Upplýsingalæsi er hæfni til að vita hvenær þörf er á upplýsingum, að geta að greint, fundið og metið upplýsingar til að fást við tiltekið vandamál og síðan notað þær og deilt þeim á árangursríkan og ábyrgan hátt. Hæfni sem felst í að einstaklingur geti fundið, staðsett, metið, skipulagt og notað upplýsingar á skilvirkan hátt við að fjalla um þau málefni og viðfangsefni sem fyrir liggja hverju sinni (Íðorðabanki í
menntunarfræði).
Upplýsingalæsi - undirhæfni
- Ákveða umfang upplýsinga sem þörf er á
- Að afla sér nauðsynlegra upplýsinga
- Gagnrýnið mat á upplýsingum og heimildum þeirra
- Áhrifarík notkun upplýsinga í sérstökum tilgangi
- Fá aðgang að og nota upplýsingará ábyrgan hátt í samræmi við siðferðileg viðmið og lög
Upplýsingalæsi - Ákveða umfang upplýsinga sem þörf er á
Lágmark - Nemandi á erfitt með að afmarka viðfangsefni rannsóknarspurningar eða ritgerðar. Á erfitt með að átta sig á lykilhugtökum. Þær heimildir sem byggt er á tengjast hvorki viðfangsefninu né svara rannsóknarspurningum.
Annar áfangi - Nemandi afmarkar viðfangsefni rannsóknarspurningar eða ritgerðar ekki nægilega vel (ákveðna þætti vantar, eru of víðfeðmir eða of takmarkaðir). Getur nefnt lykilhugtök. Þær heimildir sem byggt er á tengjast að hluta til viðfangsefninu eða svara rannsóknarspurningum.
Þriðji áfangi - Nemandi afmarkar viðfangsefni rannsóknarspurningar eða ritgerðar. Gerir grein fyrir lykilhugtökum. Þær heimildir sem byggt er á tengjast viðfangsefninu eða svara rannsóknarspurningum.
Framúrskarandi - Nemandi afmarkar með skýrum hætti viðfangsefni rannsóknarspurningar eða ritgerðar. Gerir skýra grein
fyrir lykilhugtökum. Velur heimildir sem tengjast með beinum hætti viðfangsefninu eða svarar rannsóknarspurningum.
Upplýsingalæsi - Að afla sér nauðsynlegra upplýsinga
Lágmark - Nemandi leita heimilda handahófskennt, byggir á upplýsingum sem eru óviðeigandi eða óáreiðanlegar.
Annar áfangi - Nemandi notar einfaldar leiðir við heimildaöflun, byggir á upplýsingum úr takmörkuðum eða áþekkum upplýsingaveitum.
Þriðji áfangi - Nemandi notar fjölbreyttar leiðir við heimildaöflun í nokkrum viðeigandi upplýsingaveitum. Sýnir fram á getu við að fínpússa leit sína.
Framúrskarandi - Nemandi aflar heimilda með skilvirkum vel hönnuðum leitaraðferðum í viðeigandi upplýsingaveitum.
Upplýsingalæsi - Gagnrýnið mat á upplýsingum og heimildum þeirra
Lágmark - Nemandi velur fáar heimildir. Leitarskilyrði eru takmörkuð (t.d. tengsl við rannsóknar- spurninguna).
Annar áfangi - Nemandi velur fjölbreyttar upplýsingaveitur og heimildir. Nýtir grunnviðmið við val sitt á heimildum (t.d. tengsl við rannsóknarspurninguna, útbreiðslu heimilda).
Þriðji áfangi - Nemandi velur fjölbreyttar upplýsingaveitur og heimildir út frá umfangi og fræðasviði rannsóknarspurningarinnar. Notar margvísleg viðmið við val á heimildum (t.d. tengsl við rannsóknarspurninguna, útbreiðslu og/eða áhrifavald heimilda).
Framúrskarandi - Nemandi velur margvíslegar upplýsingaveitur til að finna viðeigandi heimildir út frá umfangi og fræðasviði rannsóknarspurningarinnar. Velur heimildir út frá mikilvægi þeirra fjölmörgu viðmiða sem þarf að taka til greina (t.d. vegna
rannsóknarspurningar, útbreiðslu heimilda, áhrifavalds heimilda, tekur mið af markhópi, velur heimildir með ólíkum viðhorfum eða
hlutlægar).
Upplýsingalæsi - Áhrifarík notkun upplýsinga í sérstökum tilgangi
Lágmark - Nemandi miðlar upplýsingum úr heimildum en þær eru brotakenndar og/eða ekki notaðar rétt (hafðar rangt eftir, teknar úr samhengi eða umorðaðar með röngum hætti, o.s.frv.), þannig að tilganginum er ekki náð.
Annar áfangi - Nemandi skipuleggur og miðlar upplýsingum úr heimildum en þær eru ekki samþættar og ná því ekki tilgangi sínum að fullu.
Þriðji áfangi - Nemandi skipuleggur og samþættir upplýsingar úr heimildum og miðlar þeim til í samræmi við ætlaðan tilgang.
Framúrskarandi - Nemandi skipuleggur og samþættir upplýsingar úr heimildum til að beita í sérstökum tilgangi og miðlar þeim skýrt og af dýpt.
Upplýsingalæsi - Fá aðgang að og nota upplýsingará ábyrgan hátt í samræmi við siðferðileg viðmið og lög
Lágmark - Nemandi nýtir eitt eftirfarandi í heimildavinnu sinni með réttum hætti: Tilvitnanir og tilvísanir í heimildir, umorðun, útdrætti eða beinar tilvitnanir, notar tilvitnanir sem eiga vel við samhengið, gerir greinarmun á almennri þekkingu og upplýsingum þar sem þarf að vísa til heimilda, og sýnir fram á fullan skilning á siðferðilegum og lagalegum hömlum notkunar á útgefnu efni, trúnaðargögnum og efnis í höfundarrétti.
Annar áfangi - Nemandi nýtir tvennt eftirfarandi í heimildavinnu sinni með réttum hætti: Tilvitnanir og tilvísanir í heimildir, umorðun, útdrætti eða beinar tilvitnanir, notar tilvitnanir sem eiga vel við samhengið, gerir greinarmun á almennri þekkingu og upplýsingum þar sem þarf að vísa til heimilda, og sýnir fram á fullan skilning á siðferðilegum og lagalegum hömlum notkunar á útgefnu efni, trúnaðargögnum og efnis í höfundarrétti.
Þriðji áfangi - Nemandi nýtir þrennt af eftirfarandi í heimildavinnu sinni með réttum hætti: Tilvitnanir og tilvísanir í heimildir, umorðun, útdrætti eða beinar tilvitnanir, notar tilvitnanir sem eiga vel við samhengið, gerir greinarmun á almennri þekkingu
og upplýsingum þar sem þarf að vísa til heimilda, og sýnir fram á fullan skilning á siðferðilegum og lagalegum hömlum notkunar á útgefnu efni, trúnaðargögnum og efnis í höfundarrétti..
Framúrskarandi - Nemandi notar allt eftirfarandi í heimildavinnu sinni með réttum hætti: Tilvitnanir og tilvísanir í heimildir, umorðun, útdrætti eða beinar tilvitnanir, notar tilvitnanir sem eiga vel við samhengið, gerir greinarmun á almennri þekkingu og upplýsingum þar sem þarf að vísa til heimilda, og sýnir fram á fullan skilning á siðferðilegum og lagalegum hömlum notkunar á
útgefnu efni, trúnaðargögnum og efnis í höfundarrétti.