Kennslukaffi -Heimsmarkmiðin og kennsla

Image
HVENÆR
10. október 2023 15:00 til 5. júlí 2024 16:00
HVAR
Setberg
Suðurberg, 3. hæð
NÁNAR

Kennslukaffið verður á stað og á Zoom.

 Linkur á fjarfund

 

Kennslumiðstöð stendur fyrir Kennslukaffi þar sem Auður Pálsdóttir dósent á Menntavísindasviði fjallar um hvers konar hæfni nemendur háskóla þurfa að öðlast til að geta unnið markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig sú hæfni tengist einstökum fræðasviðum. Í stefnu HÍ er sjálfbærni lögð til grundvallar allri starfsemi. Sjálfbærnimenntun er lykillinn að slíkri vegferð og snýst hún bæði um inntak námsins og aðferðir í námi og kennslu. Rætt verður um hvaða kröfur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera til þess hvernig við kennum og hvernig við metum nám nemenda og hvers konar leiðsögn við veitum þeim.

Kaffi og bakkelsi á boðstólum sem áður, vinsamlega skráið mætingu á stað (ekki á Zoom - sjá link neðar) svo hægt sé að miða veitingar út frá fjölda. Að sama skapi biðjum við ykkur að láta vita ef þið forfallist og minnum á að bæta viðburði í dagatalið!

Hlökkum til að sjá ykkur!

 Linkur á fjarfund

Athugið! Að bæta viðburði í dagatal jafngildir ekki skráningu á viðburðinn.