Tengslamyndunardagur Canvas samfélagsins á Íslandi 26.nóvember 2024
Þriðjudaginn 26.nóvember 2024 var haldinn tengslamyndunardagur fyrir notendur Canvas á Íslandi á vegum Instructure/Canvas með aðstoð frá Kennslumiðstöð. Þá komu starfsmenn Instructure/Canvas í heimsókn í Háskóla Íslands þar sem boðið var upp á tengslamyndunar- og fræðsludag fyrir starfsfólk Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, Ökulands ökuskóla, Landbúnaðaraháskólans, Háskólans á Hólum og Háskólans á Bifröst.
Á tengslamyndunardeginum voru meðal annars áhugaverðar kynningar frá útvöldum skólum þar sem starfsfólk skólanna kynnti hvernig þau nýta Canvas, hvernig þau innleiða verkfæri og hvernig þau þjónusta kerfið. Þá kynntu starfsmenn Instructure/Canvas nýjungar sem eru framundan, notkun ákveðinna tóla og þarfir og óskir notenda á Íslandi er varða kerfið. Að lokum voru alþjóðlegi kennslumálasérfræðingurinn Martin Bean og nemandinn og framkvæmdarstjórinn Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir bæði með erindi og umræður þar sem rædd var framtíð menntunar, hinn fjölbreytilegi nemendahópur, þarfir nemenda og inngilding.
Það sköpuðust mjög líflegar umræður þar sem kerfisstjórar og starfsmenn Canvas komu saman, fengu hugmyndir og miðluðu reynslu.
Eins og áður kom fram tóku þátt í deginum starfsfólk frá nokkrum skólum og háskólum sem ýtti undir áhugaverðar umræður og möguleika á samvinnu milli skólanna er varðar notkun Canvas í kennslu.