Vinnustofa með Thomas Tobin: Að ná til allra og að kenna öllum með altækri námshönnun (Universal Design for Learning)
09:00 til 10:45
Fer fram á ensku
Kennslumiðstöð býður upp á vinnustofu með Thomas Tobin, einum af stofnendum Kennslumiðstöðvarinnar við Wisconsin-Madison háskólann og alþjóðlega þekktum fræðimanni, höfundi og fyrirlesara.
Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að tryggja jafnrétti og koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp. Slíkum markmiðum þarf að vinna að á margvíslegan máta.
Markmiðmið með þessari gagnvirku vinnustofu er að styðja kennara, stoðþjónustu og stjórnendur við að skipuleggja kennsluhætti þannig að þeir komi sem best til móts við fjölbreytta nemendahópa.
Yfirmarkmið vinnustofunnar er að leita leiða til að aðstoða nemendur sem hafa í mörg horn að líta (Eurostudent, 2024) til að taka virkan þátt í námi og ljúka því með sóma. Slíkt er ekki síst mikilvægt þegar huga þarf að aðgerðum og stefnumótun vegna brottfalls nemenda.
Á vinnustofunni munu kennarar og stjórnendur fá stuðning við að:
- Greina grunnþarfir fullorðinna nemenda sem snúa að öryggi, tíma og því að tilheyra námssamfélagi
- Huga að jafnræði, fjölmenningu, inngildingu, félagslegu réttlæti eða aðgengi á sviði kennslu
- Skipuleggja kennslu þar sem reynt er að yfirstíga ýmsar hindranir á námsferli nemenda með því að nota sveigjanlega námskrá, inngildandi kennsluhætti eða samvinnu nemenda við jafningja, kennara og aðra.
- Greina kennsluhætti í gegnum sjónarhorn altækrar námshönnunar
Upplýsingar um málstofu:
Dagsetning: Fimmtudagur, 5. desember.
Tímasetning: 09:00-10:45
Vinnustofan hefst með kaffibolla og kleinu og að henni lokinni (10:45) gefst áhugasömum tækifæri til að ræða við Thomas og kaupa bækur hans.
Staðsetning: Suðurberg, 3.hæð, Setbergi
Stjórnandi vinnustofunnar; Thomas J. Tobin er einn af stofnendum Kennslumiðstöðvarinnar við Wisconsin-Madison háskólann og er jafnframt alþjóðlega þekktur fræðimaður, höfundur og fyrirlesari um tæknistutt nám, þá sérstaklega höfundarrétt, mat á kennslu, akademísk heilindi, aðgengi og altæka námshönnun (UDL Universal Design for Learning).
Thomas er með meistaragráðu og doktorsgráðu í enskum bókmenntum, meistaragráðu í upplýsingafræði og vottanir í verkefnastjórnun (PMP), netkennslu (MOT), gæðastjórnun (QM), aðgengi (CPACC) og akademískri forystu (Penn State).
Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann var á lista Ed Tech Magazine yfir áhrifafólk árið 2000, hlaut Wagner verðlaunin fyrir leiðtogastarf í stjórnun fjarkennslu og var valinn einn af 100 áhrifavöldum á sviði menntunar af Eduflow 2023. Hann situr í stjórnum Advances in Online Education, InSight: Journal of Scholarly Teaching, the Online Journal of Distance Learning Administration, og Oklahoma University Press Teaching, Engaging, and Thriving in Higher Ed ritröðinni.
Á meðal útgefinna bóka hans eru:
- Evaluating Online Teaching (2015).
- The Copyright Ninja (2017).
- Reach Everyone, Teach Everyone: UDL in Higher Education (2018).
- Going Alt-Ac: A Guide to Alternative Academic Careers (2020).
- Implementing UDL in Irish Further Education and Training (2021).
- UDL at Scale (væntanleg 2025).
- Evaluating Teaching in the Digital Era (væntanleg 2026).
Þessi viðburður fer fram á ensku.