Kynningardagur fyrir nýja kennara

Image
FeedbackFruits dagurinn
HVENÆR
16. ágúst 2024
09:00 til 14:00
HVAR
Setberg
Suðurberg
NÁNAR

Kynningardagurinn fer fram í Suðurbergi, 3.hæð í Setbergi.

Kynningardagur fyrir nýja kennara 

Velkomi(n-nn-ð) til starfa við Háskóla Íslands 

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður nýjum kennurum við skólann til kynningardags föstudaginn 16. ágúst kl. 9:00-14:00 í Setbergi – húsi kennslunnar. Kennarar fá innsýn í starf háskólakennara, hvaða stuðning þeir geta fengið við kennsluna og hvar þeir geta leitað aðstoðar á fræðasviði sínu. 

Skráning 

Dagskrá: 

  • 9.00 – 10.15: Að koma nýr inn í háskólaumhverfi 
  • 10.15 – 10.30 Kaffihlé 
  • 10.30 – 11.00: Fyrsti dagurinn og nemendamiðuð kennslusýn 
  • 11.00 – 11.45: Kynningar á stuðningi 
  • 11.45 – 12.00: Að leggja drög að þróun eigin kennslu og kynning á áframhaldandi námskeiði 
  • 12.10 – 13.00 Léttur hádegisverður með kennslustjórum og kennsluþróunarstjórum fræðasviða 
  • 13.00 – 14.00 Nokkrar góðar venjur í stafrænni kennslu 

Kveðja, starfsfólk Kennslumiðstöðvar