Canvas er námsumsjónarkerfi Háskóla Íslands. Öll námskeið eiga kennsluvef í Canvas og þar hafa nemendur yfirlit yfir skipulag námskeiðs, finna námsefni og skila verkefnum. Einkunnir fyrir verkefni og hlutapróf eru alla jafna skráðar í Canvas en lokaeinkunn námskeiðs er skráð í Uglu. 

Nemandi skoðar tölvuna sína
Þjónusta og fræðsla
ABC

Allar leiðbeiningar HÍ um Canvas eru aðgengilegar á einum stað. Smelltu hér til að opna. 

Nemendur vinna í tölvu að verkefnum

Nemendur geta sent póst á help@hi.is og fengið aðstoð með notkun á Canvas.

Algengar spurningar nemenda

Verkefnaskil Verkefnaskil

Þegar kennari hefur sett upp skilahólf fyrir verkefni í Canvas þarft þú einfaldlega að opna skilahólfið með því að smella á tengilinn fyrir það. 

Síðan velur þú þá skrá sem á að skila. Þú getur hlaðið upp skrá af tölvunni þinni eða dregið hana inn í skilahólfið (1), sótt skrá úr Canvas skráarsafninu þínu (2) eða skilað inn myndbandi úr Canvas Studio (3). 

Örvar benda á staði í Canvas til að skila.

Leiðbeiningamyndband um verkefnaskil nemenda

 

Þegar kennari hefur gefið endurgjöf á verkefni getur nemandi skoðað hana með því að smella á Einkunnir í valmynd námskeiðs. 

Hafi kennari skrifað athugasem er smellt á athugasemdamerkið lengst til hægri. Ef nemansi smellir síðan á heiti verkefnisins fást meiri upplýsingar um skilin og frekari endurgjöf ef hún á við. 

Kennari stýrir því hvort nemendur megi skila verkefni oftar en einu sinni. Ef það er í boð að skila aftur, smellir nemandi einfaldlega á verkefnið og smellir svo á Reyndu aftur, neðst á síðunni.

 

Til þess að sjá öll verkefni sem á að skila í námskeiði er smellt á Verkefni í valmynd námskeiðs. 

Hægt er að raða verkefnum eftir skiladegi eins og hér er sýnt, eða eftir tegund og þá sjá nemendur hvernig verkefnin raðast í verkefnahópa og hvert vægi verkefna er í lokeinkunn. 

Hópavinna Hópavinna

Það eru ýmsir möguleikar til þess að stofna hópa í Canvas. Ef kennari hefur stofnað hópa og raðað sjálfur í þá eða látið Canvas raða í handahófskennt í hópa getur þú séð þá hópa með því að smella á Fólk í valmynd námskeiðs. Þar eru tveir flipar: Allir og Hópar. Til þess að sjá hópana sem þú ert í smellir þú á Hópar

Ef nemendur eiga sjálfir að skrá sig í hópa er hægt að smella á Taka þátt fyrir aftan nafn hópsins: 

Þegar kennari setur inn hópverkefni í Canvas skilar einn nemandi vekefninu fyrir hönd hópsins

Verkefninu er skilað alveg eins og einstaklingsverkefnum, með því að smella á nafn verkefnisins og fara í gegnum sama ferli og í einstaklingsverkefnum, sem sýnt er hér að ofan.

Þegar kennari hefur svo lokið yfirferð og endurgjöf fá allir nemendur í hópnum aðgang að einkunninni og endurgjöfinni.

 

 

Umræður Umræður

Þegar kennari stofnar til umræðna í Canvas er einfalt fyrir nemendur að taka þátt í þeim. Fyrst er smellt á hlekkinn á umræðuna eða Umræður í valmynd námskeiðsins og finnur rétta umræðuþráðinn þar. 

Til þess að svara umræðuþræðu er einfaldlega smellt á Svara

Kennarar geta stýrt því hvort umræða er nafnlaus eða ekki. Einnig er hægt að stilla umræðu þannig að nemandi velur hvort hún sé nafnlaus og þá er smellt á Svara sem og valið hvort innleggið er undir nafni eða ekki: 

 

Munið að gæta velsæmis í svörum og að koma alltaf vel fram við aðra þátttakendur í námskeiði. 

 

Share