Opið hús hjá Kennslumiðstöð. Aðstoð með einkunnagjöf

Image
Setberg
HVENÆR
11. desember 2024
13:00 til 14:30
HVAR
Setberg
2. hæð - rými Kennslumiðstöðar
NÁNAR

Kæra starfsfólk,

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður ykkur hjartanlega velkomin í opið hús þar sem þið getið fengið aðstoð við allt sem viðkemur einkunnagjöf og flutningi einkunna úr Canvas yfir í Uglu. Við viljum skapa þægilega stemmningu og bjóðum upp á piparkökur og kakó.

Opna húsið verður haldið í skrifstofurými Kennslumiðstöðvar á 2. hæð í Setbergi frá klukkan 13:00-14:30 dagana 9.-11. desember.

Komið og njótið notalegrar stundar með okkur og fáið alla þá aðstoð sem þið þurfið!

Hlökkum til að sjá ykkur,

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands

 

Sjá viðburð í Uglu.