Málstofa: Gervigreindarverkfæri fyrir kennara

Image
HVENÆR
1. október 2024
14:00 til 15:30
HVAR
Setberg
Suðurberg 3 hæð/Streymi á Zoom
NÁNAR

Vinnustofan fer fram á ensku. 

Vertu með þriðjudaginn 1. október á málstofu um gervigreindarverkfæri fyrir kennara, þar sem við munum kanna stöðu gervigreindar í menntun og prófa nokkur ókeypis gervigreindarverkfæri sem eru hönnuð til að styðja við kennsluhætti. Þessi málstofa er tilvalin fyrir kennara sem hafa áhuga á að nýta gervigreindarverkfæri í sína kennslu.

Boðið verður uppá streymi í gegnum Zoom. Tengill verður sendur út þegar nær dregur. Þau sem ætla að taka þátt í gegnum streymi þurfa ekki að skrá sig á viðburðin, aðeins þau sem ætla að mæta á staðin. 

Upplýsingar um málstofu:

  • Dagsetning: Þriðjudagur, 1. október.
  • Tímasetning: 14:00 - 15:30
  • Staðsetning: Suðurberg 3. hæð, Setberg
  • Hvað á að koma með: Mælt er með að koma með fartölvu með sér

Við hverju má búast:

  • Yfirlit: Skoðum núverandi landslag gervigreindar í menntun, með áherslu á hvernig kennarar geta notið góðs af gervigreindarverkfærum.
  • Reynsla af fyrstu hendi: Þátttakendur munu fá tækifæri til að prófa ókeypis gervigreindarverkfæri fyrir kennara.
  • Sérfræðiaðstoð: Leiðbeiningar um hvernig á að innleiða þessi verkfæri á áhrifaríkan hátt í kennslu.

Hápunktar málstofu:

  • Kynning á gervigreindarverkfærum sem geta eflt kennslu
  • Innsýn í hagnýta notkun gervigreindar í menntaumhverfi
  • Hagnýt reynsla af völdum verkfærum

Umsjónarmaður málstofunnar er Bethany Louise Rogers, verkefnisstjóri hjá Kennslumiðstöð. 

Þessi málstofa fer fram á ensku.

Skráning fer fram hér.

Við hlökkum til að sjá þig! 

Bestu kveðjur,
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands