Að skrifa og kenna með raundæmum (e. cases)
14:00 til 15:30
Vinnustofan fer fram í Suðurbergi, 3.hæð í Setbergi.
Notkun raundæma (e. case) verður æ algengari í háskólakennslu. Raundæmi lýsa raunverulegum eða tilbúnum aðstæðum og setja nemendur í hlutverk þess sem greina þarf þær aðstæður. Nemendur eru þannig að reyna á sig í aðstæðum sem eru nálægt þeim raunveruleika sem mætir þeim að námi loknu. Kennsluaðferðir reynir á virka þátttöku nemenda, sköpunargleði, greiningarhæfni, leikni í framsetningu efnis og teymisanda.
Kennslumiðstöð og Kennsluakademían bjóða upp á vinnustofu um ritun raundæma og hvernig þau eru notuð í kennslu. Leiðbeinandi á vinnustofunni er Jordan Mitchel, case writer, en hann hefur áratuga langa reynslu af gerð raundæma í samvinnu við háskólakennara. Jordan mun fjalla um hvers konar kennsluaðferð það er að skrifa og kenna með raundæmum. Áhersla er á hlutverk kennarans og nemendamiðaða kennsluhætti með notkun raundæma.
Kennslumálasjóður styrkir verkefnið sem miðar að því að kynna fyrir kennurum háskólans möguleika raundæma í kennslu. Það er leitt af Þresti Olaf Sigurjónssyni, prófessor við Viðskiptafræðideild. Háskólaútgáfan er samstarfsaðili verkefnisins.