Vefstofa | Valvíst nám. Blandað form kennslu sem býður mikinn sveigjanleika í þátttöku

Image
HVENÆR
11. desember 2024
12:00 til 13:00
HVAR
Á netinu
NÁNAR

Vefstofa þar sem fyrirlesari er: Hróbjartur Árnason lektor og kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Eftir því sem fleiri sjá nám sem leið til að skipta um starfsferil, auka hæfni sína og axla ábyrgð í starfi, finna námskeiðshönnuðir og kennarar að þeir búa á spennusvæði milli þarfar fyrir sveigjanleika í námi og vilja til að bjóða vandað nám sem felur í sér markvisst umbreytandi nám í virku námssamfélagi.

HyFlex módelið (Beatty, 2019) eða “Valvíst nám” eins og við höfum valið að kalla það, er nálgun sem er hönnuð einmitt til að bjóða upp á hvort tveggja.

Á þessari vefstofu munum við kynna þetta kennslufyrirkomulag og vega það og meta í ljósi kennslufræðilíkans og gagna úr spurningakönnunum frá tveimur nýlegum árgöngum.

Allir velkomnir á vefstofuna á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/3545254000?pwd=xfWI2kHO8bbYRuR132v2I4aXj5UGT5.1&omn=65464732581&from=addon (Fundarauðkenni: 354 525 4000 / Lykilorð: haust2024)

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar sendu póst á Sigurbjörgu Jóhannesdóttur (sigurbjorg@hi.is)

Dagskrá

12:00 - 12:30  Hróbjartur Árnason er með fyrirlestur um valvíst nám

12:30 - 13:00  Umræður um valvíst nám