Undirbúningur kennslu - Kynning fyrir nýja kennara (ISL)

Image
HVENÆR
11. ágúst 2025
12:00 til 13:00
HVAR
Á netinu
NÁNAR

Á Zoom

Mánudaginn 11. ágúst kl. 12:00-13:00, býðst nýjum kennurum að koma á klukkutíma kynningu á Zoom sem ber yfirheitið Undirbúningur kennslu. Kynningin er hluti af kynningarviku Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir nýja kennara haustmisserið 2025.  

 Umsjónarmaður kynningarinnar er Sigurbjörg Jóhannesdóttir.  

Farið verður yfir eftirfarandi efni:  

  • Kennsluáætlun, meðal annars verða skoðuð hæfniviðmið, námsmat, vinnuframlag nemenda og hvernig hægt er að fá aðstoð frá spunagreind. 
  • Uppsetning í Canvas: sniðmát fyrir kennsluáætlun og vikuuppsetningu undir „Námsefni“. 

Hlekkur á kynninguna: https://eu01web.zoom.us/j/3545254000?pwd=xfWI2kHO8bbYRuR132v2I4aXj5UGT5.1&omn=68554236340&from=addon 

 

Nánari upplýsingar og skráningu er að finna hér á Uglunni.