Stuðningur við tæknimál

Stuðningur kennslusviðs við tæknilegar lausnir í kennslu byggist þremur þáttum: fræðslu, framsetningu og viðhaldi leiðbeininga og notendaaðstoð við Canvas og Inspera. 

Reglulega eru haldin námskeið í notkun stafrænna lausna á vegum kennslusviðs sem eru fyrst og fremst Canvas og Inspera. sum þessara námskeiða eru aðgengileg á netinu þar sem fólk lærir á eigin hraða.

Kennarar hafa líka aðgang að umfangsmiklum leiðbeiningum um þessi tvö kerfi þar sem þeir geta kafað dýpra í þau og nýtt fleiri möguleika í þessum kerfum. Mikilvægt er að kennarar nýti sér þessar leiðbeiningar við notkun kerfanna.

Ef þig vantar aðstoð við að nota stafrænar lausnir í kennslu er fyrsta skrefið að senda póst á help@hi.is og lýsa vandamálinu sem þarf að leysa og hvaða námskeiði það tengist. Starfsfólk bregst við eins fljótt og verða má.

Image
Nemendur vinna að verkefni undir leiðsögn kennara

Nokkur góð ráð við að ná tökum á rafrænu umhverfi

Fyrsta skrefið er að átta sig á því hvert hlutverk þeirra kerfa sem notuð eru við kennslu í HÍ eru og hvernig þau tengjast. 

UGLA heldur utan um allar skráningar í námskeið. Nemendur og kennarar eru skráðir þar og fá svo aðgang að viðkomandi kennsuvef í Canvas

Í Canvas setur kennari upp nauðsynlegar upplýsingar um námskeiðið, námsefni og skilahólf verkefna. Þar getur kennari líka farið yfir öll verkefni, haldið utan um einkunnir og stöðu nemenda gagnvart hæfnviðmiðum námskeiðs. 

Þegar kennari vill miðla kennslu sinni með upptökum eða fjarfundum koma þrjú kerfi til greina: Panopto, Teams og Canvas Studio. Öll þessi kerfi tengjast auðveldlega við kennsluvef Canvas og þar er hægt að veita nemendum aðgengi að þeim. Nánar er fjallað um upptökur og streymi hér

Inspera er kerfi þar sem kennari getur haldið próf með stuðningi og aðstoð prófaskrifstofu. Uppsetning prófa getur verið fjölbreytt og fjölmargar spurningagerðir í boði. Þegar kennari hefur lokið yfirferð færir hann einkunnina úr prófinu í einkunnabók Canvas þar sem hún verður hluti af veginni lokaeinkunn. 

Að námskeiði loknu er lokaeinkunn nemanda í námskeiði skráð í Uglu.

 

Mynd sem sýnir hvernig ólík kerfi vinna saman í stafrænu umhverfi HÍ.
Á þessari mynd er sýnt hvaða hlutverk hin ólíku kerfi sem kennarar hafa aðgang að nýtast í kennslu.

Eðlilegasta og besta leiðin til að óska eftir stuðningi er að senda póst á help@hi.is eða nota þjónustugátt UTS: hjalp.hi.is

Ef málið er aðkallandi og tengist tölvubúnaði í stofu og tengingu við Panopto hringið þið í 525-5550.

Ef eitthvað kemur upp í framkvæmd prófs í Inspera hringið þið í prófaskrifstofu í 525-5278

 

 

Alla jafna er hægt að forðast alvarleg tæknileg vandamál sem þarf að leysa með hraði með því að undirbúa kennsluvefi og próf tímanlega og notfæra sér þær leiðbeiningar sem í boði eru. 

Stundum eru þær ekki nægjanlegar og þegar kennarar þurfa aðstoð er eindregið mælt með því að senda tölvupóst á help@hi.is og fyrir því eru nokkrar ástæður: 

  • Þegar beiðnir koma inn í gegnum tölvupóst er öruggt að málið verður skoðað eins fljótt og hægt er. 
  • Beiðnir um aðstoð eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast sem tryggir sanngjarna afgreiðslu mála. 
  • Flóknari vandamál eru skoðuð af nokkrum aðilum sem eykur líkur á að góð lausn finnist. 

Miðað er við að öllum beiðnum sé svarað innan tveggja virkra daga.