Kennslumálasjóður 2022

A-leið:

 

Kennsluefni í sjálfvirkri nafnaeinræðingu (máltækni)

Umsækjandi: Anton Karl Ingason

Meðumsækjandi: Steinunn Rut Friðriksdóttir

Deild: Íslensku- og menningardeild

Útdráttur: Þróun námsgagna fyrir nýtt námskeið í máltækni. Nafnaeinræðing er grundvöllur fyrir smíði leitarvéla, spjallmenna og annarrar tækni sem reiðir sig á merkingarfræðilega uppflettingu gagna. Tæknin getur þannig ráðið út frá samhengi um hvern ræðir þar sem mörg koma til greina (er Jón Sigurðsson tónlistarmaður, sjálfstæðishetja eða fyrrum seðlabankastjóri?). Námsefnið verður gefið út í formi vefsíðu og uppfært reglulega.

Lokaskýrsla

 

Needs Assessment Proposal for Teaching Staff in the School of Humanities at Háskóli Íslands

Umsækjandi: Ásrún Jóhannsdóttir

Meðumsækjandi: Bethany Louise Rogers

Deild: Mála- og menningardeild

Útdráttur: This project will implement a needs assessment for instructors at all levels in the School of Humanities. Results will reveal the training and mentoring needs of full-time and part-time instructors. This collaborative project will assess teachers' comfort level with current pedagogy and technology at UI. Consequently, future support programs at UI will be more targeted and useful to staff.

Lokaskýrsla

 

Myndbönd í stærðfræðigreiningu fyrir Edbook

Umsækjandi: Benedikt Steinar Magnússon

Deild: Raunvísindadeild

Útdráttur: Tilgangur verkefnisins er að gera myndbönd sem útskýra grundvallaratriði í námskeiðunum Stærðfræðigreining I og Stærðfræðigreining II. Það er klár eftirspurn frá nemendum eftir slíkum myndböndum. Svona myndbönd tryggja jafnt aðgangi að námsefni og stuðla að jafnrétti til náms

Lokaskýrsla

 

Þróun fjarkennslu og hagnýting nýrrar tækni við kennslu landfræðilegra upplýsingakerfa

Umsækjandi: Guðmundur Freyr Úlfarsson

Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Útdráttur: Þróun kennsluhátta og námsmats fyrir fjarnám og innleiðing nýjustu tækni fyrir kennslu og nám í landfræðilegum upplýsingakerfum við HÍ.

Lokaskýrsla

 

Bætt tölfræðinám við Háskóla Íslands

Umsækjandi: Gunnar Stefánsson

Meðumsækjandi: Anna Helga Jónsdóttir

Deild: Raunvísindadeild

Útdráttur: Æfingasafnakerfið tutor-web leyfir nemendum að æfa sig, m.a. í tölfræðihugtökum.
Bætt verður í söfn æfinga frá 2021, þar sem nemendur æfa sig í notkun og túlkun tölfræðilegra hugtaka. Æfingarnar eru geymdar í tutor-web, hannaðar með aðferðafræði sem byggir á niðurstöðum rannsókna, sem birtar voru 2021-2.

 

 

Mat á nýjum kennsluháttum í grunnnámi í uppeldis- og menntunarfræði.

Umsækjandi: Hrund Þórarins Ingudóttir 

Meðumsækjendur: Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, Aldís Garðarsdóttir, Pála Margrét Gunnarsdóttir, Lóa Guðrún Gísladóttir, Eyrún María Rúnarsdóttir, Annadís Greta Rúdólfsdóttir, Tryggvi Brian Thayer, Áslaug Björk Eggertsdóttir

Deild: Deild menntunar og margbreytileika

Útdráttur: Hafist hefur verið handa við þróun nýrra stafrænna kennsluhátta í grunnnámi í uppeldis- og menntunarfræði. Markmið þeirra er að stuðla að sjálfstæðum vinnubrögðum, virkri þátttöku og gagnrýnni hugsun nemenda strax frá fyrsta misseri. Mikilvægt er að meta þessa nýju kennsluhætti svo hægt sé að þróa kennsluna í uppeldis- og menntunarfræði enn frekar en einnig svo reynslan geti nýst öðrum deildum háskólans. 

 

 

Fræðsla um sýndarveruleika og þjálfun kennaranema

Umsækjandi: Skúlína Hlíf Kjartansdóttir

Meðumsækjandi: Torfi Hjartarson

Deild: Deild kennslu- og menntunarfræði

Útdráttur: Sýndarveruleiki er samsett tækni sem veitir tækifæri til að sýna og njóta gagnvirkni, sem er líkleg til að stuðla að virku námi. Þetta verkefni vinnur með fræðilegar forsendur og möguleika tækninnar til kennsluþróunar í námi kennaranema, til þjálfunar og kennslu á mismunandi skólastigum. Unnið verður með kennaranemum til að kanna not tækninnar í skólastarfi og að þróun kennsluefnis.

 

 

Human Rights Education: A universal design supporting universal rights.

Umsækjandi: Susan Elizabeth Gollifer

Meðumsækjendur: Laufey Elísabet Löve og Ragný Þóra Guðjohnsen

Deild: Deild menntunar og margbreytileika

Útdráttur: This innovative cross-departmental human rights education course promotes universal learning, supporting UI26 priorities. Materials in different media (written, spoken, visual) will be developed in both Icelandic and English using subtitling and easy read features. Relational pedagogy emphasises interaction, inclusive learning strategies and critical pedagogy to ensure a transformative and cross-cultural learning approach to address social and ecological concerns. 

 

 

Transforming FÉL306G Statistics I into a high-flex course by adding pre-recorded instruction videos

Umsækjandi: Thamar Heijstra

Deild: Félagsfræði, mannfræði- og þjóðfræðideild

Útdráttur: Students numbers in FEL306G Statistics I have tripled since 2018. This calls for a different teaching approach as the student group can no longer be said to be homogenous. The innovativeness of the project lies in taking student-centered learning one step further by introducing Statistics I as high-flex course. Pre-recorded instruction videos are however needed to make this happen.

 

 

Notkun raundæma til nemendamiðaðra kennsluhátta í háskóla og endurmenntunar atvinnulífs

Umsækjandi: Þröstur Olaf Sigurjónsson

Meðumsækjandi: Róbert H Haraldsson

Deild: Viðskiptafræðideild

Útdráttur: Hönnun raundæma til umbreytingar kennsluhátta í námskeiðum. Um ræðir áframhald verkefnis í samstarfi Viðskiptafræðideildar og Sagnfræði- og heimspekideildar árin 2020 – 2021, með stuðningi Kennslumálasjóðs. Lokaskýrslu er skilað. Sótt er um styrk til fjölgunar raundæma og nýtingar til að umbylta kennsluháttum með áhugaverðum hætti. Nemendamiðaðir kennsluhættir í anda stefnu HÍ um þróun kennslufræða er þungamiðja. Viðbrögð nemenda lofa góðu um framhaldið. 

 

B-leið:

Fjarnám í frönsku - 30e diplómanám í frönsku í alþjóðasamskiptum

Umsækjandi: Ásdís Rósa Magnúsdóttir

Deild: Mála- og menningardeild

Útdráttur: Auknar kröfur um framboð á fjarnámi, stytting framhaldsskólans og Stefna HÍ 2021-2026 kalla á þróun nýrra námsleiða í kennslu tungumála. 30e diplómanám í frönsku verður fyrsti áfangi í þróun fjarnáms í greininni. Námið verður sniðið að þörfum fjarnema og þróað í samstarfi við Kennslumiðstöð.

Lokaskýrsla

 

Markviss kennsluþróun og þörf á stoðþjónustu fyrir kennara HÍ

Umsækjandi: Ásta Bryndís Schram

Fræðasvið: Heilbrigðisvísindasvið í samvinnu við Kennslumiðstöð

Útdráttur: Kennsluhættir í HÍ eru í  brennidepli ásamt viðhorfum kennara til ýmissa kennsluþátta og þörf þeirra fyrir fræðslu og stuðning. Áhugi á kennsluþróun, ígrundun og þekkingarleit er forsenda framfara í kennslu. Rannsóknin skoðar með blönduðum aðferðum hvaða þættir ýmist letja eða hvetja kennarann til dáða og hvaða hlutverki meðal annars fagvitund, samfélag kennara og áhugahvöt kennara gegna í því sambandi.

 

Rannsókn á yfirfærslu námsleiðar í opinberri stjórnsýslu úr blandaðri kennslu í hreint fjarnám

Umsækjendur: Eva Marín Hlynsdóttir og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

Deild: Stjórnmálafræðideild

Útdráttur: Verið er að breyta öllum námskeiðum á námsleið í opinberri stjórnsýslu í Stjórnmálafræðideild yfir í fjarnám og hætta með staðnám. Framkvæma á rannsókn á öllum námskeiðum námsleiðarinnar árið 2022. Niðurstöðurnar verða notaðar við mótun vinnulags við hönnun fjarnámskeiða ásamt því að ákvarða hvaða stuðning kennarar þurfa að fá, svo þeir séu betur í stakk búnir að hámarka jákvæða upplifun nemenda í góðu fjarnámi.

 

 

Námssamfélag um leiðsögn: Samstarf innan og utan Menntavísindasviðs um lokaverkefni meistaranema í ört stækkandi framhaldsnámi í tómstunda- og félagsmálafræði.

Umsækjandi: Eygló Rúnarsdóttir

Deild: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda

Útdráttur: Markmið verkefnis er tvíþætt: a) þróun samstarfs námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði, Kennslumiðstöðvar og fræðifólks úr tveimur deildum Menntavísindasviðs um hópleiðsögn í lokaverkefnum meistaranema og b) þróun netverks háskólakennara, nemenda og fagvettvangs um rannsóknarritgerðir framhaldsnema í tómstunda- og félagsmálafræði. Á skömmum tíma hefur nemendafjöldi í framhaldsnámi tómstunda- og félagsmálafræðinnar margfaldast. Fagvettvangurinn er ungur, deiglan hröð en fagmenntaðir sem og doktorsnemar fáir. Með verkefninu er byggð vönduð umgjörð um rannsóknir framhaldsnema í nánu samstarfi námsbrautar og fagvettvangs. Með því eflum við nám og kennslu framhaldsnámsins, rannsóknir á ungum fagvettvangi og eflum framhaldsnemana sem leiðtoga og framtíðar doktorsnema og rannsakendur.

 

 

Heimasíða fyrir nýrða- og íðorðasmíði

Umsækjandi: Hafsteinn Einarsson

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Útdráttur: Afurð verkefnisins verður vefsíða fyrir nýyrða- og íðorðasmíði á íslensku. Á vefsíðunni geta notendur komið með tillögur að nýyrðum og þýðingum á íðorðum. Orðanefndir geta kallað eftir þýðingum á íðorðum. Fyrir tillögu þarf notandinn að leggja til orð/þýðingu ásamt dæmum um notkun í málsgreinum sem notuð verða til að bæta íslensk vélþýðingarlíkön. Orðanefndir geta svo farið yfir tillögur og samþykkt. Gögn verða gerð aðgengileg fyrir þjálfun líkana á sviði vélþýðingar, fyrir vélræna nýyrðasmíði og máltæknilausnir almennt.

 

Góðkennsla

Umsækjandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir

Deild: Viðskiptafræðideild

Útdráttur: Verkefnið miðar að því að fanga jákvæða upplifun af reynslu nemenda af kennslu og koma á framfæri við kennara. Í ljósi þess mikla álags sem verið hefur á nemendum og kennurum undanfarin misseri er sérstaklega mikilvægt að skapa vettvang fyrir jákvæða umfjöllun um nám og kennslu, ekki síst í ljósi þróunar rafrænnar kennslu í kjölfar COVID-19 faraldursins.