Samfélagsleg þátttaka

Samfélagsleg þátttaka felur í sér samfélagsvitund og ábyrgð sem iðkuð er með því að leggja af mörkum til  að bæta líf fólks í samfélaginu. 

Í þessu felst að þróa með sér þá þekkingu, hæfni, gildi og áhugahvöt sem þarf til að stuðla að bættum lífsgæðum í samfélaginu bæði eftir pólitískum og ópólitískum leiðum. Persónuleg þáttttaka sem er í senn gefandi fyrir einstaklinginnn og auðgandi fyrir samfélagið fellur einnig undir samfélagslega þátttöku.

Samfélagsleg þátttaka - undirhæfni

  • Fjölbreytileiki samfélaga og menningarheima
  • Greining á þekkingu
  • Borgaraleg sjálfsmynd og samfélagsleg skuldbinding
  • Samskiptafærni
  • Samfélagsleg virkni og ígrundun
  • Samfélagsleg samhengi

Samfélagsleg þátttaka - Fjölbreytileiki samfélaga og menningarheima

Lágmark - Nemandi sýnir einhliða- og einstaklingsmiðaða afstöðu og viðhorf. Sýnir áhugaleysi eða hefur ekki trú á að hægt sé læra neitt af því að kynnast fjölbreyttum menningarheimum og mismunandi samfélögum.

Annar áfangi - Nemandi er meðvitaður um að eigin afstaða og viðhorf eru frábrugðin viðhorfum annarra menningarheima og samfélaga. Sýnir litla forvitni um hvaða lærdóm megi draga af margvíslegri menningu og mismunandi samfélögum.

Þriðji áfangi - Nemandi ígrundar hvernig eigin afstaða og viðhorf eru frábrugðin viðhorfum annarra menningarheima og samfélaga. Er forvitinn um hvað læra megi af margvíslegri menningu og mismunandi samfélögum.

Framúrskarandi - Nemandi sýnir fram á breytingu á eigin afstöðu og viðhorfum eftir að hafa unnið með og dregið lærdóm af fjölbreytileika samfélaga og menningar. Hvetur aðra til að taka þátt í margvíslegum samfélögum og fjölbreyttum menningarheimum.

 

Samfélagsleg þátttaka - Greining á þekkingu

Lágmark - Nemandi er byrjaður að bera kennsl á þekkingu (staðreyndir, kenningar, o.s.frv.) úr eigin námi/fræðigrein og tengja það við samfélagslega þátttöku,s.s. eigin  þátttöku í málefnum samfélagsins, stjórnmálum og stjórnun á opinberum vettvangi.

Annar áfangi - Nemandi er farinn að tengja á milli þekkingar  (staðreynda, kenninga, o.s.frv) úr eigin námi/fræðigrein og samfélagslegrar þátttöku, sem og eigin  þátttöku í málefnum samfélagsins, stjórnmálum og stjórun á opinberum vettvangi.

Þriðji áfangi - Nemandi greinir þekkingu (staðreyndir, kenningar, o.s.frv.) úr eigin námi/fræðigrein og tengir við samfélagslega þátttöku, s.s. eigin  þátttöku í málefnum samfélagsins, stjórnmálum og stjórun á opinberum vettvangi.

Framúrskarandi - Nemandi myndar tengsl milli þekkingar (staðreynda, kenninga, o.s.frv) úr eigin námi/fræðigrein og samfélagslegrar þátttöku og byggir á þeirri þekkingu þegar kemur að eigin þátttöku í  málefnum samfélagsins, stjórnmálum og stjórnun á opinberum vettvangi.

 

Samfélagsleg þátttaka - Borgaraleg sjálfsmynd og samfélagsleg skuldbinding

Lágmark - Nemandi hefur litla eða enga reynslu af þátttöku í samfélagsverkefnum og tengir reynslu sína ekki við borgaralega sjálfsmynd.

Annar áfangi - Gögn benda til að reynsla nemanda af þátttöku samfélagverkefnum sé til komin vegna krafna sem gerð voru til hans í námi  fremur en að þau tengist samfélagslegri/borgaralegri sjálfsmynd.

Þriðji áfangi - Nemandi sýnir fram á reynslu af þátttöku í samfélagsverkefnum, lýsir því hvað reynslan kenndi honum/henni um sjálfan/sjálfa sig í samhengi við vaxandi borgaralega sjálfsmynd og ábyrgðarkennd

Framúrskarandi - Nemandi sýnir fram á reynslu af þátttöku í samfélagslegum verkefnum, lýsir því hvað reynslan kenndi honum/henni um sjálfan/sjálfa sig og hvaða áhrif sú reynsla hafði til að styrkja og skýra samfélagslega sjálfsmynd hans/hennar og áframhaldandi skuldbindingu til þátttöku í samfélagslegum verkefnum.

 

Samfélagsleg þátttaka - Samskiptafærni

Lágmark - Nemandi hefur haft samskipti í samfélagslegu samhengi, sem sýna fram á færni í einum af eftirfarandi þáttum: tjáningu, hlustun, því að aðlaga hugmyndir og skilaboð sín að sjónarmiðum annara.

Annar áfangi - Nemandi á samskipti í samfélagslegu samhengi, sem sýna fram á færni í fleiru en einum af eftirfarandi þáttum: tjáningu, hlustun, því að aðlaga hugmyndir og skilaboð sín að sjónarmiðum annara.

Þriðji áfangi - Nemandi á árangursrík samskipti í samfélagslegu samhengi, sem sýna fram á færni í tjáningu, hlustun og því að aðlaga hugmyndir og skilaboð sín að sjónarmiðum annara.

Framúrskarandi - Nemandi beitir samskiptaháttum sem byggja á virkri hlustun, lagar sig að öðrum og skapar með því tengsl sem eru til þess fallin að ýta undir samfélagslegar aðgerðir.

 

Samfélagsleg þátttaka - Samfélagsleg virkni og ígrundun

Lágmark - Nemandi hefur gert tilraunir til þátttöku í samfélagsverkefnum  en sýnir litla innsýn þegar kemur að eigin markmiðum eða áhrifum og litla ábyrgðarkennd þegar kemur að framtíðarvirkni.

Annar áfangi - Nemandi hefur bersýnilega tekið þátt í samfélagsverkefnum og býr yfir grunnhæfni hvað varðar ígrundun eða lýsingar á hvernig aðgerðir geta gagnast einstaklingum eða samfélögum.

Þriðji áfangi - Nemandi hefur sjálfstæða reynslu af þátttöku í samfélagsverkefnum og hefur sinnt liðstjórnun og beitt ígrundaðrari innsýn eða greininu á markmiðum,  og afrakstri eigin framlags.

Framúrskarandi - Nemandi sýnir fram á sjálfstæða reynslu og sýnir frumkvæði í liðsstjórnun í flóknum eða margþættum samfélagsverkefnum  þar sem beitt var ígrundaðri innsýn eða greiningu á markmiðum og afrakstri eigin framlags.

 

Samfélagsleg þátttaka - Samfélagslegt samhengi

Lágmark - Nemandi hefur prófað að taka þátt í samfélagsverkefnum, mátar mismunandi verkefni við sig til að sjá hvað hentar honum/henni

Annar áfangi - Nemandi sýnir fram á reynslu af því að bera kennsl á leiðir til að taka þátt í samfélagsverkefnum.

Þriðji áfangi - Nemandi sýnir fram á hæfni og ábyrgðarkennd til að taka virkan þátt í vinnu um samfélagsleg málefni í þeim tilgangi að ná samfélagslegum markmiðum.

Framúrskarandi - Nemandi sýnir fram á hæfni og ábyrgðarkennd hvað varðar samvinnu bæði innan samfélags og þvert á samfélög í þeim tilgangi að ná samfélagslegum markmiðum.