Kennslumálasjóður 2021

Samþætting kennsluefnis í stærðfræði

Umsækjandi: Benedikt Steinar Magnússon
Deild:  Raunvísindadeild

Lýsing: Tilgangur verkefnisins er að halda áfram þróun tölvukerfisins Edbook sem býr til rafrænt og gagnvirkt kennsluefni sem geymt er á opnum vef, http://edbook.hi.is. Nánar tiltekið á að að samþætta námsefni fyrir stærðfræðigreiningarnámskeið VoN, tengja það við undirbúningsefni í stærðfræði fyrir nýnema og gera efnið þannig úr garði að auðvelt sé fyrir kennara í öðrum námskeiðum að vísa í það. 

 

Staff Training Program for Flipped Classrooms at the School Of Humanities (Háskóli Íslands)

Umsækjandi: Bethany Rogers
Meðumsækjandi: Matthew James Whelpton og Guðrún Geirsdóttir
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild

Lýsing: A professional development program will train and support staff to use the Flipped Classroom Method (FCM) in the School of Humanities. Staff will design upcoming courses featuring student-led activities, increasing student engagement and teacher satisfaction. The difficult initial implementation process will be tackled as a team, creating teaching peer support networks, and facilitating collaboration among new, sessional, and tenured staff.

Lokaskýrsla

 

Skjámiðlar, skjáfræði og vídeógreinar: Kvikmyndakennsla á tímum skjámenningar

Umsækjandi: Björn Þór Vilhjálmsson
Meðumsækjandi: Gunnar Tómas Kristófersson, Guðrún Elsa Bragadóttir og Nökkvi Jarl Bjarnason
Deild: Íslensku- og menningardeild

Lýsing: Sótt er um styrk til innleiðslu myndmiðlaðra ritgerða (e. videographic essays) í kennslu kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða miðlunaraðferð sem felur í sér tjáningarríka sköpun með ímyndum og hljóðrás, þar sem fræðslu er miðlað í bland við myndefni á hátt sem er sérlega aðgengilegur nemendum. Þessi nálgun myndi endurspegla þá menningarumfjöllun sem hefur orðið miðlæg undanfarin ár.

 

Kennslumyndbönd fyrir inngrip heilbrigðisvísindastétta

Umsækjandi: Elsa Björk Valsdóttir
Meðumsækjandi: Þorsteinn Jónsson
Deild: Læknadeild

Lýsing: Ætlast er til að nemar á HVS læri ýmis inngrip sem síðan eru notuð á sjúklinga. Nú þegar eru ýmis inngrip kennd í færnibúðum þar sem nemar æfa sig á líkönum. Til að gera þá kennslu markvissari þarf að vera hægt að vísa nemum á vönduð myndbönd sem sýna stöðluð handbrögð, á íslensku, til að undirbúa sig fyrir færnibúðir og til að festa betur í minni eftir á og rifja upp.

 

Hópleiðsögn í leiðbeiningu lokaverkefna á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu: tilraunaverkefni.

Umsækjandi: Eva Marín Hlynsdóttir
Deild: Stjórnmálafræðideild

Lýsing: Verkefnið felst í að fylgst er með nemendum sem eru að skrifa meistaraprófsverkefni undir leiðsögn eins kennara í opinberri stjórnsýslu á tímabilinu janúar 2021-júní 2022. Í verkefninu er hópleiðsögn beitt við leiðbeiningu nemenda. Lagt upp með að skapa styðjandi en um leið hvetjandi námsaðstæður með það að markmiði að fjölga þeim nemendum sem ná að klára meistararitgerð á áður skilgreindum tíma.  Verkefnið stendur yfir í fjórar annir og tekin eru viðtöl við þá nemendur sem ljúka við ritgerð að lokinni hverri önn, í lok tímabilsins eru tekin viðtöl við þá nemendur sem  hafa ekki lokið meistararitgerð.

Lokaskýrsla
 

Aðferðir til að efla hugsun í stærðfræðikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi

Umsækjandi: Freyja Hreinsdóttir
Meðumsækjandi: Bjarnheiður Kristinsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og Ingólfur Gíslason
Deild: Deild faggreinakennslu

Lýsing: Árið 2020 kom út bók með tillögum um stærðfræðikennslu sem ætlað er að styðja við hugsandi kennslustofu (e. building thinking classrooms). Þar er skýrt frá grunnhugmyndum og settar fram leiðbeiningar til kennara. Bókin verður þýdd og staðfærð og notuð á námskeiðum á Menntavísindasviði, vettvangsnámi og starfsþróun kennara. Skortur hefur verið á aðgengi að námsefni á íslensku á þessu sviði stærðfræðimenntunar.

Lokaskýrsla

 

Bætt tölfræðinám við Háskóla Íslands

Umsækjandi: Gunnar Stefánsson
Meðumsækjandi: Anna Helga Jónsdóttir
Deild: Raunvísindadeild

Lýsing: Samið verður safn æfinga þar sem nemendur æfa sig í notkun og túlkun tölfræðilegra hugtaka.  Æfingarnar verða settar upp í opna vefkerfinu tutor-web, og aðferðafræði æfinganna byggir á niðurstöðum rannsókna, sem birtar eru á ráðstefnunni INTED 2021.

Lokaskýrsla

 

Listasaga, söfn og menntun

Umsækjandi: Hanna Ólafsdóttir
Meðumsækjandi: Sigurjón B. Hafsteinsson
Deild: Deild faggreinakennslu

Lýsing: Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl milli MVS og safnanna og leitast við að stuðla að víðtækara samstarfi við sambærilegar stofnanir. Markmiðið er að verðandi kennarar öðlast þekkingu á listasöfnum og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.  Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna á milli. Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju inn á safni í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þátttakendur í skapandi starfi. 

Lokaskýrsla
 

Þróun nýrra kennsluhátta í grunnnámi í uppeldis- og menntunarfræði.

Umsækjandi: Hrund Þórarins Ingudóttir
Meðumsækjandi: Pála Margrét Gunnarsdóttir, Lóa Guðrún Gísladóttir, Aldís Garðarsdóttir, Eyrún María Rúnarsdóttir, Annadís Greta Rúdólfsdóttir, Tryggvi Brian Thayer og Áslaug Björk Eggertsdóttir
Deild: Deild menntunar og margbreytileika

Lýsing: Verkefnið snýr að þróun nýrra kennsluhátta í grunnnámi í uppeldis- og menntunarfræði. Markmið þessara kennsluhátta er að stuðla að sjálfstæðum vinnubrögðum, virkri þátttöku og gagnrýnni hugsun nemenda strax frá fyrsta misseri. Áhersla verður á að nemendur tengi fræði og hugtök við persónulega reynslu. Nýmælið er að nota þessa kennsluhætti í stafrænni kennslu í grunnnámi.

 

Lærum APA

Umsækjandi: Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Meðumsækjandi: Guðný Björk Eydal, Sigrún Harðardóttir og Ásta Snorradóttir
Deild: Félagsráðgjafardeild

Lýsing: Sótt er um styrk til að þróa vefforrit fyrir kennslu á APA tilvísanakerfinu fyrir vinnulagsnámskeið á sviði félagsvísinda og til að meta gagnsemi þess í slíkri kennslu. Markmiðið er að forritið stuðli bæði að aukinni skilvirkni í kennslu og að auknu sjálfstæði nemenda í námi.

 

Könnun á rafrænu námsefni, PEIR, um verkjameðferð

Umsækjandi: Sigríður Zoëga
Meðumsækjandi: Brynja Ingadóttir og erlendir samstarfsaðilar: Judy Watt-Watson, prófessor emerita við Háskólann í Toronto; Mike McGillion dósent við McMaster háskólann í Kanada; Leila Lax prófessor við Háskólann í Toronto; Carley Ouellette meistaranemi við McMaster háskólann og Shaunattonie Henry doktorsnemi við McMaster háskólann.
Deild: Hjúkrunarfræðideild

Lýsing:  PEIR rafræna námsefnið um verkjameðferð var þróað við Háskólann í Toronto. Námsefnið er þróað fyrir þverfaglega kennslu um verkjameðferð og hentar nemendum í grunnnámi heilbrigðisvísinda s.s. hjúkrunarfræði, læknisfræði, sjúkraþjálfun og sálfræði. Nemendur horfa á leikin myndbönd og svara stuttum þekkingarprófum, leysa verkefni og meta það sem fram fer í myndböndunum. Nemendur vinna að sínum eigin þekkingarbrunni í gegnum kennsluefnið.

 

Verklegar æfingar í líkamlegri gagnrýninni hugsun

Umsækjandi: Sigríður Þorgeirsdóttir
Meðumsækjandi: Donata Schoeller, gestaprófessor í heimspeki við HÍ
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild

Lýsing: Samantekt og fræðileg skýring verklegra æfinga TECT-námskeiða (Training Embodied Critical Thinking) á vegum Erasmus+ verkefnis sem HÍ leiðir. Þessi samantekt verður verklegur hluti Handbókar um aðferðir líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar sem nú er unnið að.

Lokaskýrsla
 

Toolbox for Science Communication

Umsækjandi: Uta Reichardt
Meðumsækjandi: Hafdís Hanna Ægisdóttir og Renatus Boonekamp
Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Lýsing: This project will establish an online database for HI students, teachers and researchers to provide an easy-to-access toolbox to create captivating written, oral and visual presentations in the scientific realm, for improved in-class teaching, engaging communication within academia and beyond.

 

Málbreytingar í mynd

Umsækjandi: Þórhallur Eyþórsson
Deild: Mála- og menningardeild

Lýsing: Málbreytingar í mynd er tilraun til þess að setja hefðbundið kennsluefni fram á nýstárlegri hátt á formi stuttra þátta eða kennslumyndbanda um afmörkuð efni. Hugmyndin er að taka fyrir valdar málbreytingar og kynna þær fyrir nemendum á myndrænan hátt þar sem möguleikar tækninnar eru nýttir til þess að gera fræðilegar hugmyndir um málbreytingar áþreifanlegri, til dæmis með hröðunarmyndum (e. time-lapse).

Lokaskýrsla
 

Kennslumyndbönd fyrir verklega kennslu og rannsóknanám í lyfjafræði - framhaldsverkefni

Umsækjandi: Elín Soffía Ólafsdóttir
Deild: Lyfjafræðideild

Lýsing: Í verkefninu verða framleidd 50 kennslumyndbönd fyrir notkun tækjabúnaðar og rannsóknarðferðir í lyfjafræði. Verkefnið er framhaldsverkefni af öðru verkefni frá 2019. Myndbönd sem voru unnin í því verkefni hafa þegar breytt kennsluháttum í Lyfjafræðideild og mælst vel fyrir hjá nemendum og kennurum. Verkefnið mun efla þetta nýja kennslufyrirkomulag til muna og koma til móts við vaxandi eftirspurn eftir fleiri myndböndum.

 

Forkröfunámskeið í lífvísindum á ensku

Umsækjandi: Jens G. Hjörleifsson
Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Lýsing: Verkefnið er samstarf nokkurra deilda og Kennslumiðstöðvar og tengist þverfaglegu námi í iðnaðarlíftækni.  Markmiðið er þróun rafrænna námskeiða á ensku í lífefnafræði, erfðafræði og frumulíffræði en nemendur geta nýtt þau til sjálfsnáms með leiðsögn kennara.  Útfærslan mun auka sveigjanleika og möguleika á fjarnámi, nýta rafræna kennsluhætti auk þess að leysa vanda erlendra nemenda sem þurfa að taka námskeið á íslensku. 

Lokaskýrsla

 

Uppbygging og innleiðing á fjölbreyttri færni-og hermiþjálfun í gegnum grunnnám í hjúkrun.

Umsækjandi: Marianne Elisabeth Klinke
Deild: Hjúkrunarfræðideild

Lýsing: Simulations are important because they allow students to train practical skills within a safe environment. In our simulation center, we have surroundings that allows execution of high-quality simulations, but we still need to make optimally use of existing resources. In this project, we aim to enhance the quality of teaching by developing educational material required simulation-training of basic nursing skills and clinical decision-making.

 

Einstaklingsmiðuð tungumálakennsla - Ákafanámskeið erlendis

Umsækjandi: Oddný G. Sverrisdóttir
Deild: Mála- og menningardeild

Lýsing:Þróa frekar einstaklingsmiðaða tungumálakennslu í blönduðum fjar- og staðnámskeiðum með aðstoð CANVAS og ákafanámskeið í samstarfi við erlenda háskóla

 

Frá umsókn til útskriftar -  Greining á ferlum nemenda við Háskóla Íslands.

Umsækjandi: Stefán Hrafn Jónsson
Deild: Félagsfræði, mannfræði- og þjóðfræðideild

Lýsing:  Tima-atburðagreining á námsferli nemenda frá árinu 2008-2020 er framkvæmd til að dýpka sýn á námsframvindu og brotthvarfi nemenda. Greinigin mun styðja við skipulag og framþróun kennslu t.d. með því að draga fram mögulega þröskuldsnámskeið. Niðurstöður munu nýtast til að efla upplýsingagjöf til nemenda, skerpa á lýsingu á námskröfum og skipulagi náms. Niðurstöður gefa kost á að skyggnast inn í mögulega ytri áhrifaþætti á námsframvindu.