Velkomin á kennsluvef Aurora

 

  Aurora er háskólabandalag níu evrópskra háskóla sem snýr að umbreytingu háskólanáms í þágu sjálfbærni og samfélagslegrar nýsköpunar. Aurora er eitt af fimmtíu háskólabandalögum Evrópu en með þeim er lagður grunnur að sameiginlegu menntasvæði Evrópu.

  Samstarfið í kennslu snýst um að kenna til samfélagslegra áhrifa með innleiðingu kennsluaðferða og verkfæra sem byggja á sjálfbærni og þverfræðilegri nálgun. Hæfni nemenda þvert á fræðigreinar er forgangsmál hjá Aurora en hæfni nemenda er lykilatriði í að stuðla að samfélagslegri nýsköpun sem nauðsynleg er til að takast á við hnattrænar áskoranir heimsins. Auk þess hafa háskólarnir skuldbundið sig til að þróa saman og kenna sameiginlegt Aurora nám þvert á skólana.

  Titill
  Kennsla til samfélagslegra áhrifa

  Texti

  Kennsluhugsjón Aurora snýst um kennslu til samfélagslegra áhrifa með það að markmiði að útskrifa nemendur með hæfni og færni sem nýtist í þágu samfélagslegra breytinga. Til að ná markmiðinu leggur Aurora áherslu á fjögur atriði í kennslu:

  • Að þróa þverfaglegt námsefni sem taki mið af sjálfbærni og samfélagslegum áskorunum heimsins.
  • Að innleiða nýsköpun í kennslu með nemendamiðuðum og inngildum kennsluaðferðum.
  • Að hæfniviðmið nemenda miðist við frumkvöðlafærni, leiðtogahæfni og aðra þverfræðilega hæfni sem nýtist áskorunum framtíðar.
  • Að bjóða upp á alþjóðlegt nám og kennslu með viðkenndu skiptinámi sem eykur námsframboð og alþjóðahæfni nemenda.

  Kennsluhugsjónin byggir á fjórum stoðum í kennslu: Hönnun námskeiða, miðlun námskeiða, hæfni nemenda og alþjóðlegri kennslu.

  Mynd
  Image

  Sameiginlegt Aurora nám

  Aurora námskeið eru stök námskeið sem eru opin nemendum allra Aurora háskólanna.

  Námskeiðið er auglýst í Aurora Kennsluskrá
  Erlendir nemendur skrá sig í námskeiðið í gegnum HÍ skráningargátt stakra námskeiða og fá aðgang að Canvas og Inspera. 
  Þreyttar einingar erlendu nemanna enda hjá fræðasviði/deild.

  Nýtt námskeið

  Nýtt námskeið með skírskotun í sjálfbærni er þróað og kennt þvert á fræðigreinar og tvo eða fleiri Aurora háskóla. Þessi námskeið eru einnig tilvalin til að nýta Aurora kennsluaðferðir og verkfæri til að hámarka almenna hæfni nemenda í námskeiði.

  Viltu finna samstarfsfélaga í kennslu í Aurora háskólunum?

  Hafðu samband við Söndru Berg Cepero, verkefnisstjóri Aurora kennslu á Kennslusviði sandra@hi.is / 525-4896

  Að nýta HÍ námskeið sem Aurora námskeið

  Sá möguleiki er líka fyrir hendi að kennarar opni sín námskeið og breyti þeim í Aurora námskeið, með ákveðnum skilyrðum þó.

  - Að námskeið sé kennt á ensku

  - Að námskeið hafi tenging við eitthvert Heimsmarkmiða SÞ og áherslusviða Aurora

  - Að námskeið taki mið af hæfniviðmiðum Aurora t.d LOUIS og eða

  - að námskeið sé kennt með einhverri af Aurora kennsluaðferðunum t.d COIL

   

  Dæmi um þátttöku HÍ Aurora námskeiði: Kveikja

   

  Viltu bjóða námskeiðið þitt fram sem Aurora námskeið?

  Fylltu út þessa stuttu umsókn eða hafðu samband við Söndru Berg Cepero, verkefnastjóra Aurora kennslu á Kennslusviði sandra@hi.is / 525-4896

   

  Örnám (e. micro-credentials)

  Örnám er stutt nám sem getur staðið eitt og sér eða hægt er að meta inn í lengri námsleiðir sem enda með námsgráðu.

  Einkenni örnáms

  Hæfni - nemandi safnar upp hæfni sem hentar hans þörfum og notagildi.

  Sveigjanleiki - nemendi fær aukinn sveigjanleika til að þróa sína þekkingu og hæfni sem eflir hann persónulega og í starfi.

  Inngilding - nemandi með óhefðbundinn bakgrunn; úr minnihlutahópi eða í viðkvæmri stöðu, fær tækifæri og aðgang að menntun sem hann elli hefði ekki.

  Símenntun - er lykillinn að því að einstaklingur viðhaldi þekkingu, hæfni og færni sem þarf fyrir hann að dafna í persónulegu-og starfstengdu lífi sínu.

  Þróun örnáms

  Örnám verður þróað innan Aurora eftir áherslusviðunum fimm en kennarar frá ólíkum Aurora skólum eru hvattir til að þróa og kenna saman örnám eftir eigin smekk og áhugasviði svo lengi sem það passar inn í sviðin fimm.

  • Sjálfbærni og loftslagsbreytingar
  • Stafrænt samfélag & alþjóðleg borgaravitund
  • Menning: Margbreytileiki & sjálfsmyndir
  • Heilsa & vellíðan
  • Samfélagsleg frumkvöðlafræði & nýsköpun 

   

  Dæmi um þátttöku HÍ í örnámi - Understanding Europe.

  Líkt og með örnám hafa Aurora skólarnir skuldbundið sig til að þróa sameiginlegar námsleiðir sem tengjast beint inn á áherslusvið Aurora.

  • Sjálfbærni og loftslagsbreytingar
  • Stafrænt samfélag & alþjóðleg borgaravitund
  • Menning: Margbreytileiki & sjálfsmyndir
  • Heilsa & vellíðan
  • Samfélagsleg frumkvöðlafræði & nýsköpun 

  Nú þegar hefur farið af stað vinna við að þróa sameiginlega Aurora MS námsleið í "Stafrænu samfélagi, samfélagslegri nýsköpun og alþjóðlegri borgaravitund".

  Námsleiðin verður 2ja ára MS námsleið, rannsóknarmiðuð og opin fyrir nemendur með fjölbreyttar BS/BA gráður.

  Markmið námsleiðarinnar er að útskrifa sérfræðinga sem geta tekið á og skilið áskoranir og tækifæri samfélagslegra breytinga sem heimurinn stendur frammi fyrir. Það eru t.d mörg siðferðisleg álitamál sem koma upp sbr mannréttindi, frelsi fjölmiðla, umhverfismál o.fl sem þarf að taka tillit til þegar stafræna byltingin riður sér áfram til rúms.

  Fimm Aurora skólar taka þátt í að þróa námsleiðina og kenna ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum, rannsóknarstofnunum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

  Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist haustið 2025.

  Titill
  Finndu þér samstarfsfélaga í kennslu hjá Aurora skólunum

  Texti

  Vrije háskólinn - Amsterdam, Holland

  Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn (CBS) - Danmörk

  Háskólinn í Duisburg-Essen - Þýskaland

  Palacký háskólinn - Olomouc, Tékkland

  Háskólinn í Innsbruck - Austuríki

  Rovira i Virgili háskólinn  - Tarragona, Spánn

  Federico II háskólinn -  Napólí, Ítalía

  Paris-Est Créteil háskólinn - París, Frakkland

  Mynd
  Image

  Titill
  Aurora kennsluþróun

  Texti

  Með þátttöku í Aurora samstarfinu öðlast kennarar ýmis tækifæri til starfsþróunar.

  • Flétta sjálfbærni inn í námskeið
  • Tileinka sér kennsluaðferðir og verkfæri sem einblína á alvöru samfélagsleg vandamál.
  • Þróa og kenna námskeið í samvinnu við Aurora samstarfsfélaga
  • Kenna við erlenda háskóla - stað-og fjarnám
  • Sækja námskeið og viðburði á vegum Aurora
  Mynd
  Image
  Gestir á ráðstefnu kennsluakademíunnar 2022

  Titill
  HÍ-26

  Texti

  Ein af fjórum stoðum í stefnu HÍ-26 er "opinn og alþjóðlegur háskóli" sem kallast vel á við menntasýn Aurora en í stefnunni eru markmiðin:

  • Þverfaglegt starf
  • Alþjóðatengsl
  • Nýsköpun og framfarir
  • Starfshæfni nemenda

   

  Mynd
  Image