Image
ABC

Tímabilið janúar-maí 2022 mun starfsfólk Kennslumiðstöðvar bjóða uppá aðstoð á vettvangi fyrir kennara Háskóla Íslands. Um er að ræða tilraunaverkefni sem endurskoða á fyrir skólaárið 2022-2023.

Allir þeir sem kenna við Háskóla Íslands geta bókað starfsmann Kennslumiðstöðvar og fengið í heimsókn á viðkomandi starfsstöð. Hver heimsókn er að hámarki ein klukkustund og er í boði eftir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum eða fimmtudögum.

Um er að ræða kennslufræðilegan stuðning við gerð glæra og myndbanda (hönnun glærukynninga, gagnvirkar glærur, gerð kennslumyndbands, vendikennsla) og við fjölbreytta miðlun upplýsinga (einföld vefsíðugerð, gerð stafrænna kannanna, gerð hlaðvarpa og margmiðlun í textaskjali).

Þess ber að geta að ekki eru um tæknilega aðstoð að ræða. Í boði er kennslufræðilegur stuðningur sem miðar að því að þau gögn sem kennarar nýta verði betri og aðgengilegri og viðmiðið er einfaldleikinn. Verið er að mæta þeim kennurum sem vilja taka gögn sem nýtt eru til kennslu skrefinu lengra.

Sem dæmi miðar stuðningur við hönnun glæra við uppsetningu, meðferð lita og leturgerða, samspil mynda og texta o.s.frv. Stuðningur við gerð kennslumyndbands felst í samtali og stuðningi við að undirbúa og gera gott kennslumynd o.s.frv. Gerð einfaldrar vefsíðu miðar við notkun einfaldra verkfæra á borð við Google Sites o.s.frv.

Vilji kennarara nýta sér ofangreinda þjónustu er um að gera að bóka tíma sem fyrst og skrá inn þær upplýsingar sem til þarf. 

Smelltu hér til að bóka ráðgjöf um gerð glæra og myndbanda
(hönnun glærukynninga, gagnvirkar glærur, gerð kennslumyndbands, vendikennsla)

Smelltu hér til að bóka ráðgjöf um fjölbreytta miðlun
(einföld vefsíðugerð, gerð stafrænna kannanna, gerð hlaðvarpa og margmiðlun í textaskjali)

_____________

ENGLISH

Book consulting and assistance for Slides and videos

Book consulting and assisstance for Publications