Helstu styrkir í boði Helstu styrkir í boði

Hlutverk Kennslumálasjóðs Háskóla Íslands er að stuðla að nýmælum í kennsluháttum og endurbótum á kennslu við háskólann. Kennslumálanefnd auglýsir eftir styrkumsóknum einu sinni á ári.

Sjá upplýsingar um umsóknarfrest og vinnureglur á Uglunni.

 

Fyrri úthlutanir úr Kennslumálasjóði:

2019-2023 auglýsti kennslumálanefnd háskólaráðs einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki til kennsluþróunar í formi kennsluafsláttar og má finna lista um úthlutanir á þessu tímabili hér neðar. Árið 2024 var tekið upp nýtt fyrirkomulag en nú geta deildir sótt um kennsluafslátt fyrir þá kennara í 50-100% starfi sem lokið hafa námskeiðinu STM105F Inngangur að háskólakennslu. Nánar um fyrirkomulagið og umsóknareyðublað má finna hér á Uglunni.

Fyrri úthlutanir:

Sjá úthlutun 2023
Sjá úthlutun 2022
Sjá úthlutun 2021
Sjá úthlutun 2020
Sjá úthlutun 2019

Sáttmálasjóður er rannsóknatengdur sjóður fyrir akademíska starfsmenn. Hann veitir ferðastyrki til fastra kennara í fullu starfi, auk vísindamanna, fræðimanna og sérfræðinga. Almennir starfsmenn geta sótt um annaðhvert ár.

Sjá nánari upplýsingar um úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð á Uglunni

 

Alþjóðasvið kallar eftir umsóknum um Erasmus+ styrki til kennara- og starfsmannaskipta. Um er að ræða ferða- og dvalarstyrki og skal dvölin vara í tvo til sextíu daga.

Upplýsingar um umsóknarfrest er að finna hjá alþjóðasviði

 

 

Félagsmenn hinna ýmsu kjarafélaga eiga þess kost að sækja í starfsmenntunarsjóði félaganna vegna endurmenntunar, námskeiða, ráðstefna , námsstefna og margt fleira.

Mismunandi reglur gilda fyrir þessa sjóði og best er að kynna sér reglur og umsóknarferli á heimasíðu stéttarfélaganna.

Hér má sem dæmi nefna starfsmenntunarsjóð BHM og starfsmenntunarsjóð SFR.

 

Share