Siðferðilegur rökstuðningur

Siðferðilegur rökstuðningur er ígrundun um það sem er rétt og rangt í mannlegri hegðun. Það gerir þá kröfu til nemenda að þeir geti lagt mat á eigin siðferðisgildi, sem og samfélagslegt samhengi vandamála, geti borið kennsl á siðferðileg álitamál í ýmsum kringumstæðum, velti fyrir sér hvernig beita megi mismunandi siðferðilegum sjónarmiðum til að fást við siðferðilegar klípur (e. dilemna) og íhugi mögulegar afleiðingar mismunandi valkosta. Siðferðileg sjálfsmynd nemenda þróast samhliða því sem þeir þjálfa hæfni sína í siðferðilegri ákvarðanatöku og læra að lýsa og greina ýmis siðferðileg álitamál.

Siðferðilegur rökstuðningur - undirhæfni

  • Siðferðileg sjálfsvitund
  • Skilningur á mismunandi siðfræðilegum sjónarhornum / hugtökum
  • Geta til að bera kennsl á siðfræðilegan ágreining
  • Beiting siðfræðilegra sjónarmiða / hugtaka
  • Mat á mismunandi siðfræðilegum sjónarmiðum / hugtökum

 

Siðferðilegur rökstuðningur - Siðferðileg sjálfsvitund

Lágmark - Nemandi greinir annað hvort frá grunngildum eða uppruna þeirra en ekki hvoru tveggja.

Annar áfangi - Nemandi greinir frá grunngildum og uppruna þeirra.

Þriðji áfangi - Nemandi ræðir grunngildi í smáatriðum og greinir þau, sem og uppruna þeirra.

Framúrskarandi - Nemandi ræðir og greinir af nákvæmni grunngildi og uppruna þeirra. Umræðan sýnir dýpt og skýrleika

 

Siðferðilegur rökstuðningur - Skilningur á mismunandi siðfræðilegum sjónarhornum / hugtökum

Lágmark - Nemandi nefnir einungis aðal kenninguna sem hann styðst við

Annar áfangi - Nemandi nefnir aðal kenninguna eða kenningarnar sem hann styðst við og getur útskýrt þær í stórum dráttum.

Þriðji áfangi - Nemandi nefnir aðalkenninguna eða kenningarnar sem hann styðst við, getur útskýrt þær í stórum dráttum og gerir tilraun til að útskýra nákvæmlega þá þætti kenninganna sem eiga við umræðuefnið, en þó með lítils háttar ónákvæmni.

Framúrskarandi - Nemandi nefnir þá kenningu eða kenningar sem hann styðst við, getur útskýrt þær í stórum dráttum og skýrir af nákvæmni frá þeim þáttum kenninganna sem eiga við
umræðuefnið

 

Siðferðilegur rökstuðningur - Geta til að bera kennsl á siðfræðilegan ágreining

Lágmark - Nemandi getur borið kennsl á augljós siðferðileg álitamál (vandamál) en nær ekki utan um flækjustig og vensl ýmissa þátta málsins.

Annar áfangi - Nemandi getur borið kennsl á augljós siðferðileg álitamál (vandamál) og nær (en þó ekki að fullu) utan um flækjustig og vensl ýmissa þátta málsins.

Þriðji áfangi - Nemandi getur borið kennsl á siðferðileg álitamál (vandamál) þegar þau birtast í flóknu, margþættu (óljósu) samhengi EÐA gerir sér grein fyrir gagnkvæmum tengslum
álitamála.

Framúrskarandi - Nemandi getur borið kennsl á siðferðileg álitamál (vandamál) þegar þau birtast í flóknu, margþættu (ójósu) samhengi OG getur gert grein fyrir gagnkvæmum tengslum þeirra

 

Siðferðilegur rökstuðningur - Beiting siðfræðilegra sjónarmiða / hugtaka

Lágmark - Nemandi getur beitt siðfræðilegum sjónarmiðum/hugtökum (þar sem stuðst er við dæmi, í kennslustofu, í hópi eða þar sem gefnir eru afmarkaðir valmöguleikar), með stuðningi,
en ræður ekki við að beita siðfræðilegum sjónarmiðum/hugtökum (við dæmi sem hann hefur ekki séð áður), án aðstoðar.

Annar áfangi - Nemandi getur beitt siðfræðilegum sjónarmiðum/hugtökum (við dæmi sem hann hefur ekki séð áður), án aðstoðar, en ónákvæmni er í beitingunni.

Þriðji áfangi - Nemandi getur með viðeigandi hætti beitt siðfræðilegum sjónarmiðum/hugtökum (við dæmi sem hann hefur ekki séð áður), án aðstoðar, en getur ekki gert grein fyrir
afleiðingunum.

Framúrskarandi - Nemandi sýnir sjálfstæði og beitir viðeigandi siðfræðilegum sjónarmiðum/hugtökum af nákvæmni til að takast á við siðferðileg álitamál og gerir sér grein fyrir þeim
afleiðingum sem beiting þeirra hefur í för með sér.

 

Siðferðilegur rökstuðningur - Mat á mismunandi siðfræðilegum sjónarmiðum / hugtökum

Lágmark - Nemandi tekur afstöðu en getur ekki gert grein fyrir andmælum, mismunandi túlkunum og afleiðingum sem mismunandi siðfræðileg nálgun getur haft.

Annar áfangi - Nemandi tekur afstöðu, getur gert grein fyrir andmælum, mismunandi túlkunum (e. assumptions) og afleiðingum sem beiting mismunandi siðfræðilegra nálgana getur haft í för með sér en bregst ekki við þeim (tengir ekki ofangreind atriði þannig að þau hafa ekki áhrif á afstöðu hans).

Þriðji áfangi - Nemandi tekur afstöðu, getur gert grein andmælum, mismunandi túlkunum (e. assumptions) og afleiðingum sem beiting mismunandi siðfræðilegra nálgana getur
haft í för með sér og getur brugðist við þeim rökum en ekki á fullnægjandi hátt.

Framúrskarandi - Nemandi tekur afstöðu, getur lýst andmælum, mismunandi túlkunum (e. assumptions) og afleiðingum sem beiting mismunandi siðfræðilegra nálgana getur haft í för með sér og getur varið stöðu sína gegn þeim rökum með viðeigandi og fullnægjandi hætti.