Header Paragraph

Sjálfbærni í kennslu Háskóla Íslands – grein úr Sjálfbærniskýrslu HÍ 2022

Image
Holmfridur

Háskóli Íslands gaf út og kynnti Sjálfbærniskýrslu 2022 á Hátíð sjálfbærni 6. desember í Hátíðasal HÍ. Í Sjálfbærniskýrslunni er meðal annars grein eftir Hólmfríði Árnadóttur deildarstjóra Kennslumiðstöðvar.

 

Sjálfbærni í kennslu Háskóla Íslands

Hólmfríður Árnadóttir, deildarstýra Kennslumiðstöðvar, segir HÍ hafa innleitt sjálfbærni í kennslu með ýmsum hætti: „Til dæmis með því að flétta sjálfbærni inn í stefnu skólans hvað varðar skipulag, rekstur og stoðþjónustu.“ Hún bætir við: „Einnig stuðlar HÍ að sjálfbærni með störfum kennara og nemenda er varðar vísindalega þekkingu og tengsl fræða við samfélag, hvernig við höldum jafnvægi og stuðlum að sjálfbærni með rannsóknir að leiðarljósi. Akademísku frelsi í rannsóknum fylgir nefnilega siðferðileg ábyrgð hvað varðar viðfangsefni rannsókna og þar þurfa sjónarmið umhverfis, náttúru og samfélagsins alls að vera höfð til hliðsjónar í öllum verkefnum, umræðu og stefnumótun.“ Tækni ýtir undir sjálfbærni í kennslu Samkvæmt Hólmfríði eru helstu tækifæri í innleiðingu sjálfbærni í kennslu með aukinni tækni. „Sjálfbær stoð[1]þjónusta gerir kennurum t.d. kleift að nálgast stoðefni og fræðslu á aðgengilegan hátt, hún styttir boðleiðir og færir þjónustuna sem næst kennurum með aðstoð tækninnar. Um leið gerir tæknin okkur kleift að efla stafrænt umhverfi í kennslu og námi og einnig aðgengi að fjar- og netnámi.“ Hún segir fjarnám gera þeim sem geta ekki mætt á staðinn kleift að stunda nám óháð staðsetningu og stuðli þar meðal annars að félagslegu réttlæti fyrir hinar dreifðari byggðir. „Fjar- og netnám dregur úr ferðalögum og eykur umhverfis[1]vernd í þeim skilningi að nemendur geti menntað sig í heimabyggð með minni kostnaði, raski og mengun sem getur hlotist af slíku.“ Hvernig getur HÍ stuðlað að sjálfbærni? Háskóli Íslands setur sér að vera leiðandi hvað varðar sjálfbærni og umhverfismál, segir Hólmfríður. „Í stefnu skólans er kveðið á um eflingu stafræns námsumhverfis og fjarnáms sem sannarlega lýtur að sjálfbærni og er mikilvægt jöfnunartæki.“ Hún nefnir að í þessu samhengi sé alþjóða[1]samstarf einstaklega mikilvægt. „Með alþjóðasamstarfi þar sem þekkingarmiðlun og rannsóknarsamstarf er lykilatriði til dæmis í Aurora-samstarfsnetinu má líka segja lið í sjálfbærni til framtíðar, að við lærum hvert af öðru enda getur samvinna aukið gæði, sparað tíma og stuðlað að því að meiri þekking og skilningur verður til staðar.“ Hólmfríður leggur áherslu á möguleikana sem tæknin hefur að bjóða. „Sjálfbærni þar sem tæknin léttir undir, eykur möguleika og styður við kennsluþróun og störf kennara á jákvæðan hátt er afar mikilvægt enda getur tæknin auðveldað uppsetningu á námskeiðum, verkefnavinnu og skil, endurgjöf, námsmat og stuðlað að virkri umræðu.“ Að lokum segir Hólmfríður: „Sem Háskóli Íslands og allra landsmanna er mikilvægt að horfa stöðugt til þess hvernig við öll sem hér störfum getum stuðlað að aukinni sjálfbærni í okkar störfum.“

Sjálfbærniskýrsluna má finna hér sjalfbaerniskyrsla_hi_2022.pdf

Image