Spunagreind og önnur gervigreindartól eru að umbreyta námsmati og því hvernig við lærum og kennum. Þessi tækni býður upp á áður óþekkt tækifæri í háskólasamfélaginu — en hún vekur líka upp mikilvægar spurningar.

Háskóli Íslands stendur nú frammi fyrir því að endurmeta ýmsa þætti í námi og kennslu. Hvernig tryggjum við að nemendur tileinki sér þekkingu og hæfni á heiðarlegan hátt? Hvernig getum við nýtt spunagreind til að styðja við sköpunargáfu, gagnrýna hugsun og faglega færni? Og hvaða hæfni þurfa nemendur, kennarar og rannsakendur að búa yfir til að nýta gervigreind á ábyrgan og árangursríkan hátt?

Þessi vefur er ætlaður sem leiðarvísir um notkun gervigreindar við HÍ. Hér finnur þú upplýsingar um gervigreindarlæsi, álitamál tengd siðferði og réttindum og hagnýtar leiðbeiningar um hvernig nýta megi tæknina í kennslu og rannsóknum.

 Kennarar eru hvattir til að velta eftirfarandi spurningum fyrir sér:

  • Breytir spunagreind því hvernig ég skipulegg námsmat og verkefni?
  • Hvernig á ég að ræða gervigreind við nemendur?
  • Hvað þarf ég að vita áður en ég prófa nýtt tól?

Með því að leita svara við þessum og fleiri spurningum getur hver og einn fundið leiðir til að takast á við breytt landslag í háskólaumhverfinu og skapa öruggt og framsækið námsumhverfi.

 

Algengar spurningar um spunagreind

Spunagreind er tegund gervigreindar sem er hönnuð til að búa til nýtt efni—texta, myndir, hljóð og fleira. Nafnið kemur af enska orðinu generative, sem vísar til þess að tæknin semji, myndi eða framleiði eitthvað nýtt. Hún vinnur með gríðarlegt magn gagna og lærir að greina mynstur til að geta skapað út frá þeim.​

Þessi tækni er tiltölulega ný en hefur þróast hratt. Verkfæri sem byggja á spunagreind eru nú aðgengileg almenningi og verða fleiri og fjölbreyttari með hverjum degi. Flestir þekkja ChatGPT, en einnig má nefna myndasmiðina eins og Midjourney, tónlistartól eins og Suno, og margs konar forrit sem aðstoða við forritun, skjalavinnslu og tungumálanám.​

Eitt slíkt tól er Microsoft Copilot, sem er aðgengilegt öllum innan Háskóla Íslands Háskóla Íslands í gegnum Microsoft 365/Office 365. Allir starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands geta notað Copilot til aðstoðar við verkefni eins og textagerð, gagnagreiningu og gerð kynninga. Tólið getur aukið afköst og gert vinnuna markvissari og dýpri.

Spunagreindartól er hægt að nota á margvíslegan hátt. Þau geta hjálpað notanandum að:​

  • semja texta eða útdrætti​
  • þróa hugmyndir eða skipuleggja verkefni​
  • búa til myndrænt efni fyrir kennslu eða kynningar​
  • þýða, túlka eða einfalda flókið efni​
  • prófa kóða eða skrifa forrit​

Þessi möguleiki til sköpunar og aðstoðar getur verið öflugur—sérstaklega í námi og kennslu—en hann krefst líka gagnrýninnar hugsunar. Mikilvægt er að skilja hvernig tólin virka, hvað þau geta—og hvað þau geta ekki. Því betur sem við þekkjum möguleika spunagreindar, því betur getum við nýtt hana á ábyrgan og skapandi hátt.​

 

 

​Þó að spunagreind geti virst gáfuð eða jafnvel „mannleg“, er mikilvægt að muna að hún hugsar ekki í neinum raunverulegum skilningi. Tæki eins og ChatGPT vinna með stór líkön sem spá fyrir um hvað kemur næst í texta – byggt á gríðarlegu magni gagna. Þau vita ekki hvað þau eru að segja og skilja ekki efnið á sama hátt og menn gera.

Þar af leiðandi hefur spunagreind enga dómgreind: hún metur hvorki rökvísi, siðferðileg gildi né sannleiksgildi upplýsinga. Þetta getur leitt til svokallaðra „ofsjóna“ (hallucinations), þar sem tækið býr til rangar „staðreyndir“, skáldaðar tilvísanir eða upplýsingar sem virðast sannar, en eru það ekki.

Við getum þó dregið úr þessum áhættuþáttum með eftirfarandi aðferðum:

Skoða alltaf efnið með gagnrýnum augum og sannreyna mikilvægar upplýsingar

Nota skýrar kvaðningar (prompts) og leiðbeiningar sem hjálpa tækinu að skilja tilgang samtalsins

Taka spunagreind sem samstarfsmanni, ekki sem yfirvaldi— hún getur hjálpað til, en á ekki að taka ákvarðanir fyrir okkur

Þetta eru lykilatriði í gervigreindarlæsi, hæfni sem styrkir nemendur, kennara og starfsfólk í að nýta tæknina á ábyrgan og árangursríkan hátt.

Copilot: Gervigreind sem þú hefur þegar aðgang að

Starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands hafa nú aðgang að öflugu gervigreindartóli frá Microsoft – sem kallast Copilot. Þetta er spunagreindartól sem er samþætt í þau forrit og kerfi sem margir nota daglega, eins og Word, Excel, PowerPoint og sjálft Windows-stýrikerfið.

Til að byrja að nota tólið skráir þú þig inn í Microsoft 365 með HÍ-notendanafni og lykilorði. Ef þú notar vafrann Edge geturðu líka prófað Copilot í Bing með því að fara á bing.com og skrá þig inn.

FeedbackFruits: Gervigreind innbyggð í Canvas

Kennarar og nemendur við Háskóla Íslands hafa aðgang að fjölbreyttum gervigreindartólum innan FeedbackFruits, sem er samþætt Canvas-umhverfi skólans. Þessi tól eru hönnuð til að styðja við jafningjamat, sjálfsmat, skrif, endurgjöf og þátttöku í umræðum.

Gervigreindin í FeedbackFruits virkar ekki sjálfstætt heldur sem hluti af þeim verkefnum og verkferlum sem kennarar setja upp – til dæmis í jafningjamati eða ritgerðaskilum. Hvert tól byggir á því að greina innsýn eða veita aðstoð innan ramma þess sem þú hefur þegar sett upp fyrir nemendur.

Hér eru sex gervigreindartól sem standa nemendum og kennurum til boða innan FeedbackFruits (staðan vorið 2025 – en fleiri tól bætast reglulega við):

  • Grading Assistant – aðstoðar við að gefa einkunnir eða meta verkefni út frá fyrirfram skilgreindum matsviðmiðum.

  • Engagement Assistant – veitir innsýn í þátttöku nemenda og virkni í verkefnum.

  • Writing Coach – hjálpar nemendum að bæta ritun, skipulag og framsetningu texta.

  • Feedback Coach – leiðbeinir nemendum um hvernig veita eigi uppbyggilega jafningjaendurgjöf.

  • Discussion Coach – styður við rökfærslu og dýpri umræðu í umræðuverkefnum.

  • Reflection Coach – hjálpar nemendum að skrifa markvissa jálfsígrundun í tengslum við námsefni eða verkefni.

Hvernig virkar þetta í kennslu?

Til að nemendur geti notað gervigreindartólin þurfa kennarar að virkja þau sérstaklega í hverju verkefni.

Flest verkfæri í FeedbackFruits styðja einhvers konar gervigreind – til dæmis Peer Review, Assignment Review, Interactive Document og Interactive Video. Í flestum tilvikum er hægt að bæta sjálfsmati eða endurgjafarþjálfun við sem hluta af verkefninu. Gervigreind er ekki enn aðgengileg í öllum verkfærum, svo sem Quiz, en von er á frekari þróun á næstu misserum.

🔍 Athugið: Gervigreindartólin virka ekki alltaf vel á íslensku. Ef upp koma vandamál með íslenska útgáfu þeirra er ráðlagt að skipta yfir á ensku. FeedbackFruits tryggir að allar upplýsingar séu geymdar á öruggan hátt og engin takmörk eru á geymslutíma eða stærð gagna.

Við sem störfum og leggjum rækt við nám við Háskóla Íslands notum þegar ýmis tól sem byggja á gervigreind, jafn

Árangursrík notkun gervigreindar snýst ekki bara um að slá inn „rétta“ kvaðning. Hún krefst gagnvirks samtals.

A teacher and student talking in the classroom.

Gervigreind er orðin hluti af daglegu námi, rannsóknum og vinnu í háskólasamfélaginu.

Gervigreind getur flýtt fyrir og einfaldað upplýsingaleit í námi og rannsóknum.

Gervigreind í námi – hvernig á að nota hana?

Sem meistara- eða doktorsnemi við Háskóla Íslands vinnur þú undir leiðsögn kennara, en berð jafnframt áby

Árangursrík notkun gervigreindar snýst ekki bara um að slá inn „rétta“ kvaðningu.

Til að tryggja ábyrga notkun gervigreindartækja eins og GPT og Copilot í námi nemenda við Háskóla Íslands ...

Ef þú notar gervigreindartól og ert að vinna með persónugreinanleg gögn (þ.e.

Þegar nemendur treysta of mikið á gervigreind geta ritgerðir orðið yfirborðskenndar og þungar í lestri...

Hvað er gott að gera? Hvað skal varast?

Tól sem byggja á gervigreind – eins og ChatGPT, Copilot og önnur – eru að breyta háskólakennslu með því að opna

Hvað þýðir notkun gervigreindar í námi?

Gervigreindartól bjóða upp á ný tækifæri í kennslu – en líka áskoranir.

Þegar þú notar gervigreind eins og Copilot eða ChatGPT skiptir miklu máli hvernig þú orðar beiðnina...

Ef þú ætlar að ræða gervigreind í kennslu, er best að byrja á kennsluáætluninni.

Gervigreind (AI) er þegar farin að umbreyta atvinnulífi og menntun og kröfurnar sem gerðar eru til þekkin

Háskóli Íslands vinnur enn að því að móta formlegar leiðbeiningar um notkun og tilvísanir í efni frá gervigreindartólum.

Share