Skapandi hugsun

Skapandi hugsun er bæði hæfni við að tengja saman eða samþætta hugmyndir, myndir eða sérþekkingu sem er til staðar með frumlegum hætti og reynsla af að hugsa, bregðast við og vinna með
imyndunaraflið sem einkennist af nýsköpun, frumlegum lausnum og dirfsku. Sjá íslenskar skilgreiningar í hugtakalistanum

Skapandi hugsun - undirhæfni

  • Að öðlast færni
  • Að taka áhættu
  • Úrlausn vandamála
  • Tekist á við mótsagnir
  • Nýsköpunarhugsun
  • Tenging, samstilling, umbreyting

 

Skapandi hugsun - Að öðlast færni

Lágmark - Líkan: Nemandi gerir eftirmynd af viðeigandi fyrirmynd með góðum árangri.

Annar áfangi - Aðlögun: Nemandi notar viðeigandi fyrirmynd og aðlagar hana fyrir lausn á eigin fræðasviði.

Þriðji áfangi - Sköpun: Nemandi skapar algerlega nýja afurð, lausn eða hugmynd sem er viðeigandi innan fræðasviðsins.

Framúrskarandi - Endurspeglun: Nemandi metur sköpunarferlið og afurðina út frá viðmiðum fræðasviðsins.

 

Skapandi hugsun - Að taka áhættu

Lágmark - Nemandi fylgir leiðbeiningum verkefnisins alfarið.

Annar áfangi - Nemandi íhugar nýjar aðferðir og nálgun án þess þó að fara út fyrir leiðbeiningar verkefnisins.

Þriðji áfangi - Nemandi notar nýjar aðferðir og nálgun við úrlausn lokaverkefnis síns

Framúrskarandi - Nemandi leitar með vikum hætti leið til að nota áður óreyndar og mögulega áhættusamar nálganir og aðferðir til að leysa lokaverkefnið og fylgir þeim eftir í niðurstöðum sínum.

 

Skapandi hugsun - Úrlausn vandamála

Lágmark - Nemandi veltir fyrir sér og notar einungis eina nálgun við úrlausn vandamáls.

Annar áfangi - Nemandi veltir fyrir sér og hafnar nálgunum sem eru ekki viðeigandi við úrlausn vandamáls.

Þriðji áfangi - Nemandi velur rökrétta og samkvæma lausn á vandamáli úr gefnum valkostum.

Framúrskarandi - Nemandi býr ekki einungis til rökrétta og samkvæma áætlun um úrlausn vandamáls, heldur gerir sér grein fyrir afleiðingum lausnarinnar og færir haldbær rök fyrir vali sínu.

 

Skapandi hugsun - Tekist á við mótsagnir

Lágmark - Nemandi gerir sér grein fyrir ólíkum ósamleitum og mótsagnakenndum sjónarmiðum eða hugmyndum.

Annar áfangi - Nemandi vinnur að einhverju leyti með ólík, ósamleit og mótsagnakennd sjónarmið eða hugmyndir og viðurkennir gildi þeirra.

Þriðji áfangi - Nemandi prófar sig áfram við að vinna með ólík, ósamleit og mótsagnakennd sjónarmið eða hugmyndir.

Framúrskarandi - Nemandi vinnur úr og tekst að samþætta að fullu ólík, ósamleit eða mótsagnakennd sjónarmið eða hugmyndir.

 

Skapandi hugsun -  Nýsköpunarhugsun

Lágmark - Nemandi umorðar samsafn tiltækra hugmynda.

Annar áfangi - Nemandi prófar sig áfram með nýstárlega eða frumlega hugmynd, spurningu, framsetningu eða afurð.

Þriðji áfangi - Nemandi varpar fram nýstárlegri eða frumlegri hugmynd, spurningu, framsetningu eða afurð.

Framúrskarandi - Nemandi varpar fram nýstárlegri eða frumlegri hugmynd, spurningu, framsetningu eða afurð sem stuðlar að nýrri þekkingu eða þverfræðilegri þekkingu.

 

Skapandi hugsun - Tenging, samstilling, umbreyting

Lágmark - Nemandi gerir sér grein fyrir tengslum þeirra hugmynda eða lausna sem fyrir liggja.

Annar áfangi - Nemandi tengir hugmyndir eða lausnir með nýstárlegum hætti.

Þriðji áfangi - Nemandi samþættir hugmyndir eða lausnir svo þær mynda rökrétta heild.

Framúrskarandi - Nemandi umbreytir hugmyndum eða lausnum svo þær taka á sig alveg nýtt form.