HVENÆR
20. febrúar 2025
14:00 til 15:30
HVAR
Setberg
3.hæð Suðurberg
NÁNAR

Vinnustofa: FeedbackFruits verkfæri fyrir mat á samnemendum 

Langar þig að kynnast nýjum leiðum til að nota jafningjamat og mat á hópmeðlimum í þinni kennslu? Kennslumiðstöð býður upp á vinnustofu þar sem kennt verður á tvö gagnleg verkfæri í FeedbackFruits sem auðvelda kennurum að skipuleggja og halda utan um mat nemenda á verkefnum eða hæfni samnemenda. 

Dagsetning: Fimmtudagur, 20. febrúar 
Tími: 14:00-15:30 
Staður: Suðurberg, 3. hæð í Setbergi 
Umsjón: Harpa Dögg Fríðudóttir og María Kristín Bjarnadóttir 

Við hverju má búast: 

Yfirlit: Kynnumst verkfærunum Jafningjamat og Mat á hópmeðlimum í FeedbackFruits. 

Reynsla af fyrstu hendi: Þátttakendur munu fá tækifæri til að prófa verkfærin í FeedbackFruits sem nemendur í námskeiði í Canvas. 

Dæmi um fræðslu og aðstoð sem þátttakendur fá í vinnustofunni:   

  • Leiðbeiningar um hvernig FeedbackFruits verkefni eru stofnuð í Canvas 

  • Fræðsla um verkfærin tvö í FeedbackFruits 

  • Sýn á virkni verkfæranna í FeedbackFruits 

  • Aðstoð við að setja upp verkefni í FeedbackFruits.  

Mikilvægt er að þátttakendur taki með sér fartölvu til að geta tekið þátt í verklegum æfingum. 

Yfirlit og nánari upplýsingar um verkfærin í FeedbackFruits: FeedbackFruits í Canvas 

Tengill á skráningu

 

Hlökkum til að sjá sem flest!  

 

Bestu kveðjur,  

Canvas teymi Kennslumiðstöðvar 

Image