Gervigreindaraðstoð fyrir nemendur, rannsakendur og aðra við Háskóla Íslands

Gervigreind er orðin hluti af daglegu námi, rannsóknum og vinnu í háskólasamfélaginu. Á þessum síðum finnur þú hagnýtar leiðbeiningar um hvernig nýta má gervigreindartól á ábyrgan og gagnlegan hátt – hvort sem þú ert grunnnemi, meistaranemi, doktorsnemi eða starfsmaður.

Við fjöllum meðal annars um siðferðileg viðmið, skýra og gagnlega skipanaskrift (prompt engineering), heimildaskráningu í tengslum við gervigreind, og hvernig rannsóknarnemar geta nýtt tólin til að styðja við ritun og greiningu – án þess að fórna fræðilegum heiðarleika.

Markmiðið er að styðja þig í því að vinna með gervigreind – ekki gegn henni – og nýta möguleikana sem felast í tækninni á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt.

 

Image