HVENÆR
21. janúar 2025
15:00 til 16:00
15:00 til 16:00
HVAR
Setberg
Suðurberg 3 hæð
NÁNAR
Kennslumiðstöð býður í fyrsta kennslukaffi vormisseris 21. janúar.
Ásthildur Björg Jónsdóttir, aðjúnkt á Menntavísindasviði mun kynna hvernig hún beitir hugmyndafræði samfélagslegs þjónustunáms í sinni kennslu og tengir hana við sjalfbærnimiðaða kennslu.
Samfélagslegt þjónustunám veitir nemendum tækifæri á að tengja saman formlegt nám í háskóla og tiltekin þjónustu-eða þróunarverkefni í samfélagi sínu og er eitt af áhersluatriðum Aurora skólanna í kennslu. Markmið með slíku námi er m.a. að efla samfélagsvitund nemenda og samfélagslega hæfni þeirra. Auk þess hefur verið sýnt fram á að slík nálgun í kennslu eykur gildi námsins hjá nemendum þar sem þau upplifa að þau séu að gera samfélaginu gagn.