að nemendur læri rétt handtök við meðferð og umgangefna, glervöru og tækjabúnaðar. Verkefninu er ætlað að vera tól til að hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir framkvæmd verklegra æfinga í efnafræði. Stoðfyrirlestur sem hluti af verklegu námskeiði er mjög gagnlegur, en mynd segir oft meira en þúsund orð. Vandað myndband aðgengilegt fyrir nemendur þegar þeim hentar getur jafnvel komið að einhverju leyti í staðinn fyrir stoðfyrirlestur.

 

Annual seismic design competition: innovation in teaching of structural engineering courses

Umsækjandi: Rajesh Rupakhety, prófessor.
Meðumsækjandi: Guðmundur Örn Sigurðsson.
Deild: Civil and Environmental Engineering.

Lýsing: The main aim of the project is plan and organize seismic design competition among students taking the above mentioned courses to enhance their learning experience. The competition will be held on Háskoladagurinn to attract more students to the study program.

 

The sheep micro-MOOC: a pilot project for developing a Massive Open Online Course (MOOC) at the University of Iceland

Umsækjandi: Isabel Catalán Barrio, rannsóknasérfræðingur.
Meðumsækjandi: Dr. Ingibjörg Svala Jónsdóttir (Professor, Líf-og Umhverfisvisindastofna), Dr. Guðrún Geirsdóttir (head of the Centre of Teaching and Learning), Sigdís Ágústdóttir (Project Manager within the Student Services at the School of Engineering and Natu.)

Lýsing: Massive Open Online Courses (MOOCs) are an innovative educational tool that have the potential to reach out to many students. We propose to develop a pilot MOOC project at the University of Iceland. The sheep micro-MOOC will provide an ecological understanding as well as an overview of the socio-economic, historical and cultural context of sheep grazing in Iceland.

Lokaskýrsla

 

Vinnulag í háskólanámi

Umsækjandi: Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og umsjónarmaður námskeiðsins Vinnulag í háskólanámi (ÞRS117G).
Meðumsækjandi: Sigríður Lára Guðmundsdóttir, formaður námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði, Margrét Ólafsdóttir, námsbrautarstjóri þroskaþjálfafræði, Kolbrún Pálsdóttir, námsbrautarstjóri tómstundafræðideildar, Anna Sigríður Ólafsdóttir, deildarforseti Íþrótta-, tómstunda-og þroskaþjálfadeildar og Ólafur Páll Ólafsson, deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar.

Lýsing: Verkefnið miðar að því að auka samfellu í námi nemenda og hjálpa þeim að tileinka sér vinnulag í háskólanámi. Verkefni sem nemendur vinna í námskeiðinu Vinnulag í háskólanámi á fyrsta misseri munu fylgja þeim áfram í inngangsnámskeið í hverri faggrein. Þetta kallar á samvinnu kennara í vinnulagsnámskeiði og inngangsnámskeiðum við val á viðfangsefnum nemenda, samræmdar kröfur og leiðbeiningar ásamt matskvörðum kennara.

Lokaskýrsla

 

Íslenskt einkunna- og athugasemdakerfi í Turnitin

Umsækjandi: Hanna Óladóttir, aðjúnkt.
Meðumsækjandi: Baldur Sigurðsson, dósent og forseti kennaradeildar, Þórdís Edda Jóhannesdóttir, stundakennari og nýdoktor.
Deild: Kennaradeild.

Lýsing: Íslenskun og staðfærsla á einkunna- og athugasemdakerfi í Turnitin miðað við þarfir kennara á Menntavísinda- og Hugvísindasviði. Viðhengi Vantar

 

Jafningjamat á grunni Belbin

Umsækjandi: Gunnar Óskarsson, lektor.
Deild: Viðskiptafræðideild.

Lýsing: Í kjölfar áherslu á fjölþætt námsmat og breyttra kennsluhátta hefur umfang hópverkefna aukist í fjölmörgum námskeiðum. Í ljósi þessa gegnir jafningjamat mikilvægu hlutverki; það opnar möguleika á einkunnagjöf í samræmi við framlageinstaka hópmeðlima (m.a. sía út svokallaða „laumufarþega“/free-riders). Útfærð hefur verið þróuð afðerð byggð á Belbin prófi í þessu skyni og notuð í 11 námskeiðum með góðum árangri.

 

Verkfærakista leiðbeinandans: Bestu venjur á Félagsvísindasviði

Umsækjandi: Silja Bára Ómarsdóttir.
Deild eða svið: Stjórnmálafræðideild.

Lýsing: Verkefnið felst í öflun og vinnslu gagna um varðandi leiðbeiningu lokaverkefnum á grunn- og framhaldsstigi. Leiðbeining er oft tímafrek vinna og einstaklingsbundin. Margir kennarar hafa útbúið tæki til að auðvelda vinnuna,en þau nýtast námsleiðum og -deildum að takmörkuðu leyti. Verkefnið bætir úr því með því að búa til gagnabanka þar sem góðum ráðum er miðlað til allra á sviðinu.

Lokaskýrsla

 

Aukin gæði í fjarnámi

Umsækjandi: Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Deild eða svið: Félags- og mannvísindadeild.

Lýsing: Í núverandi stefnu Háskóla Íslands er lögð áhersla á aukningu á fjarnámi og umbætur á aðstöðu til kennslu. Með markvissari fjarkennslu má, meðal annars, greiða fyrir samstarf við innlendaog erlenda háskóla, bæta töluvert þjónustu við nemendur og hvetja þá til auknari þátttöku í námi. Námsbraut í þjóðfræði og safnafræði, ásamt fleiri greinum innan Félags- og mannvísindadeildar, hafa á undanförnum árum boðið upp á námskeið þar sem fjarnám er valkvætt. Sum námskeið í safnafræði (sem er þverfaglegt nám) eru alfarið boðið upp á í fjarnámi. Engin sértækur undirbúningur eða samhæfð þróun kennara á námsbrautinni hefur hins vegar átt sér stað í hönnun á þeim námskeiðum s.s. með tilliti til námskeiðsáætlunar, nýtingu stafrænna kennslumöguleika, gerð fyrirlestra, framboð á lesefni eða í verkefnavinnu. Í ljósi reynslunnar, bæði af því að kenna námskeið í fjarnámi og með hliðsjón af fjarnámskennslu við innlenda og erlenda háskóla, er ljóst að huga þarf sérstaklega að því að bæta þjónustuna við nemendur og þar með gæði þeirrar kennslu sem boðið er upp á í fjarnámi.

Verkefnið er þrískipt. Í fyrsta lagi þarfagreining á grundvelli þeirra námskeiða sem nú þegar er boðið upp á og hvernig bæta megi gæði námsins. Hér verður þrennt haft til hliðsjónar: Skýrsla um fjarnám sem unnin var af Dr. Guðrúnu Dröfn Whitehead 2014 um fjarnám. Reynsla kennara í námskeiðunum af kennslu í. Og að síðustu, kennslukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og aðrar óformlegar kannanir sem kennarar námskeiðana hafa gert meðal nemenda. Markmið þarfagreiningarinnar er að rýna í það hvar skóinn kreppir þegar kemur að gæðum námsins, hvernig fjarnámið eins og það hefur verið stundað mætir markmiðsetningum (kennslumarkmið) og meta út frá sjónarhóli nemenda hvar megi bæta þjónustu og þar með ánægju og árangur þeirra í fjarnámi. Í öðru lagi er er ætlunin að læra af reynslu innlendra og erlendra háskóla af námsframboði í fjarnámi. Fundað verður með fulltrúum Háskólans á Akureyri og Menntavísindasviði við Háskóla Íslands, sem hafa langa og farsæla reynslu af kennsluháttum í fjarnámi. Í Bretlandi eru nokkrir háskólar sem reka nám í safnafræði með góðum árangri. Þar fer fremstur háskólinn í Leicester, en í mörg ár hefur safnafræðideildin verið með mjög öflugt framboð í fjarnámi og byggt upp mikla reynslu á því sviði. Ætlunin er að heimsækja þann háskóla og kynna sér uppbyggingu námsins og þær forsendur sem liggja að baki fyrir góðum árangri, bæði tæknilega og kennslufræðilega. Markmiðið með þessum fundum er að meta möguleika og framtíðarhorfur í kennslu með aðferðum fjarnáms, en þar teljum við brýnt að horfa bæði til aðstæðna hér á landi og erlendis. Í þriðja lagi er ætlunin að útbúa og innleiða áætlun um styrkingu fjarnáms fyrir skólaárið 2018-2019. Sú vinna mun miðast við þau námskeið sem boðið er upp á í námsbraut í þjóðfræði og safnafræði, sem og í félags- og mannvísindadeild. Markmiðið er að gerð verði skýrsla sem muni horfa til annars vegar lágmarks forsenda fyrir árangursríkri fjarnámskennslu á framhaldstigi í háskóla og hins vegar að lagt verði fram matslisti til gæðastjórnunar og frekari þróun fjarnáms á þessu stigi háskólanáms.

 

Þróun fjarnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Háskólakennsla á 21. öld

Umsækjandi: Hróbjartur Árnason (útfærir umsókn í nafni deildarforsetanna þriggja).
Deild eða svið: Uppeldis- og menntunarfræðideild, Kennaradeild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild.

Lýsing: Verkefnið snýst um að þróa samspil fjarnáms og staðnáms við Menntavísindasvið. Deildir sviðsins sækja sameiginlega um styrk til þróunarvinnu: Þarfagreiningar, hugmyndavinnu og mótunar nýrra líkana og aðferða við fjarkennslu og fjarnám, þar sem tekið er tillit til áhrifa nýrrar tækni. Markmiðið er að í lok verkefnisins verði til skýr líkön fyrir nám og kennslu á námsleiðum sviðsins.

Lokaskýrsla

 

Innleiðing blandaðs F-náms – fjölbreyttra kennsluhátta – í hjúkrunarfræði

Umsækjandi: Helga Bragadóttir.
Deild eða svið: Hjúkrunarfræðideild.

Lýsing: Verkefnið felur í sér að breyta námsfyrirkomulagi allra námsleiða og þar með allra námskeiða á meistarastigi í hjúkrunarfræði í blandaðra nám. Bandað nám felur í sér staðnám í bland við tölvutengt nám sem getur ýmist verið í rauntíma eða ekki (Garrison og Kanuka, 2004). Rannsóknir benda til jákvæðra áhrifa blandaðs náms með bættum námsárangri og minna brottfalli (López-Pérez o.fl., 2011).

 

Fræðaskrif á ensku: Einstaklingsmiðuð námskeið á framhaldsstigi

Umsækjandi: Guðrún Guðsteinsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir.
Deild eða svið: Deild mála og menninga.

Lýsing: Fræðigreinar og verkefni við Háskóla Íslands eru í auknum mæli rituð á ensku. Stór hluti nemenda og kennara þurfa aðstoð við slík skrif. Verkefnið felst íþróun einstaklingsmiðaðs ákafanámskeiðs á meistarastigi á sviði Hugvísinda þar sem nemendur tileinka sér enskar ritunarhefðir á sínu sérsviði. Þá hefst undirbúningur vefsíðu með úrræðum fyrir aðra innan Háskólans sem stunda fræðaskrif á ensku.

 

Brotthvarf-Tengslanetakönnun

Umsækjandi: Daði Már Kristófersson forseti Félagsvísindasviðs, Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkrfæði- og náttúruvísindasviðs, Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor í Viðskiptafræðideild FVS, Anna Helga Jónsdóttir, aðjunkt við Raunvísindadeild, VON, Magnús Þór Torfason, lektor í Viðskiptafræðideild FVS.
Deild eða svið: Félagsvísindasvið/Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

Lýsing: Brotthvarf nemenda úr námi er mikið áhyggjuefni og brýnt rannsóknarefni. Í rannsókninni sem hér er lýst eru möguleg tengst brotthvarfs og tengslamyndunar nemenda rannsökuð með aðstoð tengslaneta. Með gögnunum sem safnað verður má greina hvort tengslamyndun nemenda sem hverfa frá námi sé með öðrum hætti en þeirra sem ljúka námi auk mögulegra tengsla brotthvars við lýðbreytur og framvindu í námi.

 

Notkun upplýsingatækni í stærðfræðinámi

Umsækjandi: Benedikt Steinar Magnússon.
Deild eða svið: Raunvísindadeild.

Lýsing: Markmið verkefnisins er að auka gæði stærðfræðináms á Verkfræði- og náttúruvísindasviði með notkun upplýsingatækni. Það verður gert með því að búa til myndbönd sem styðja við dæmareikning og hugtakaskilning nemenda ásamtþví sem framsetning kennsluefnis verður samræmd og efnið birt á opnum vef þar sem texta, myndrænni framsetningu á hugtökum, myndböndum og æfingum er tvinnað saman.

Lokaskýrsla

 

Hver er afstaða kennara HVS gagnvart fjölbreytni í kennsluháttum og hvers konar stuðningur er nauðsynlegur til að auka innleiðni þeirra?

Umsækjandi: Ásta Bryndís Schram, lektor og kennsluþróunarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs.
Deild eða svið: Heilbrigðisvísindasvið.

Lýsing: Stöðugt tæknivæddara samfélag kallar á fjölbreyttari kennsluhætti sem auka færni nemenda til að nýta þekkingu sína í störfum sem krefjast nýsköpunar, teymisvinnu og tæknilæsi. Þó hefur gengiðhægt að innleiða fjölbreytni í kennsluháttum víða. Afstaða kennara á HVS gagnvart fjölbreyttum kennsluháttum og þörf á stuðningi til innleiðingar verður skoðuð með spurningalistum og rýnihópum og áætlun gerð til að mæta þörfum.

Lokaskýrsla

 

Handbók um lögfræðirannsóknir og lausn raunhæfra álitaefna

Umsækjandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir.
Deild eða svið: Lagadeild.

Lýsing: Í samræmi við stefnu Háskóla Íslands um framsækna sýn á nám og kennslu leggur lagadeild aukna áherslu á að auka fjölbreytni í kennsluháttum og námsmati. Stefnt er að því að nemendum verðií stórauknum mæli falið að vinna fjölbreytt verkefni og brýn þörf er á aðgengilegu kennsluefni í aðferðarfræði lögfræðirannsókna.