Þann 1. nóvember síðastliðinn var Kennsluakademía opinberu háskólanna stofnuð um leið og fyrstu meðlimir hennar hlutu inngöngu. Allir opinberu háskólarnir á landinu eiga aðild að akademíunni og hlutverk hennar er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun inna og milli háskóla, styðja við öflugt náms- og kennslusamfélag og hvetja til kennsluþróunar.
Þeir 11 kennarar sem fyrstir voru teknir inn undirgengust strangt umsóknarferli þar sem alþjóðleg matsnefnd, skipuð þremur erlendum sérfræðingum og einum innlendum, lagði mat á umsóknir þeirra og boðaði umsækjendur eftir atvikum til viðtals.