Kennslukaffi -Elsa Eiríksdóttir

Image
Elsa Eiriksdottir
HVENÆR
5. mars 2024
15:00 til 16:00
HVAR
Setberg
Suðurberg, 3. hæð
NÁNAR

Kennslukaffi Kennslumiðstöðvar

 

Elsa Eiríksdóttir, dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands lauk doktorsprófi í verkfræðilegri sálfræði frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum árið 2011 og hefur starfað við Menntavísindasvið frá árinu 2012 og kennir þar meðal annars námssálarfræði, þróun verklegrar kunnáttu, verkfræðilega sálfræði, tengsl skóla og atvinnulífs og námsmat.

„Rannsóknir Elsu snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni snúa meðal annars að námi og kennslu í verk- og starfsnámi, samspili náms í skóla og á vinnustað í iðnmenntun á Íslandi og hvernig framsetning námsefnis fyrir verkleg verkefni getur bætt frammistöðu og nám.

Nýlega leiddi Elsa endurskipulagningu á námi fyrir iðnmeistara þannig að það hentaði betur þeim sem sækja námið, en það er jafnan fólk sem er starfandi í sínum iðngreinum. Elsa hefur verið öflug, framsýn og leiðandi við mótun og endurskoðun námsins auk þess að gera þróun þess að rannsóknarefni,“ segir m.a. í greinargerð valnefndar. Þá er enn fremur bent á að Elsa hafi átt frumkvæði að því að stofna námsleið til BA-gráðu sem hentar kennurum í framhaldsskólum og styrkir þá sem leiðtoga í menntun iðnaðarmanna.

Við hvetjum allt áhugafólk um góða kennsluhætti til að mæta. 

Skráning hér.

Athugið að kennslukaffi vorannar verða aðeins á stað.