Header Paragraph
Starfsmenn Kennslumiðstöðvar sóttu námskeið um gervigreind í kennslu
Dagana 16. til 20. júní 2025 tóku átta fulltrúar frá Háskóla Íslands þátt í tveimur spennandi Erasmus+ BIP námskeiðum sem haldin voru við samstarfsskóla HÍ innan Aurora-samstarfsnetsins, Universitat Rovira i Virgili í hinni sólríku borg Tarragona á Spáni. Þar af voru 4 starfsmenn Kennslumiðstöðvar með það að markmiði að læra meira um gervigreind í kennslu.
Um var að ræða 5 daga námskeið þar sem starfsmennirnir fengu innsýn inn í hvernig aðrir háskólar í Evrópu eru að nýta gervigreind.
Image
