Header Paragraph

Louis vinnustofa_Kees Kouwenaar

Image
Þátttakendur í kennslukaffi

Dagana 31. ágúst og 1. september var Kees Kouwenaar ráðgjafi í alþjóðavæðingu náms og kennslu við Vrije Universiteit (VU) Amsterdam, með tvær tvinnustofur í Setbergi. Kees hefur unnið við alþjóðavæðingu háskólanáms frá 1982 og tók meðal annars þátt í gerð Lissabon-samningsins. Hann tók þátt í stofnun Aurora-samstarfsins 2015 og starfaði þar sem framkvæmdastjóri. Kees hefur haldið áfram að vinna innan bandalagsins og hefur unnið ötult við þróun og innleiðingu Aurora hæfnirammans þar sem LOUIS er ein af þremur stoðum rammans og er nú aftur tekinn tímabundið við sem framkvæmdastjóri Aurora bandalagsins.

Fyrri vinnustofan var fyrir þá sem bera ábyrgð á gæði náms og kennslu og þeim sem koma að endurskoðun námskeiða og námsbrauta: kennslustjóra, kennsluþróunarstjóra, námsbrautaformenn og deildarforseta.
Vinnustofan miðaði að því að útskýra LOUIS sem verkfæri og hvernig hægt er að beita því í skipulagi námsleiða og kennslu. Hvernig hægt er að beita LOUIS við endurskoðun námskeiða, námsbrauta og námskeiðslýsinga. Hvernig LOUIS nýtist til efla almenna hæfni nemenda þvert á fræðigreinar.
Seinni vinnustofan var fyrir kennara og var áherslan á að leiðbeina kennurum hvernig hægt er að nýta LOUIS í kennslu og við endurskoðun námskeiðslýsinga. Einnig var sýnt fram á hvernig almenn hæfniviðmið eru innleidd inn í námskeið og námsbrautir og hvernig LOUIS getur markvisst aukið almenna hæfni nemenda.
Í LOUIS eru sextán hæfniþættir sem velja má úr og flétta inn í lokaviðmið námsleiða til að auðvelda nemendum að ná þeirri almennu hæfni sem lögð er áhersla á í náminu. Önnur dæmi um almenna hæfni eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.

Menntasýn Aurora er að útskrifa nemendur með þá hæfni og hugarfar sem nauðsynlegt er fyrir komandi kynslóðir til að þrífast í síbreytilegum samfélögum og á kvikum vinnumarkaði. Til þess þurfa nemendur ekki einungis að búa yfir faglegri þekkingu heldur einnig almennri og persónulegri hæfni eins og gagnrýnni hugsun og hæfni til að vinna með öðrum. Í viðmiðum um æðri menntun og prófgráður er einnig lögð áhersla á að háskólar útskrifi nemendur með slíka hæfni og ætti hún að vera skilgreind í lokaviðmiðum námsleiða. Það er hins vegar oft erfitt að skilgreina almenna hæfni og þar nýtist LOUIS vel sem verkfæri.

Virkilega vel heppnaðar vinnustofur og frábært að fá Kees til okkar með þessa frábæru fræðslu.