Kennslumálasjóður 2024

A-leið:

Lotukennsla í Meistaranámi: Viðhorf og áhrif

Umsækjandi: Jón Arnar Baldurs
Meðumsækjandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir
Deild: Viðskiptafræðideild
Útdráttur: Markmið verkefnisins er að meta árangur og áskoranir af færslu meistaranáms í Viðskiptafræði í lotufyrirkomulag með því að afla upplýsinga um viðhorf nemenda og kennara til lotufyrirkomulagsins.  Framkvæmd verða viðtöl og við nemendur og kennara sem hafa reynslu af hvorutveggja misseris  og lotu fyrirkomulagi. Í framhaldi verður spurningakönnun byggð á niðurstöðum viðtala send út á nemendur og kennara.

 

Kennarar HÍ og Háskólaútáfan í virkum tengslum við atvinnulífið með útgáfu raundæma

Umsækjandi: Þröstur Olaf Sigurjónsson
Deild: Viðskiptafræðideild
Útdráttur: Verkefnið veitir kennurum reynslu af skrifum raundæma (e. Cases), í samvinnu við atvinnulíf. Enn fremur skýrir það farveg fyrir útgáfu raundæma við Háskóla Íslands. Verkefnið styður stefnu Háskólans um samtal og samvinnu við samfélag og atvinnulíf. Jafnframt að nemendur hljóti sem bestu þjálfun í því að takast á við samfélagslegar áskoranir og fjölbreytileg viðfangsefni atvinnulífsins í kjölfar útskriftar.

 

Vendikennsla í Lyflækningafræði

Umsækjandi: Elva Rún Rúnarsdóttir
Meðumsækjendur: Sigrún Sunna Skúladóttir og Arnheiður Sigurðardóttir
Deild: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Útdráttur: Með vendikennslu, tilfella- og lausnaleitarnámi, er leitast við að efla notendamiðaða þjónustu og að vera góður vinnustaður fyrir nemendur og kennara. Um mikilvægt undirstöðunámskeið er að ræða í grunnnámi hjúkrunar þar sem fjallað er um algenga sjúkdóma sem leitt geta til flókinnar hjúkrunar. Með breyttum kennsluháttum má nýta tíma kennara og nemenda og húsnæði Háskólans á hagkvæmari hátt.

 

Online pharmacy simulation to allow students to develop and practice their dispensing skills

Umsækjandi: Freyja Jónsdóttir
Meðumsækjandi: Anna Bryndís Blöndal
Deild: Lyfjafræðideild
Útdráttur: Develop innovative teaching methods using online pharmacy simulation to allow students to develop and practice their dispensing skills for the Community Pharmacy (LYF307G and LYF222F) and Clinical Pharmacy (LYF217F) courses. Training time within the community pharmacy and hospital environment is limited, and this will increase their ability to face their role as pharmacists after graduation.
 

Kennslumyndbönd um bókmenntagreiningu

Umsækjandi: Ásta Kristín Benediktsdóttir
Deild: Íslensku- og menningardeild
Útdráttur: Verkefnið snýst um að útbúa kennslumyndbönd í bókmenntafræði þar sem útskýrð eru á einfaldan og myndrænan hátt helstu hugtök og aðferðir við greiningu á skáldtextum (einkum ljóðum og sögum). Myndböndin eru sérstaklega ætluð til kennslu í námskeiðinu Bókmenntafræði ÍSL111G en geta einnig nýst í öðrum bókmenntanámskeiðum og verða auk þess aðgengileg öllum á netinu.

 

Kennslumyndir í Íslensku sem öðru máli

Umsækjandi: Katelin Marit Parsons
Meðumsækjandi: Védís Ragnheiðardóttir
Deild: Íslensku- og menningardeild
Útdráttur: Markmið verkefnisins er að útbúa kennslumyndaröð og námsefni í diplómanámi í íslensku sem öðru máli. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hlíf Unu Bárudóttur listakonu. Myndefnið og annað kennsluefni mun auka sýnileika margbreytileika lífsins og stuðla að samþættingu jafnréttissjónarmiða í alla kennslu með nýjum mynd- og hljóðheimi sem endurspeglar fjölbreytileika mannlífsins sem og fjölbreyttan nemendahóp námsbrautarinnar.

 

Fýsileikakönnun og stofnun samstarfsnets um útimenntun

Umsækjandi: Jakob Frímann Þorsteinsson
Meðumsækjendur: Gunnar Þór Jóhannesson og Barbara Olga Hild
Deild: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
Útdráttur: The aim is to analyse the feasibility for establishing a Master diploma in Outdoor Studies and Leadership. The project analyses need, identifies and maps out resources and collaborators and prepare a draft curriculum for a programme. The project will initiate and strengthen cooperation between different disciplines, draw on international collaboration, in educational fields across already existing outdoor practices in Iceland.

 

Þróun Háskólamorgna í leikskólakennarafræði

Umsækjandi: Sara Margrét Ólafsdóttir
Meðumsækjandi: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
Deild: Deild kennslu- og menntunarfræði
Útdráttur: Markmið verkefnisins er að fá fram sýn leikskólakennaranema við Menntavísindasvið á þátttöku sína í breyttu fyrirkomulagi í grunnnámi, svokölluðum Háskólamorgnum, og tækifæri sem felast í flutningi sviðsins á Sögu. Tilgangurinn er að nýta reynslu nemenda til þess að þróa kennsluhætti, auka stuðning við þá og draga úr brottfalli. Þeirri þekkingu sem skapast verður auk þess deilt til annara námsleiða.

 

Sjálfvirkni á námsmati í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði

Umsækjandi: Helmut Wolfram Neukirchen
Meðumsækjandi: Ingólfur Hjörleifsson
Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
Útdráttur: The typical assignment cycle of 1 week for solving an assignment and then allowing another week for grading an assignment means that students may have to wait 2 weeks to get feedback on their solution. In the worst case, this leads to unnecessary high drop-out rates as these long feedback cycles mean that student do not realise fast enough where they need to improve in order to master their courses. Also classes with a huge number of students (100 and more) have the problem that certain tedious activities (such as grading assignments or helping students with trivial problems) do not scale well, leaving less time for the teachers and teaching assistant for other activities to support students.
Autograders are a way to address these problems: these are computer programmes that are developed to give students immediate feedback on their submissions. As a side effect, they reduce grading efforts for the teachers and teaching assistants, leaving them more time for supporting students and enabling courses with a 3 digits number of students in the first place.
This project will implement such autograders for three courses that have home in the Computer Science department by hiring students who help to create these autograders.

 

Inngildandi námsefni í tölfræði

Umsækjandi: Sigrún Helga Lund
Meðumsækjendur: Helga Birgisdóttir og Anna Helga Jónsdóttir
Deild: Raunvísindadeild
Útdráttur: Kennslubókin Tölfræði frá grunni er meginnámsefni fjölmargra tölfræðinámskeiða við Háskóla Íslands. Verkefnið snýr að því að gera texta bókarinnar meira inngildandi. Annars vegar með því að gæta þess að efnistök í sýnidæmum séu inngildandi og hins vegar með því að gæta þess að orðaforði texta sé ekki of sértækur, utan íðorða í tölfræði.

 

B-leið:

Dropouts and stopouts: Scaling-up Social Sciences interventions to minimize a loss of academic capital

Umsækjandi: Thamar Heijstra
Fræðasvið: Félagsvísindasvið
Útdráttur: The Social Sciences Teaching Committee proposes an inititative to contact dropouts at the undergraduate level that have less than 30 ECTS left to complete their studies. The aim is to explore whether they can be motivated to finish their studies and become stopouts instead of dropouts. Moreover, writing groups will be established for additional BA/BS thesis writing support.  

 

Endurskipulagning námsleiðanna BS og MS í lyfjafræði

Umsækjandi: Helga Helgadóttir
Deild: Lyfjafræðideild
Útdráttur: Verkefnið miðar að því að endurskipuleggja námsleiðirnar BS og MS í lyfjafræði. Lyfjafræði er fræðigrein sem þróast stöðugt og með tilliti til aukinna þarfa fyrir lyfjafræðinga í mismunandi geirum atvinnulífsins, er nauðsynlegt að innleiða nýja nálgun í menntuninni. Þá hefur samstarf við erlenda háskóla og áhugi nemenda á alþjóðlegri reynslu hvatt til umræðu um alþjóðlega önn í MS náminu.

 

Endurskoðun námskrár með samtali við hagaðila

Umsækjandi: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir
Deild: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Útdráttur: Endurskoðun námskrár í hjúkrunarfræði fer fram reglulega til að námið sé ávallt í takti við þarfir samfélagsins og útskrifaðir séu hæfir hjúkrunarfræðingar. Nú er hafinn undirbúningur að námskrá sem ætti að taka gildi haustið 2025. Endurskoðun er byggð á faglegum viðmiðum og kröfum um hæfni en einnig samtali við hagaðila svo sem kennara, nemendur og hjúkrunarfræðinga.

 

Kennsla samfélagstúlka

Umsækjandi: Gauti Kristmannsson
Deild: Íslensku- og menningardeild
Útdráttur: Verkefnið snýst um að þróa og bæta kennslu fyrir samfélagstúlka á Íslandi, en mikil þörf er orðin fyrir háskólamenntað fólk á þessu sviði.

 

Vísindabrúin: Þróun á þverfaglegri kennslubrú milli Menntavísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Umsækjandi: Edda Elísabet Magnúsdóttir
Deild: Deild faggreinakennslu
Útdráttur: Útskrifuðum nemendum fækkar stöðugt í STEM greinum á landinu og sárleg vöntun er á menntuðum náttúruvísindakennurum í grunnskóla. Vísindabrúnni er ætla að styðja við menntun náttúruvísindakennara við HÍ með þverfaglegu samstarfi í kennslu milli Menntavísindasviðs (MVS) og Verk- og náttúruvísindasviðs (VON), styðja við kennsluþróun og gæði kennslu á báðum sviðum og opna á fjölbreyttara samstarf milli sviðanna í rannsóknum.

 

Stelpur forrita

Umsækjandi: Matthias Book
Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
Útdráttur: Stelpur Forrita is an initiative aimed at addressing the high dropout rates in the Computer Science Department. In a week-long program, participants work in group projects and discuss career opportunities with IT industry representatives. The initiative aims to foster interpersonal connections, build resilience, provide academic orientation and promote inclusivity within the tech industry from the start of students’ journey.