Kennslumálasjóður 2020

Supporting sessional teachers

Umsækjandi: Abigail Grover Snook
Deild: Læknadeild

Lýsing: Increasing the support of sessional teachers is a goal of the University of Iceland. Recent studies investigating the teaching and support needs of sessional teachers have identified interventions that could be implemented to increase the support of sessional teachers. This project would involve the development of these interventions for sessionals and testing their effectiveness in increasing support and improving teaching. 

Lokaskýrsla

 

Notkun gagna úr Canvas til að bæta nám og kennslu við Háskóla Íslands

Umsækjandi: Anna Helga Jónsdóttir
Meðumsækjandi: Magnús Þór Torfason, Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Kennslusvið HÍ (tengiliður: Páll Ásgeir Torfason), Upplýsingatæknisvið HÍ (tengiliður: Guðmundur Kjærnested).
Deild: Raunvísindadeild

Lýsing: Háskóli Íslands mun hefja notkun á Canvas námsumsjónarkerfinu nk. haust. Mikið magn af gögnum safnast saman þegar nemendur fara að nota kerfið og er markmið þessa verkefnis að gera rannsakendum og öðru starfsfólki Háskóla Íslands kleift að nota þessi gögn til að bæta nám og kennslu við skólann.

 

Kennslumyndbönd um bókmenntir og grunnþætti

Umsækjandi: Arngrímur Vídalín
Meðumsækjandi: Ármann Hákon Gunnarsson
Deild: Deild faggreinakennslu

Lýsing: Markmið verkefnisins er að breikka sýn námskeiðsins á einstaka grunnþætti menntunar og tengsl þeirra við bókmenntakennslu, með því að taka stutt viðtöl við rithöfunda skáldverka sem til umfjöllunar eru í námskeiðinu og fræðimenn sem eru sérfróðir um það. Þannig fá nemendur sjónarhorn annarra auk kennara, sett fram á aðgengilegan og nýstárlegan hátt.

 

Innleiðing virkra kennsluhátta í námskeiðinu Líftæknilyfjum

Umsækjandi: Berglind Eva Benediktsdóttir
Deild: Lyfjafræðideild

Lýsing: Námskeiðið Líftæknilyf er frekar nýtt námskeið innan Lyfjafræðideildar (2017) en því var komið á fót til að mæta kröfum samtímans varðandi ný lyf sem mörg hver eru líftæknilyf. Námskeiðið hefur alltaf verið kennt í samstarf við líftæknilyfjaiðnaðinn. Virkar kennsluaðferðir voru ekki hafðar að leiðarljósi við mótun námskeiðsins en nú er tækifæri til að efla gæði námsins enn frekar með því að koma með vendikennslu þar sem nemendur fá kynningu á undirstöðuatriðum í fjarkennslu en lagt er áherslu á úrlausn krefjandi verkefna í snertitímum. Með þessu fæst virkt nám nemenda og dýpri skilningur á efninu sem mun fylgja nemendum áfram út í atvinnulífið.

Lokaskýrsla

 

Laboratory course in Computer Science

Umsækjandi: Esa Olavi Hyytiä
Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Lýsing: This laboratory course is a project-oriented course where students can apply cross-disciplinary skills when working with a computer system comprising several small devices that communicate over wireless channels (cf. Ubicomp). This course bridges different (often theoretical) courses together and makes the discipline more tangible.

Lokaskýrsla

 

Earth101. Fræðsla til framtíðar.

Umsækjandi: Guðni Elísson
Deild: Íslensku- og menningardeild

Lýsing: Earth101 – fræðsla til framtíðar er alþjóðlegur loftslagsvefur sem kynnir niðurstöður vísindamanna en má einnig nota sem kennslutæki. Verkefnið byggir á samnefndum loftslagsvef prófessors Guðna Elíssonar sem stofnaður var 2013 sem verður nú íslenskaður og sniðinn að fræðilegum þörfum íslenskra kennara og nemenda. Vefurinn kynnir rannsóknir frá fremstu loftslagsvísindamönnum heims en árleg ráðstefna Earth101 verður haldin í haust.

Lokaskýrsla

 

Að vera í takt við tímann... Snjalltækni í skapandi námi

Umsækjandi: Hanna Ólafsdóttir
Deild: Deild faggreinakennslu

Lýsing:  Óskað er eftir styrk til að skoða notkunarmöguleikar og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi. Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðbundnar aðferðir. Verkefninu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.

Lokaskýrsla

 

Samþætting leiklistar og samfélagsgreina – merkingarsköpun í kennaranámi fyrir 21. öldina

Umsækjandi: Íris Ellenberger
Meðumsækjandi: Rannveig Björk Þorkelsdóttir
Deild: Deild faggreinakennslu

Lýsing: Verkefnið felur í sér þróun á vinnulagi og verkferlum við að samkenna námskeið þvert á námsbrautir í Deild faggreinakennslu. Kennaranemar fái strax í kennaranámi reynslu við að samþætta kennslu í ólíkum greinum, líkt og krafist er af þeim í starfi. Niðurstöðum verkefnisins verður miðlað til annarra kennara við Deild faggreinakennslu og gerir þannig öðrum kleift að taka upp slíka kennsluhætti.

Lokaskýrsla 

 

Upplýsingafræði og stafræn framtíð 

Umsækjandi: Ragna Kemp Haraldsdóttir
Meðumsækjandi: Deild rafrænna kennsluhátta
Deild: Félagsfræði, mannfræði- og þjóðfræðideild

Lýsing: Upplýsingafræðin stendur á ákveðnum krossgötum. Markmiðið með verkefninu er að auka vægi fjarnáms í upplýsingafræði sem tengjast upplýsinga- og skjalastjórn, þekkingar- og gæðastjórnun og lagaumhverfi og upplýsingaöryggi. Tilgangurinn er í anda greinarinnar; að vinna að stöðugum umbótum svo upplýsingafræðin geti áfram verið drifkraftur nýrrar þekkingar og undirstaða framfara Háskólans í samfélagi og atvinnulífi í samræmi við stefnu Háskóla Íslands 2016-2021.

Lokaskýrsla

 

Leiksmiðjan - sköpun í stafrænum heimi

Umsækjandi: Rannveig Björk Þorkelsdóttir
Deild: Deild faggreinakennslu

Lýsing: Sótt er um styrk til kennslu- og veffræðaumhverfi á sviði kennslu og rannsókna í leiklist. Leikumaflist.is er ætlað að koma til móts við kennsluhætti á 21. öldinni. Í síbreytilegu samfélagi reynir á margvíslega hæfni nemenda á sviði sköpunar og tækninotkunar og í gegnum  vefinn fá nemendur þjálfun í  notkun tækja- og tæknibúnaðar í stuttmynda- og kvikmyndagerð, útvarpsleikhúsi  og samfélagsmiðlun.

Lokaskýrsla 

 

Verkefnabók með örsagnasafninu Árstíðir 

Umsækjandi: Sigríður D. Þorvaldsdóttir
Meðumsækjandi: María Anna Garðarsdóttir og Karítas Hrundar Pálsdóttir
Deild: Íslensku- og menningardeild

Lýsing: Verkefnabók með örsagnasafninu Árstíðir – sögur á einföldu máli eftir Karítas Hrundar Pálsdóttur styður við lestur og kennslu bókmenntatexta á einföldu máli fyrir þá sem læra íslensku sem annað mál. Verkefnin verða fjölbreytt og munu reyna á ólíka færniþætti; Þau verða flokkuð eftir getustigi og sett fram á aðgengilegan hátt. Verkefnin stuðla að auknu læsi á íslenskt mál og íslenska menningu.

Lokaskýrsla 

 

Teaching methods for Disaster Research Education

Umsækjandi: Uta Reichardt
Meðumsækjandi: Guðmundur Freyr Úlfarsson and Guðrún Pétursdóttir
Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Lýsing:This project investigates and develops new concepts for disaster research education by drawing from the fields of earth sciences, environmental studies, sociology, health sciences, psychology and cultural studies. The project aims to develop guidelines for improved teaching of disaster response methods in the aftermath of an extreme event. It links psychological first aid, communication, media, spirituality and most importantly art and design in coping with hardship, tragedies and trauma.

 

Nýir kennsluhættir í hagfræðikennslu

Umsækjandi: Þórhildur Hansd. Jetzek
Meðumsækjandi: Birgir Þór Runólfsson
Deild: Hagfræðideild

Lýsing: Verkefnið Nýir kennsluhættir í hagfræðikennslu gengur út á að nýta upplýsingatækni í  hagfræðikennslu til að skapa svigrúm á meiri umræðu og þátttöku nemenda í kennslustundum. Þetta verður gert með að þróa gagnvirkt stafrænt stuðningsefni og gefa kennurum möguleika á að taka upp (í kennslustund eða utan) efni þar sem hann teiknar skýringarmyndir og skrifar formúlur fríhendis en þó á stafrænu formi.

 

Þróun nemendamiðaðra kennsluhátta og hæfni útskrifaðra nemenda til að takast á við siðferðileg álitaefni í lýðræðislegu samfélagi. 

Umsækjandi: Þröstur Olaf Sigurjónsson
Meðumsækjandi: Róbert H. Haraldsson
Deild: Viðskiptafræðideild

Lýsing  Háskólum er legið á hálsi fyrir að hafa mistekist að búa nemendur undir siðferðileg álitaefni  í atvinnulífi. Þessi gagnrýni hefur ekki síst beinst að nemendum í viðskiptafræði sem margir veljast í  stjórnendahlutverk  og þurfa að glíma við siðferðileg álitaefni. Reynt er á ólíka nemendamiðaða kennsluhætti námskeiðs á sviði viðskiptasiðfræði með ritun dæmisagna og eflingu tengsla HÍ við atvinnulífið með vettvangsnámi. 

 

Áherslubreytingar í kennslu tungumála þvert á námsgreinar 

Umsækjandi: Birna Arnbjörnsdóttir
Deild: Mála- og menningardeild

Lýsing: Breytt umhverfi tungumálakennslu vegna fækkunar nýnema í hefðbundnu tungumálanámi og lakari undirbúnings vegna styttingar framhaldsskólans kallar á umfangsmikla kennsluþróun í Mála- og menningardeild þvert á námsgreinar.  Þróunin felst í áherslubreytingum sem lúta að fagtengdu tungumálanámi, eflingu fjarnáms og upplýsingatækni, þróun málþjálfunarnámskeiða erlendis og eflingu nemendamiðaðs náms.

Lokaskýrsla 

 

Gerð efnafræði áfanga með áherslu á heilbrigðisvísindi

Umsækjandi: Björn Viðar Aðalbjörnsson
Deild: Matvæla- og næringarfræðideild

Lýsing: Tveir Efnafræði áfangar verða búnir til, með áherslu á heilbrigðisvísindi, fyrir fyrsta árs nema. Auk námsefnis verða dæmi og verklegar æfingar búnar til. Verkefnið er hluti lokaverkefnis umsækjenda í diplómanámi í kennslufræðum og er gert til að svara athugasemdum í sjálfsmatsskýrslu deildar.  Áfangarnir verða hannaðir í samráði við kennara deildar, núverandi nemendur og kennslumiðstöð.

Lokaskýrsla

 

Þróun og gerð námskeiðs sem styrkir undirstöður nemenda í tölvufærni 

Umsækjandi: Hafsteinn Einarsson
Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Lýsing:  Námskeiðið sameinar undirstöður fyrir mörg námskeið í tölvunarfræði. Það byggir á námskeiði sem var þróað innan MIT og kallast "The missing CS semester". Þ.e.a.s. gagnleg þekking sem flestir tölvunarfræðinemar ættu að hafa á hreinu.

Lokaskýrsla

 

Að færa út landamæri þekkingar: Samstarf um leikskólakennaranám

Umsækjandi: Jónína Vala Kristinsdóttir, Svava Pétursdóttir og Kristín Karlsdóttir
Deild: Deild kennslu- og menntunarfræði

Lýsing: Verkefnið miðar að því að stórefla samstarf háskóla- og leikskólakennara um leiðsögn leikskólakennaranema og þróa samstarfsmódel í leikskólakennaranámi sem byggir á aðkomu hóps gestakennara úr röðum leikskólastjóra. Markmið verkefnisins eru að færa út landamæri þekkingar með markvissu samstarfi háskóla og leikskóla, ýta undir þróun kennsluhátta, móta nýtt verklag, leysa úr læðingi nýja þekkingu og þróa kennslumenningu í kennaranámi sem verður öðrum til eftirbreytni.

 

Samstarf kennara og nemenda um aukin gæði náms og kennslu. Hvernig námsmati köllum við eftir og hvernig er það nýtt?

Umsækjandi: Ragný Þóra Guðjohnsen
Deild: Deild menntunar og margbreytileika

Lýsing: Markmið rannsóknarverkefnisins er að skoða mat á gæðum náms og kennslu á MVS og leita hugmynda nemenda, kennara og stjórnsýslu um fjölbreyttari leiðir í því efni. Leiðarljós verkefnisins er að fylgja eftir stefnumótun HÍ um gæði náms og kennslu og stuðla að því að námsmat verði öflugur áttaviti sem vísar veginn að farsælum og fjölbreyttum lausnum í kennsluþróun samtímans.

Lokaskýrsla

 

Helgun nemenda, endurgjöf og upplýsingatækni

Umsækjandi: Sigdís Ágústsdóttir
Deild: F.h. Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Lýsing: Markmið verkefnisins er að leita leiða til að auka helgun nemenda í stórum fyrsta árs námskeiðum og þar með minnka líkur á brottfalli þeirra innan fjögurra deilda á VoN. Þetta verður gert með þróun kennsluhátta, m.a. með því að taka til skoðunar tilhögun námsmats í þremur mjög fjölmennum námskeiðum sem kennd eru samhliða í nokkrum námsleiðum innan RVD, IVT, RTV og UBV. Hugað verður sérstaklega að því hvernig koma má til móts við þarfir stakra nemendahópa eftir námsleiðum, hvernig efla má endurgjöf til nemenda, hvernig nýta má rafrænt námsumsjónarkerfi og aðra upplýsingatækni til endurgjafar, og hvernig námsmat innan þessara þriggja námskeiða samræmist með hliðsjón af dreifingu vinnuálags nemenda. Byggt verður að hluta til á reynslu sem fékkst við endurskipulagningu eins þessara námskeiða á haustmisseri 2019.