Vinnustofa í FeedbackFruits – Gagnvirku verkfærin (IS)
14:00 til 15:30
Vinnustofan fer fram á íslensku.
Miðvikudaginn 2. október munum við bjóða uppá vinnustofu í FeedbackFruits þar sem gagnvirku verkfærin í FeedbackFruits verða kynnt; Gagnvirkt skjal (Interactive Document), Gagnvirk kynning (Interactive Presentation), Gagnvirkt myndband (Interactive Video) og Gagnvirk hljóðskrá (Interactive Audio). Vinnustofan er hugsuð fyrir alla áhugasama kennara um nýtingu FeedbackFruits í kennslu. Í vinnustofunni felst meðal annars yfirferð á gagnvirku verkfærunum og einnig fá þátttakendur í kjölfarið tækifæri til að prufa sig áfram. Tveir sérfræðingar verða á staðnum til að fræða, veita aðstoð og svara spurningum.
Upplýsingar um vinnustofu:
- Dagsetning: Miðvikudagur, 2. október.
- Tímasetning: 14:00 - 15:30
- Staðsetning: Suðurberg 3. hæð, Setberg
- Hvað á að koma með: Mælt er með að koma með fartölvu með sér
Við hverju má búast:
- Yfirlit: Kynnumst gagnvirku verkfærunum sem FeedbackFruits hefur uppá að bjóða.
- Reynsla af fyrstu hendi: Þátttakendur munu fá tækifæri til að prófa gagnvirku verkfærin í FeedbackFruits.
Dæmi um fræðslu og aðstoð sem kennarar geta fengið í vinnustofunni:
- Fræðslu um gagnvirku verkfærin í FeedbackFruits
- Sýn á virkni tólanna
- Aðstoð við að setja upp verkefni í FeedbackFruits.
Umsjónarmenn vinnustofunnar eru Harpa Dögg Fríðudóttir og María Kristín Bjarnadóttir
Við hlökkum til að sjá þig!
Bestu kveðjur,
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands